þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ungum sjómönnum fækkar í Noregi

17. nóvember 2009 kl. 15:00

Ungum sjómönnum hefur fækkað um 75% í Noregi á síðustu tveim áratugum, að því er fram kemur í frétt í norska ríkissjónvarpinu.

Í upphafi 10. áratugar síðustu aldar voru 6.697 sjómenn á aldursbilinu 20-29 ára en fjöldi þeirra var kominn niður í 1.688 árið 2008.

Ef menn þurfa að greiða 6 milljónir norskra króna (120 milljónir króna íslenskar) fyrir hraðfiskibát til þess að geta hafið sjómennsku er hætt við því að það renni tvær grímur á þá, er haft eftir fræðimanni við háskólann í Tromsø sem hefur rannsakað þessa þróun.

Hann bætir því við kvótakerfið norska og sú staðreynd að nýir aðilar þurfi að kaupa sig fullu verði inn í kerfið komi í veg fyrir að ungir menn fari í greinina nema þá þeir sem hafi greiðan aðgang að fjármagni. Menn sem geti haft um 13 milljónir króna í árslaun í olíuiðnaðinum án þess að hafa sérstaka menntun leiti því frekar þangað en að freista gæfunnar með því leggja út í fjárfestingar til að skapa sér starfsvettvang á sjó.