mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Trillukarl vann mál gegn ríkinu í Hæstarétti

20. mars 2009 kl. 11:24

Már Ólafsson trillukarl á Hólmavík, sem gerir út smábátinn Straum ST,  vann í gær mál gegn ríkinu fyrir Hæstarétti. Í málinu var tekist á um hvort viðmiðunarreglu ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald hefði lagastoð.  Reglan er um að reiknað endurgjald þeirra sem stunda fiskveiðar á smábátum er kjarasamningar taka ekki til, skuli eigi vera lægra en 40% af aflaverðmæti báts.

Héraðsdómur hafði dæmt ríkinu í hag en Hæstiréttur sneri dómi héraðsdóms við. 

 Dómsorð Hæstaréttar er eftirfarandi:

„Felldur er úr gildi úrskurður skattstjórans í Vestfjarðaumdæmi 6. apríl 2005 um að hækka laun Más Ólafssonar í skattskilum stefnda, Lovísu ehf., vegna rekstrarársins 2002, sem staðfestur var með úrskurði yfirskattanefndar 21. júní 2006.

Ákvæði héraðsdóms um málskostnað skal vera óraskað.

Áfrýjandi, íslenska ríkið, greiði stefnda 400.000 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti.“

Á vef Landssambands smábátaeigenda (LS) segir að gera megi ráð fyrir að dómurinn verði til þess að fjölmargir smábátaeigendur eigi rétt á endurgreiðslum frá ríkinu vegna oftekinna skatta.

Á vef LS og vísað er í dóm hæstaréttar í heild. Sjá HÉR