þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Undir herskipavernd á slóðum sjóræningja

19. mars 2009 kl. 16:11

Togbáturinn Skinney SF-20 sigldi undir herskipavernd í síðustu viku á slóðum sjóræningja úti fyrir Sómalíu á leið sinni frá Taiwan til Íslands. Viðburðaríkri heimsiglingu skipsins er lýst í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Siglingaleið skipsins í heild er 10.500 sjómílur. Um miðja þessa viku var það statt í Rauðahafi og hættan á sjóránum að baki. Þá ræddu Fiskifréttir við Jón Reyni Eyjólfsson, siglingaskipstjóra á Skinney SF-20. Hann lýsti meðal annar siglingunni í gegnum Malakkasund sem er annað alræmt sjóræningjasvæði. “Við urðum ekki varir við neitt torkennilegt í Malakkasundi en við fréttum það seinna að ráðist hefði verið um borð í dráttarbát sem sigldi um tíma samhliða okkur. Skipstjóri og stýrimaður bátsins voru teknir í gíslingu.”

Sjá nánar í Fiskifréttum.