mánudagur, 25. mars 2019
 

Gert hlé á kolmunnaveiðum að sinni

Síldarvinnslan hefur tekið á móti 39.674 tonnum af kolmunna til vinnslu það sem af er vertíð. Til Neskaupstaðar hafa borist 26.544 tonn og til Seyðisfjarðar 13.130 tonn.

Breskir sjómenn sakaðir um stórfellt brottkast

Enginn undirmálsfiskur reyndist í aflanum. Talið að um 7.500 tonnum af smáþorski hafi verið hent í sjóinn við veiðar í Norðursjó á síðasta ári.

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Unglax reynist vera duglegur kafari

8. nóvember 2018 kl. 12:30

Endurheimtur lax með mælimerki í kviðarholi. Mynd/Hafró

Unglax á það til að kafa allt niður á tæplega tólf hundruð metra dýpi, og tengist það fæðuatferli þeirra, að talið er. Laxarnir voru merktir með rafeindamerkjum íslenska hátæknifyrirtækisins Stjörnu-Odda.

Rannsókn nokkurra sérfræðinga á ferskvatnslífríkissviði Hafrannsóknastofnunar hefur dregið fram athyglisvert atferli unglaxa í hafi. Þeir eiga það til að kafa allt niður á tæplega tólf hundruð metra dýpi, og tengist það fæðuatferli þeirra, að talið er.

Nýlega birtist grein þeirra „Deep-diving of Atlantic salmon (Salmo salar) during their marine feeding migrations“ í tímaritinu Environmental Biology of Fishes, þar sem þessu atferli er lýst.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun þar sem segir ennfremur:

Í greininni er fjallað um dýpishegðun og sérstaklega djúpar dýfur sjö endurheimtra laxa í sjávardvöl þeirra á 15 mánaða tímabili, sem nær yfir alla sjávardvöl laxanna. Árin 2005 og 2006 voru laxaseiði merkt með rafeindamerkjum sem komið var fyrir í kviðarholi seiðanna og sleppt í Kiðafellsá í Kjós. Rafeindamerkin voru framleidd af íslenska hátæknifyrirtækinu Stjörnu-Odda og skráðu hita og dýpi (þrýsting) á klukkustundar fresti. Mestan hluta tímans voru laxarnir á tiltölulega litlu dýpi (<100m), en sýndu dægursveiflur allan tímann, þar sem fiskarnir héldu sig nálægt yfirborði sjávar yfir nóttina en köfuðu niður á meira dýpi yfir daginn.

Dægursveiflunar voru sérstaklega áberandi frá hausti fram á vor. Þegar leið á sjávardvölina fóru laxarnir að taka stuttar djúpar dýfur (>100 m) og jókst tíðni og lengd dýfanna er leið á veturinn. Þessar djúpu dýfur höfðu áður sést hjá hoplöxum en þetta er í fyrsta skipti sem þær sjást hjá unglaxi.

Mesta dýpi sem laxarnir sýndu var frá 419 metrar til 1.187 metrar. Flestar dýfurnar voru innan við 5 klukkustundir en lengsta dýfan var 33 klukkustundir. Algengast var að dýfurnar hæfust á kvöldin eða að nóttu til.

Tilgáta höfunda er sú að djúpar dýfur laxanna tengist fæðuatferli, en þekkt er að miðsjávarfiskar geta verið mikilvæg fæða fyrir laxa að vetrarlagi.