föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vísbendingar um slakan þorskárgang 2009

5. nóvember 2009 kl. 11:39

Samkvæmt fyrstu niðurstöðum um fjölda þorskseiða virðist 2009 árgangur þorsks slakur og svipaður og árin 2004-2006. Fyrstu merki um 2009 árgang ýsu benda til þess, að sá árgangur sé langt undir meðaltali á grunnslóð. Þetta kom fram í nýafstöðnum árlegum rækjurannsóknum á grunnslóð, en samhliða þeim voru stundaðar aðrar fiskirannsóknir.

,,Í rækjuleiðöngrunum fáum við jafnan fyrstu vísbendingarnar um uppvaxandi árganga. Núna er verið að vinna úr gögnum sem fengust í haustrallinu og þá fáum við fleiri vísbendingar,” sagði Björn Ævarr Steinarsson fiskfræðingur á Hafrannsóknastofnun í samtali við Fiskifréttir og kvað of snemmt að tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstöður haustrallsins lægju fyrir.