sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Útvegsmenn vestra hvetja til áframhaldandi hvalveiða

5. september 2008 kl. 13:12

Aðalfundur Útvegsmannafélags Vestfjarða sem haldinn var á Ísafirði í gær, leggur áherslu á að hvalveiðum í atvinnuskyni verði haldið áfram, bæði á hrefnu og langreyði.

Bent er á að hvorki stofnar hrefnu né langreyðar séu í útrýmingarhættu og sjálfbærar veiðar í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar muni ekki ganga um of á þessa stofna að mati vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ráðið sjálft hafi ennfremur úrskurðað að hvalveiðar Íslendinga séu fyllilega löglegar.

Síðan segir í ályktuninni:

,,Til að framhald geti orðið á veiðum á langreyði í atvinnuskyni þarf að tryggja að útflutningur á hvalkjöti til Japan verði að veruleika, en engar alþjóðlegar reglur eða lög banna þau viðskipti. Stærð hvalastofna við landið er nú nálægt sögulegu hámarki og er afrán þeirra úr vistkerfinu verulegt, eða um 6 milljónir tonna á ári. Þar af eru um 2 milljónir tonna fiskur. Verði stærð hvalastofna haldið í skefjum með sjálfbærum veiðum getur það leitt til þess að þorskstofninn vaxi mun hraðar en ella, enda éta hvalir, samkvæmt mati Hafrannsóknastofnunarinnar, um milljón tonn af loðnu og gífurlegt magn af sandsíli árlega. Báðar þessar fiskitegundir eru undirstöðufæða þorsksins. Þar að auki hafa rannsóknir sýnt að hrefnan étur umtalsvert magn af veiðanlegum þorski.”

Að auki var ályktað á aðalfundi félagsins að auðlindagjald sem lagt er á sjávarútveg einan atvinnugreina verði fellt strax niður, þannig að sjávarútvegurinn njóti jafnræðis við aðrar atvinnugreinar