miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Togarar: Brimnes og Sólbakur hæst í sínum flokkum

13. ágúst 2009 kl. 11:53

Brimnes RE skilaði mestu aflaverðmæti frystitogara á bolfiskveiðum eða 1.354 milljónum króna (fob) á árinu 2008 og Sólbakur EA varð efstur ísfisktogara með 920 milljónir króna Bæði skipin eru í eigu Brims hf.

Þetta kemur fram í úttekt Fiskifrétta sem unnin er upp úr tölum í nýbirtri skýrslu Hagstofu Íslands. Í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag er birtur afli og aflaverðmæti alls togaraflotans árið 2008 og samanburður við árið á undan.