sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Umhverfismerki á norskar rækjur

26. september 2008 kl. 16:28

Norskar rækjur veiddar í Barentshafi verða umhverfisvottaðar með sérstöku merki frá samtökunum Friends of the Sea.

Tilgangurinn er að styrkja trú manna á því að rækjustofninn í Barentshafi sé nýttur á sjálfbæran hátt og er þess vænst að umhverfismerkingin muni örva sölu á norskum rækjum, að því er segir í frétt frá Norges Råfisklag, sölusamtökum norskra fiskimanna.

Þetta er áframhald þeirrar þróunar í Noregi að fá erlend umhverfisvottunarsamtök til þess að votta sjávarafurðir sínar og fá að nota merki þeirra. Nú þegar hefur norskur ufsi verið vottaður af MSC-samtökunum.

Jafnframt hafa Norðmenn óskað eftir því við MSC að samtökin votti veiðar þeirra á þorski, ýsu og norsk-íslenskri síld. Nái það fram að ganga verða flestir mikilvægustu fiskistofnar Norðmanna komnir með umhverfisvottun áður en langt um líður.

Sem kunnugt er hafa Íslendingar ekki viljað fara þá leið sem Norðmenn hafa kosið í þessu efni, heldur hefur verið ákveðið að koma upp séríslensku umhverfismerki fyrir íslenskar sjávarafurðir.

Nýja merkið verður kynnt í fyrsta sinn á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem hefst í Kópavogi í næstu viku. Hagsmunaaðilar í íslenskum sjávarútvegi hafa jafnframt ákveðið með fulltingi stjórnvalda að óska eftir vottun óháðs og alþjóðlega viðurkennds, faggilts vottunaraðila til að staðfesta ábyrgar fiskveiðar Íslendinga.