sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Virði norska útvegsfyrirtækja í kauphöll minnkar um helming

16. september 2008 kl. 14:52

Verðmæti hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum sem skráð eru í norsku kauphöllinni hefur minnkað um 47% á síðustu 12 mánuðum eða um 29 milljarða norskra króna, jafnvirði 460 milljarða ísl. króna á núverandi gengi.

Fyrir einu ári var sjávarútvegurinn í Noregi í vexti og bjartsýni ríkti meðal fjárfesta.

Síðan þá dvínuðu væntingarnar verulega vegna sjúkdóma í fiskeldi og aukins framleiðslukostnaðar, að því er fram kemur í norska blaðinu Fiskeribladet/Fiskaren.

Frá 10. september 2007 til 10. september 2008 féllu hlutabréf í Codfarmers um 55%, í Austevoll Seafood um 53%, í Marine Harvest um 52%, í Cermaq um 51% og í Aker Seafood um 49%.

Marine Harvest er langstærst þessara fyrirtækja en virði hlutabréfa þess nú nemur 11 milljörðum 654 milljónum norskra króna.