miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Thailand: Rækjur fluttar út fyrir 370 milljarða

13. desember 2009 kl. 11:00

Rækjuiðnaðurinn í Thailandi gengur vel þrátt fyrir efnahagskreppuna í heiminum. Rækjuútflutningur er talinn verða um 3 milljarðar dollara á árinu 2009, eða um 370 milljarðar ísl. kr.

Samkvæmt upplýsingum frá rækjuframleiðendum i Thailandi nam rækjuútflutningur fyrstu 10 mánuði ársins um 2,3 milljörðum dollara sem er 8% aukning frá sama tíma í fyrra. Rækjan er í sókn á öllum mörkum, þar með talinn Bandaríkjamarkaður en þar eru rækjuframleiðendur í Thailandi reyndar sakaðir um undirboð og eiga á hættu að fá sektir.

Ástæðan fyrir velgengni rækjuiðnaðarins í Thailandi er sú að framleiðslan í Indónesíu hefur dregist verulega saman vegna sjúkdóma í rækjueldi.

Talið er að rækjuframleiðslan í Thailandi nái 540 þúsund tonnum á árinu 2009 og áætlað útflutningsverðmæti er 3 milljarðar dollara en var 2,5 milljarðar dollara árið 2008.