þriðjudagur, 25. september 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrengir stöðugt að aðstöðu smábáta í Reykjavíkurhöfn

6. október 2017 kl. 08:00

Þorvaldur Gunnlaugsson, formaður Smábátafélags Reykjavíkur. MYND/HARALDUR JÓNASSON.

Ferðaþjónustan í forgangi

Stöðugt þrengist að aðstöðu smábátasjómanna í gömlu höfninni í Reykjavík. Einkum er það vöxtur ferðaþjónustunnar sem hefur komið niður á smábátasjómönnum. Þeir hafa lengi viljað færa aðstöðu sína úr Suðurbugt þar sem austanáttir hafa verið smábátum skeinuhættar en ekki mætt velvilja hafnaryfirvalda.