föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfir 200 kr/kg meðalverð á fiskmörkuðunum á árinu

12. nóvember 2009 kl. 10:42

Meðalverðið á íslensku fiskmörkuðunum frá janúar til október var 200,39 krónur á kílóið. Þetta er í fyrsta skipti sem verðið fer yfir 200 krónur á þessu tímabili.  Meðalverð á sama tíma árið 2008 var 175,62 kr/kg. Þetta er 14% hækkun milli ára.

Alls var selt fyrir 18.118 milljónir króna fyrstu 10 mánuði ársins sem er það langmesta á þessu tímabili til þessa. Þetta er 29,2% meira en í fyrra.

Seld voru liðlega 90.000 tonn sem er það næstmesta á þessum tíma. Aukningin frá því í fyrra nemur rúmlega 13%.

Mest var selt af fiski á fiskmörkuðunum árið 2006 eða 93.140 tonn.

Sjá nánar á vef Reiknistofu fiskmarkaða, HÉR