miðvikudagur, 18. júlí 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiða síld fyrir austan en makríl fyrir vestan

3. ágúst 2017 kl. 14:43

Makrílvinnsla gengur vel hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Ljósm. Sylvía Kolbrá Hákonardóttir

Vinnsla á makríl og síld gengur vel í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað

Frá þessu segir í frétt á heimasíðu fyrirtækisins en í gær var lokið við að vinna síld úr Beiti NK en þá hófst vinnsla á síld og makríl úr Berki NK.

Börkur kom með um 350 tonn í gær og fékkst aflinn eystra. Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri segir í fréttinni að þeir hafi tekið tvö síldarhol yst í Reyðarfjarðardýpinu og síðan eitt makrílhol austur úr Hvalbak. Þá kom Bjarni Ólafsson AK í morgun með rúmlega 400 tonn af makríl sem fengust fyrir vestan land.
 

Gert er ráð fyrir að lokið verði við að vinna aflann í fyrramálið. Síðan verður fiskiðjuverið þrifið og vöktum væntanlega slitið annað kvöld. Gefið verður helgarfrí þannig að starfsfólk geti notið Neistaflugshátíðarinnar og safnað kröftum fyrir framhald makríl- og síldarvertíðarinnar, segir þar.