föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útvegsmenn á Vestfjörðum fagna auknum aflaheimildum

17. janúar 2009 kl. 11:25

Útvegsmannafélag Vestfjarða hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið fagnar þeirri ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að auka heildaraflamark í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári um 30.000 tonn.

Félagið fagnar því jafnframt að gert sé ráð fyrir að heildaraflamark í þorski verði ekki lægra en 160.000 tonn á næsta fiskveiðiári. Ætla megi að útflutningsverðmæti aflaaukningarinnar geti numið að minnsta kosti 10 milljörðum króna.