laugardagur, 19. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Undirrituðu samning um nýsmíði báts

15. september 2017 kl. 16:49

Hleð spilara...

Útgerðarmaðurinn Pétur Pétursson frá Arnarstapa á Snæfellsnesi skrifaði á íslensku sjávarútvegssýningunni í gær undir nýsmíðasamning við Bredgaard Bateværft í Danmörku.

Útgerðarmaðurinn Pétur Pétursson frá Arnarstapa á Snæfellsnesi skrifaði á íslensku sjávarútvegssýningunni í gær undir nýsmíðasamning við Bredgaard Bateværft í Danmörku. Um er að ræða bát sem á að leysa af hólmi þann fengsæla bát Bárð SH-81. Undirskriftin fór fram í bás Aflhluta ehf á sýningunni sem er umboðsaðili Bredgaard Bateværft. 

Nýsmíðin verður umtalsvert stærri en eldri báturinn. Um er að ræða stærsta bát sem smíðaður hefur verið úr trefjaplasti fyrir Íslenskan útgerðarmann. Nýr Bárður SH-81 verður 25,18 metrar á lengd og 7 metra breiður og djúpristan 2,5 metrar.

Pétur hefur í samstarfi við hönnuð bátsins Borghegn Yachtdesign hannað alla megin þætti sem lúta að útfærslum ofandekks. Smíðin á nýjum Bárði hefst innan nokkurra vikna og er áætluð að smíðin taki eitt ár. Smíðin verður undir eftirliti flokkunarfélagsins Bureau Veritas í Danmörku. 

Aflhlutir til með að skaffa allan vélbúnað í nýjan Bárð SH og má þar nefna aðalvél frá MAN, ljósavélar frá ZENORO með John Deere vélum og Stamford rafölum, gír frá TWIN DISC gír, skrúfubúnað frá Teignbridge og TRAC hliðarskrúfur.