þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verð á leigukvóta í ýsu hefur fimmfaldast

21. janúar 2010 kl. 15:08

Búist við frosti á leigumarkaði það sem eftir er af fiskveiðiárinu

Markaður með leigukvóta hefur verið meira eða minna frosinn frá því í fyrrasumar. Fá teikn eru á lofti um að framboð aukist á næstunni og því er spáð að þetta ástand muni vara það sem eftir er kvótaársins, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Verulega dró úr framboði á ýsu og þorski á leigumarkaðnum í fyrra strax og niðurstöður úr vorralli lágu fyrir. Björn Jónsson hjá Kvótamiðlun LÍÚ segir í samtali við Fiskifréttir að nú sé lítið sem ekkert framboð af leigukvóta í öllum helstu fisktegundum. Lítilsháttar framboð sé þó af leigukvóta í ýsu en hún sé leigð á mjög háu verði. Leigan er um 190 krónur á kíló og hún fór í 200 krónur um tíma. Á sama tíma í fyrra var leigan á ýsunni 40 krónur á kílóið þannig að það hefur tæplega fimmfaldast á einu ári.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.