miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðlækkun á humri á erlendum mörkuðum

27. ágúst 2009 kl. 15:30

Veiðar og vinnsla á humri hafa gengið vel í sumar. Humarinn hefur lækkað mikið í verði erlendis eins og fleiri sjávarafurðir í hærri verðflokkum, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

  Rætt er við Jón Pál Kristófersson rekstrarstjóra Ramma hf. í Þorlákshöfn en félagið er umsvifamikið í veiðum og vinnslu á humri. Jón sagði að gert væri ráð fyrir því að Rammi vinni um 140 tonn miðað við slitið á þessu kvótaári.

 ,,Heili humarinn frá okkur fer að mestu inn á Spánarmarkað. Efnahagsástandið þar er lítið skárra en hér á landi ef ekki verra. Okkur hefur þó tekist að selja megnið af framleiðslunni enn sem komið er. Við höfum þurft að taka á okkur 25 til 30% verðlækkun í erlendri mynt til þess að halda sölunni gangandi. Hér gildir það sama og um þorskinn að þær sjávarafurðir sem hæst verð fékkst fyrir áður lækka hlutfallslega mest. Við fáum þrátt fyrir þessa verðlækkun hærra verð í krónum talið en að sama skapi er megnið af okkar aðföngum að taka mið af gengi krónunnar og hefur því kostnaðurinn hækkað sem því nemur alla jafna,“ sagði Jón Páll.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.