föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verð á iðnaðarrækju hækkar

26. nóvember 2009 kl. 13:38

Heildarveiði á rækju í Norður-Atlantshafi er að dragast saman. Í kjölfarið hefur verð á iðnaðarrækju styrkst og birgðir eru að hverfa. Verð á iðnaðarrækju hefur hækkað um 10% í erlendri mynt á einu ári.

Þessar upplýsingar koma fram í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag. Rætt er við Óttars Yngvasonar hjá Reyktal sem gerir út nokkra rækjufrystitogara sem stundað hafa veiðar á Flæmingjagrunni og í Barentshafi.

Óttar sagði að veiðar á rækju í Norður-Atlantshafi almennt séð færu minnkandi. ,,Í Grænlandi var kvótinn fyrir nokkrum árum 150 þúsund tonn en hann er nú kominn niður í 110 þúsund tonn og óvíst að hann náist. Strandveiðin við Kanada hefur minnkað á þessu ári vegna verkfalls og deilna um verð. Veiðar á Flæmingjagrunni eru minni en áður aðallega vegna þess að skipin hafa ekki nýtt sér sóknardaga þar. Ætla má að nú séu aðeins um 5-10% sóknardaga nýttir. Á sama tíma og dregið hefur úr heildarveiði er verð á iðnaðarrækju að styrkjast og birgðir eru að hverfa. Útlitið þessa stundina er nokkuð gott. Hér er ekki um neina stökkbreytingu að ræða sem betur fer vil ég segja enda er sígandi lukka best,“ sagði Óttar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.