sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Verð á leigukvóta í ýsu hefur fimmfaldast

21. janúar 2010 kl. 15:08

Búist við frosti á leigumarkaði það sem eftir er af fiskveiðiárinu

Markaður með leigukvóta hefur verið meira eða minna frosinn frá því í fyrrasumar. Fá teikn eru á lofti um að framboð aukist á næstunni og því er spáð að þetta ástand muni vara það sem eftir er kvótaársins, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Verulega dró úr framboði á ýsu og þorski á leigumarkaðnum í fyrra strax og niðurstöður úr vorralli lágu fyrir. Björn Jónsson hjá Kvótamiðlun LÍÚ segir í samtali við Fiskifréttir að nú sé lítið sem ekkert framboð af leigukvóta í öllum helstu fisktegundum. Lítilsháttar framboð sé þó af leigukvóta í ýsu en hún sé leigð á mjög háu verði. Leigan er um 190 krónur á kíló og hún fór í 200 krónur um tíma. Á sama tíma í fyrra var leigan á ýsunni 40 krónur á kílóið þannig að það hefur tæplega fimmfaldast á einu ári.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.