sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Tugmilljóna fjárfestingar í fiskvinnslu HB Granda á Akranesi

7. maí 2008 kl. 14:31

Skrifað hefur verið undir samning um kaup á búnaði til að auka lausfrystingu í fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi.

Búnaðurinn kemur frá Skaganum hf. og þegar hann verður kominn í notkun aukast afköstin í lausfrystingunni úr 800 kg/klst í 2500 kg/klst.

,,Afkastaaukningin þýðir að yfirvinna við lausfrystingu minnkar verulega, gæði afurða batna, og mögulegt verður að framleiða mikið magn ef þörf er,“ segir Torfi Þorsteinsson, forstöðumaður landvinnslu HB Granda á heimasíðu HB Granda hf.

Afkastaaukningin nýtist ekki síst ef mikið framboð er á innlendum fiskmörkuðum eða ef afli skipa félagsins er mikill.

Að sögn Torfa verður sumarleyfistíminn nýttur til að setja upp nýja lausfrystibúnaðinn. Hann segir að um leið verði tækifærið nýtt til að einfalda vinnsluferlið en hinn nýi búnaður er sniðinn að vinnslu á léttsöltuðum, lausfrystum flökum.

Vinnsla á að hefjast að nýju eftir sumarleyfi eða þann 18. ágúst nk.

Þess má og geta að sprautusöltun á ufsa- og þorskflökum hófst í fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi í gær með nýrri sprautusöltunarvél frá Fomaco og að sögn Torfa lofar hún góðu.

Kostnaður vegna þessa búnaðar nemur hátt í 20 milljónum króna. Samningur HB Granda og Skagans hf. er hins vegar að verðmæti 49 milljóna króna. Hluti af greiðslunni er fiskvinnslubúnaður á Vopnafirði og Akranesi sem ekki nýtist félaginu lengur.

Að sögn Torfa er nú sömuleiðis unnið að lagfæringum á fiskiðjuverinu á Akranesi. Verið er að skipta um glugga og mála húsið að utan.