mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vorralli Hafró að ljúka

20. mars 2009 kl. 10:17

Um helgina líkur árlegri stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum, eða togararalli eins og verkefnið er kallað í daglegu tali. Verkefnið hófst í byrjun mars. Fimm skip taka þátt í verkefninu: Togararnir Bjartur NK, Ljósafell SU og Páll Pálsson ÍS og rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson.

Vorrallið hefur farið fram árlega síðan 1985. Helstu markmið verkefnisins eru að fylgjast með breytingum á stofnstærðum, aldurssamsetningu, fæðu, ástandi og útbreiðslu helstu fisktegunda við landið, og hitastigi sjávar.

Allar tegundir fiska sem veiðast eru lengdarmældar og margar tegundir auk þess vigtaðar, kyn- og kynþroskagreindar og kvörnum safnað til aldursgreininga. Þá er fæða þorsks og ýsu greind úti á sjó. Auk mælinga á afla eru skráðar upplýsingar um opnun vörpunnar, veðurfar og sjávarhita við yfirborð og botn. Ennfremur er safnað sýnum vegna ýmissa rannsókna, t.d. á mengandi efnum í sjávarfangi.

Rannsóknasvæðið nær yfir allt landgrunnið niður á 500 m dýpi – alls tæplega 600 togstöðvar, eins og sést á mynd HÉR

Ferðir skipanna sést HÉRNA