þriðjudagur, 21. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vísitölur helstu stofna fara lækkandi

27. apríl 2019 kl. 09:00

Mynd/Þorgeir Baldursson

Árgangur þorsks frá 2017 virðist vera nálægt meðallagi í fjölda en fyrstu mælingar á árgangi 2018 benda til að hann sé undir meðalstærð. Árgangur ýsu frá 2017 mælist nálægt meðallagi en mælingin í ár sýnir að 2018 árgangur ýsu er lélegur.

Hafrannsóknastofnun hefur gefið út skýrslu þar sem greint er frá helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 26. febrúar til 20. mars. Verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985.

Vísitölur fara lækkandi

Stofnvísitala þorsks hefur lækkað síðustu tvö ár, en er þó hærri en árin 1985-2011. Vísitölur ýsu og ufsa lækkuðu frá fyrra ári, eftir að hafa farið hækkandi frá 2014. Vísitölur gullkarfa, löngu og langlúru eru háar miðað við síðustu þrjá áratugi. Vísitölur steinbíts, keilu, skarkola, þykkvalúru, lýsu og skötusels eru nú nálægt meðaltali tímabilsins, en stofnar hlýra, tindaskötu og skrápflúru eru í sögulegu lágmarki. Vísitala grásleppu hefur farið lækkandi frá 2015 og er nú undir meðaltali áranna frá 1985.

Lélegur ýsuárgangur

Árgangur þorsks frá 2017 virðist vera nálægt meðallagi í fjölda en fyrstu mælingar á árgangi 2018 benda til að hann sé undir meðalstærð. Árgangur ýsu frá 2017 mælist nálægt meðallagi en mælingin í ár sýnir að 2018 árgangur ýsu er lélegur.

Meðalþyngd 1-5 ára þorsks mældist undir meðaltali áranna 1985-2019, en meðalþyngd eldri þorsks var um eða yfir meðaltali. Mælingar síðustu fjögurra ára sýna þó að árgangurinn frá 2015 er með þeim léttari frá 1985. Meðalþyngd ýsu eftir aldri hefur verið há undanfarin ár og mældist nú yfir meðaltali hjá öllum aldurshópum nema 1 og 2 ára.

þorsks og ýsu eins og ávallt á þessum árstíma. Loðna fékkst í mögum þorsks víðast hvar við landið og mest var í mögum fyrir sunnan og vestan. Fyrir ári síðan fékkst mikið af loðnu í mögum þorsks á grunnslóð við norðanvert landið, en svo var ekki í ár. Sjálfrán er ekki algengt hjá þorski á þessum árstíma.

Breytt útbreiðsla

Útbreiðsla ýmissa tegunda hefur breyst á tímabilinu, t.d. ýsu og skötusels þar sem þungamiðja útbreiðslunnar hefur færst vestur og norður fyrir land.

Stofnmælingar síðustu ára bendir til að útbreiðsla skötusels sé farin að líkjast því sem var fyrir aldamót þegar stofninn var lítill. Magn ýmiss