fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðmæti grásleppuafurða tvöfaldast milli ára

12. janúar 2010 kl. 09:19

Útflutningsverðmæti grásleppuafurða - saltaðra hrogna og kavíars var hærra en nokkru sinni á sl. ári.  Þegar mánuður var eftir af árinu höfðu verðmætin aukist um 920 milljónir miðað við allt árið 2008, sem var einnig mjög gott ár.  

Á vef Landssambands smábátaeigena segir að fyrstu ellefu mánuðir síðasta árs hafi skilað um 2,3 milljörðum í útflutningsverðmæti sem sé 107% aukning miðað við sama tímabil 2008.

Frakkar eru eins og fyrr langstærstu kaupendur af grásleppukavíar, næstir þeim voru Þjóðverjar sem í mörg fyrri ár hafa haldið sig neðarlega á listanum.

Af söltuðum hrognum var mest flutt út til Þýskalands, Svíar komu þar skammt á eftir og Danir voru þriðju stærstu kaupendurnir.