sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Tímabundin stöðvun loðnuveiðanna olli stórtjóni

29. febrúar 2008 kl. 07:44

Veiðar hafa verið leyfðar á ný en ákveðinn skaði er skeður

Einmitt meðan veiðar voru bannaðar var loðnan komin í það ástand sem heppilegast er til heilfrystingar á Japansmarkað en japanskir kaupendur gera kröfu um ákveðna hrognafyllingu.

„Hrognafyllingin núna er orðin 23% þannig að við erum á síðasta snúningi að geta fryst fyrir Japansmarkað. Það er stutt í að hrognataka hefjist. Þessi veiðistöðvun olli okkur gríðarlegu tjóni. Við erum að frysta Japansloðnu fyrir 15 milljónir króna á dag um borð í þessu skipi og þá sjá menn hvaða skaði það er þegar búið er að stoppa okkur í fimm daga. Við náðum að frysta smávegis á Japansmarkað áður en veiðistoppið skall á og svo fáum við kannski tvo daga núna í viðbót,“ sagði Guðjón Jóhannsson, skipstjóri á frystiskipinu Hákoni EA, en skipið var þá statt á milli lands og Eyja.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér.