mánudagur, 25. mars 2019
 

Gert hlé á kolmunnaveiðum að sinni

Síldarvinnslan hefur tekið á móti 39.674 tonnum af kolmunna til vinnslu það sem af er vertíð. Til Neskaupstaðar hafa borist 26.544 tonn og til Seyðisfjarðar 13.130 tonn.

Breskir sjómenn sakaðir um stórfellt brottkast

Enginn undirmálsfiskur reyndist í aflanum. Talið að um 7.500 tonnum af smáþorski hafi verið hent í sjóinn við veiðar í Norðursjó á síðasta ári.

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Venus NS lokið veiðum á íslenskri sumargotssíld

Guðjón Guðmundsson
8. nóvember 2018 kl. 10:51

Guðlaugur Jónsson í brúnni á Venusi. MYND/JÓN SIGURÐSSON

Heldur í kolmunnaleit

Venus NS var að landa um sextán hundruð tonnum af íslenskri sumargotssíld á Vopnafirði þegar tal náðist af Guðlaugi Jónssyni skipstjóra. Guðlaugur var þó ekki með skipið í umræddum túr heldur Theódór Þórðarson. Hann var mættur austur til að taka við skipinu og leita fyrir sér með kolmunna úti fyrir Austurlandi og færeysku lögsögunni.

gugu@fiskifrettir.is

Guðlaugur segir að sér sýnist að veiðiheimildir í kolmunna ættu að duga fram til jóla. Ekkert hafi þó sést til kolmunna enn en Hoffelið - skip Loðnuvinnslunnar - var við leit.

„Það lítur ekki vel út með uppsjávarveiðarnar eins og staðan er. Ástandið er ótryggt og fiskifræðingar vilja meina að það sé engin loðna. Spurning er hvort fiskifræði sjómannsins sé betri. Það kemur samt ekki í ljós fyrr en í janúar hvort einhver loðnuveiði verði. Það hefur nú oft komið upp loðna þá. En það er mjög erfitt að plana nokkuð þegar staðan er svona,“ segir Guðlaugur.

Hann segir loðnugöngurnar með allt öðrum hætti en menn eigi að venjast. Loðna hafi hrygnt fyrir norðan síðastliðið vor og stærsta loðnugangan hafi verið þar.

Miklir hagsmunir í Færeyjum

„Maður veit ekkert hvað gerist í framhaldinu. Hoffelið var þarna fyrir endaðan mars og þá var óhemjumagn af loðnu að sjá. Hrygningarsvæði fisks hafa tekið miklum breytingum og menn rekja það m.a. til hlýnunar í hafinu. En nú er sjórinn að kólna. Þetta er allt orðið svo snúið að menn eru farnir að snúast í hringi. En það að sjórinn sé að kólna gæti gefið fyrirheit um betri göngur og þær fari aftur í gamla farvatnið. Verra er að það er alltof of mikið af hval sem tekur mikið af loðnunni. Honum hefur fjölgað mikið og þarf sitt. Eitthvað þarf þorskurinn líka,“ segir Guðlaugur.

Hann segir uppsjávarútgerðina hafa mikla hagsmuna að gæta hvað varðar kolmunnaveiðar innan færeyskrar lögsögu. Eins og fram hefur komið hefur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagt að það halli á Íslendinga í gagnkvæmum samningum við Færeyinga. Heimildir þeirra til veiða á bolfiski og loðnu í íslenskri lögsögu séu verðmætari en heimildir til kolmunnaveiða fyrir íslensk skip í færeyskri lögsögu. Þá virðist sem makríllinn sé kominn með norskt ríkisfang.

„En það kemur alltaf eitthvað sem bjargar málum. Það er mín reynsla eftir öll þessi ár. Uppsjávarveiðarnar eru með þessum ósköpum að vera alltaf annað hvort í ökkla eða eyra. Eina sem við vitum núna er að Hoffellið hefur leitað kolmunna í íslenskri lögsögu og lítið sem ekkert séð. Hoffellið er núna komið í færeyska lögsögu til leitar,“ segir Guðlaugur.