sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Valka byggir upp hátæknivinnslu í Rússlandi

14. nóvember 2018 kl. 09:15

Helgi Hjálmarsson framkvæmdastjóri Völku

Samningur Völku og Murman Seafood hljóðar upp á 1,3 milljarða.

Tæknifyrirtækið Valka hefur samið við rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í borginni Kola í Murmansk í Rússlandi.  Fiskvinnslan er fyrsta sinnar tegundar í landinu og verður tæknilegasta bolfiskvinnslan í Rússlandi að uppsetningu lokinni. 

Valka mun hafa yfirumsjón með verkefninu en auk Völku koma fleiri tækjaframleiðendur að uppsetningu vinnslunnar. Heildar samningurinn hljóðar upp á 1,3 milljarða króna.

Murman Seafood gerir út sex frystitogara og er eitt þeirra fyrirtækja sem fékk úthlutað viðbótarkvóta hjá rússneskum yfirvöldum gegn því að fjárfesta í landvinnslu. Vinnsluhúsið sem byggt verður frá grunni verður búið nýjustu tækni og tækjum og þar á meðal eru sjálfvirkar beina- og bitaskurðavélar frá Völku.

Hámarka verðmæti

Með nýja vinnslukerfinu gefst Murman Seafood tækifæri til þess að hámarka verðmæti þeirra 50 tonna af hráefni sem áætlað er að vinna í nýju vinnslunni á degi hverjum. Fram að þessu hefur hráefnið að mestu leyti verið selt heilfryst en með þessari fjárfestingu getur fyrirtækið boðið upp á ferskar hágæða vörur sem eru tilbúnar á neytendamarkað.

Verkefnið hefur verið í undirbúningi í rúmlega eitt ár og er gangsetning áætluð síðla sumars 2019.

Tæknilegasta vinnslan

„Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna að undirbúningi að þessu metnaðarfulla verkefni með Murman Seafood. Þetta er fyrsta verkefni þessarar tegundar hjá Völku og stefnum við að því að þróa starfsemi okkar enn frekar í þessa átt. Ávinningurinn af því að einn aðili sjái um allan tækjabúnað í stað fjölmargra fyrirtækja er að flýta vinnsluferlinu og sjá til þess að flæðið í vinnslunni sé með sem bestu móti.  Með þessari nálgun verður vinnslan sú tæknilegasta í Rússlandi, framleiðnin hámörkuð og fiskurinn skorinn með þeim hætti að verðmæti hans sé sem mest,“ segir Helgi Hjálmarsson framkvæmdastjóri Völku ehf, í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Með byggingu á þessari hátækniverksmiðju erum við að bregðast við þörfum markaðarins og bæta samkeppnisstöðu okkar á alþjóðamarkaði. Við munum áfram framleiða hefðbundnar flakaafurðir en einnig hefja framleiðslu á bitum sem kallar á aukinn sveigjanleika og tæknistig í vinnslunni. Afurðirnar okkar verða seldar bæði innanlands og til útflutnings.

Við erum afar ánægðir með samstarfið við Völku fram að þessu, þeir eru mjög lausnamiðaður samstarfsaðili. Vinnslulínan frá þeim er sú fullkomnasta sem er í boði í dag og mun skapa okkur ákveðna sérstöðu,“ segir Denis V. Khiznyakov, framkvæmdastjóri landvinnslu hjá Murman Seafood.