föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verð á fiskimjöli í sögulegum hæðum

12. nóvember 2009 kl. 15:30

Heimsmarkaðsverð á fiskimjöli hefur hækkað jafnt og þétt frá því í vor og er nú komið í sögulegar hæðir. Á fréttavef Bloomberg kemur fram að verðið hafi aldrei verið hærra á þessari öld að minnsta kosti og það hefur rúmlega fimmfaldast frá því sem það var lægst sumarið 2000.

Hlynur Veigarsson, sölustjóri mjöls og lýsis hjá Síldarvinnslunni hf., sagði í samtali við Fiskifréttir að heimsmarkaðsverð á fiskimjöli væri nú komið í um 1.350-1.400 dollara fob frá Perú á tonnið. Til samanburðar má geta þess að verðið var hæst rúmir 1.000 dollarar á tonnið í fyrrahaust en það fór lægst niður í 800 dollara í fyrra.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.