þriðjudagur, 21. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu milljarðar úr sjó í janúar

30. apríl 2019 kl. 12:00

Ýsa

Aflaverðmæti úr sjó varð 10,6 milljarðar króna í janúar, sem er ríflega 10 prósent aukning frá janúar 2018.

Mest munar þar um aukið verðmæti ýsuaflans, sem tvöfaldaðist á milli ára, var 1,9 milljarðar í janúar síðastliðinum en 950 milljónir í janúar 2018. Verðmæti þorskaflans nam 5,8 milljörðum og jókst um 21 prósent, eða 990 milljónir.

Hagstofan greinir frá.

Verðmæti botnfiskaflans jókst um 36 prósent milli ára og varð alls 9,6 milljarðar í janúar, en verðmæti uppsjávaraflans varð einungis 55 milljónir í janúar, en var 1,9 milljarðar í janúar 2018. Meginskýringin þar er að sjálfsögðu loðnubresturinn.

Þá nam verðmæti flatfiskaflans 855 milljónum, og hafði aukist um 50 prósent milli ára.

Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.