föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tekist á um þátttöku í olíukostnaði

11. september 2008 kl. 08:44

Afkoman engin en laun sjómanna góð, segja útvegsmenn

,,Helsta krafa okkar í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum við sjómenn er að tekið verði tillit til stóraukins kostnaðar útgerðarinnar vegna hækkunar á olíuverði. Olíuverð hefur margfaldast og fór yfir 1200 dollara tonnið í júní í sumar. Það er margfalt hærra en það verð sem miðað var við sem hámark þegar gildandi reglur um þátttöku sjómanna voru ákveðnar á sínum tíma. Þegar við sömdum 2004 nam olíukostnaðurinn rúmum 6 milljörðum króna en nú stefnir í að hann verði meiri en 18 milljarðar. Forsendur hafa því gjörbreyst,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna í samtali við Fiskifréttir.

,,Við þessar aðstæður verður að endurskoða ákvæðið um áhrif olíuverðs á hlutaskipti sem byggir á lögum frá árinu 1986. Ákvæðið er á þann veg að ef olíuverð fer yfir 130 dollara tonnið byrjar skiptaprósentan að lækka úr 80% í þrepum allt niður í 70%, en lækkunin stöðvast þegar olíuverðið er komið upp í 274 dollara. Nú er svo komið að meðalverð á olíu frá áramótumer 910 dollarar tonnið og hæst fór verðið í rúmlega 1200 dollara í sumar eins og áður sagði,“ sagði Friðrik. 

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Fiskifréttum sem fylgja með Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér.