mánudagur, 18. febrúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þriðjungur ufsakvótans óveiddur

22. júlí 2016 kl. 08:00

Ufsi

Togurum hefur gengið sérlega erfiðlega að veiða ufsa á fiskveiðiárinu

Nú þegar rúmlega mánuður er eftir af fiskveiðiárinu er tæplega þriðjungur ufsakvótans enn óveiddur. Samkvæmt tölum Fiskistofu í gær var þá búið að veiða tæplega 35.000 tonn af 51.000 tonna kvóta eða 69%. 

Guðjón Guðjónsson skipstjóri á frystitogaranum Arnari HU segir í nýjustu Fiskifréttum að mikið þurfi að hafa fyrir því að fá ufsa, öfugt við þorsk og karfa, og það sem fáist af ufsa sé smátt. „Núna er fullt af skipum að reyna við ufsann allt í kringum landið og þau eiga mjög erfitt með að finna hann. Þetta ástand hefur verið sérstaklega áberandi á yfirstandandi fiskveiðiári á hefðbundnum togaraslóðum,“ segir Guðjón.

Í nýjustu skýrslu Hafrannsóknastofnunar er ufsastofninn sagður vera í góðu ástandi. „Úr því að Hafrannsóknastofnun metur það svo er kannski nærtækast að ætla að ufsinn sé bara í æti einhvers staðar úti í hafi þar sem við ná um ekki til hans,“ segir Guðjón Guðjónsson. 

Sjá nánar viðtal við Guðjón í Fiskifréttum.