miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tapa tveim milljörðum á saltfiski

10. ágúst 2009 kl. 15:00

Stjórnarformaður Unicord áætlar að saltfiskframleiðendur í Norður-Noregi muni tapa yfir 100 milljónum norskra króna í ár, sem samsvarar um tveim milljörðum íslenskra króna.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Unicord sem er sölufyrirtæki í eigu margra smærri og millistórra saltfiskverkana í Norður-Noregi. Stjórnarformaðurinn segir í samtali við Fiskeribladet/Fiskaren að ekki megi kenna heimskreppunni um þetta tap. Hún komi að vísu niður á framleiðendum þar sem bankar haldi meira að sér höndum en áður. Aðalástæðan sé sú að lágmarksverð á fiski til framleiðenda hefði verið ákveðið allt of hátt í vetur leið. Hann segir að húsmæður í Portúgal kaupi sjáanlega miklu meira af saltfiski frá Íslandi og Rússlandi því norski fiskurinn sé of dýr.