föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

október, 2008

 

Engin ákvörðun hefur verið tekin um aukinn þorskkvóta vegna þeirra efnahagsþrenginga sem yfir hafa dunið, að því er fram kom hjá Geir H. Haarde forsætisráðherra í ræðu sem hann hélt á aðalfundi LÍÚ fyrir stundu.


 

„Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins er sannarlega eitt af því sem er ósamrýmanlegast íslenskum hagsmunum,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í ræðu sem hann hélt fyrir stundu á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna.


 

„Rækjustofninn í Arnarfirði hefur náð sér verulega á strik og lagt er til að leyfðar verði veiðar á 500 tonnum í vetur. Heimilt var að veiða 150 tonn síðastliðinn vetur en langtímameðaltal rækjuveiða í Arnarfirði er um 650 tonn,“ sagði Unnur Skúladóttir fiskifræðingur í samtali við Fiskifréttir, sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag, er rætt var við hana um helstu niðurstöður úr mælingum á innfjarðarrækju sem nú er nýlokið.   Vísitala stofnstærðar rækju í Arnarfirði hefur aukist mikið frá því í fyrra. Nýliðun mældist ágæt og þarna er rækja á aldursbilinu frá 2ja til 6 ára og jafnvel eldri.


 

Stjörnu-Oddi vinnur að þróun flokkunarbúnaðar sem velur sjálfvirkt neðansjávar fiskstærðir og fisktegundir sem æskilegt þykir að halda eftir í trollinu en hleypir hinum fiskinum út.


 

?Sjávarútvegurinn er sterkasti atvinnuvegur landsins,? segja aðstandendur vefsins


 

Undanfarna daga hefur tuttugu manna hópur þingmanna úr sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins verið í heimsókn hérlendis.


 

Breskir fisksalar á Humbersvæðinu gengu í að koma gjaldeyrisfærslum til Íslands í lag.


 

Fiskistofa hefur nú lokið endurúthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2006/2007, og er úthlutun byggðakvóta þess fiskveiðiárs því endanlega lokið.


 

„Það er mjög erfitt að átta sig á því hve mikið er af síld hér á svæðinu. Aðstæður eru mjög erfiðar og síldin heldur sig utan í hólmum og skerjum og svo er mikil ferð á henni. Hún syndir hér fram og til baka og sennilega fylgir hún föllunum,“ sagði Albert Sveinsson skipstjóri á Faxa RE er tíðindamaðurheimasíðu HB Grandanáði tali af honum upp úr hádeginu í dag.


 

Seinustu árin hefur útbreiðsla makríls á fæðuslóð færst norðar og vestar en áður var. Þetta er talið tengjast hlýnandi umhverfi og endurspeglast í auknum makrílgöngum á Íslandsmið.


 

Aðalfundur LS: Hafró skuldar þjóðinni skýringar


 

„Menn reyna að bera sig mannalega en það er auðvitað ekkert hægt að skafa utan af því, staðan er skelfilega slæm,“ segir Gylfi Gunnarsson útgerðarmaður í Grímsey í samtali við Vikudag á Akureyri.


 

Nú er tilbúin frumgerð að hugbúnaði fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem leggur til hagkvæmasta fyrirkomulagið í veiðum og vinnslu á fiski, getur aukið virði sjávarfangs og um leið stuðlað að auknum hagnaði fyrirtækja.


 

Í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu er m.a. eftirfarandi efni.


 

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ljóst að við fall fjármálageirans aukist vægi sjávarútvegs í íslenska þjóðarbúskapnum frá því sem verið hafi á allra síðustu árum.


 

Íslenskum stjórnvöldum hefur verið boðið að senda áheyrnarfulltrúa á strandríkjafund um makrílkvóta næsta árs, sem haldinn verður í London í lok þessa mánaðar, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag.


 

„Það var dálítið af síld að sjá í Kiðeyjarsundinu vestur af Stykkishólmi en svæðið er þröngt og eftir að tveir til þrír bátar eru búnir að kasta er eins og síldin styggist og hrökkvi inn á milli skerja. Svo síast hún út aftur ef hún fær frið,” sagði Sigurbergur Hauksson skipstjóri á Berki NK þegar Fiskifréttir náðu tali af honum í gær, en þá var skipið á leið til Neskaupstaðar til löndunar með 1.000 tonna afla.


 

Í gær varð veruleg hækkun á fiskverði á fiskmörkuðunum.


 

24. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda hefst á morgun, fimmtudag, í Turninum í Kópavogi og stendur í tvo daga.


 

Ingunn AK kom til Vopnafjarðar í morgun með um 1300 tonn af síld sem fengust í Síldarsmugunni, skammt utan norsku lögsögumarkanna.


 

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Vardø í Finnmerkurfylki í Noregi.


 

„Við erum búnir að vera að rúnta hérna um Grundarfjörð og nágrenni í leit að síld í veiðanlegu magni en ekki gengið sem skyldi. Það er töluvert af síld að sjá en hún er bara ekki orðin nógu þétt til að hægt sé að kasta á hana,” segir á vefsíðu Bjarna Ólafssonar AK en þessi orð eru rituð klukkan 10 í morgun.


 

Smábátaeigendur á Hornafirði hafa nokkra sérstöðu í hópi trillukarla á landinu því þeir vilja að línuívilnun verði aflögð og byggðakvóti sömuleiðis.


 

Landað var úr Lundey NS á Vopnafirði í gær, alls tæplega 1.400 tonnum, og fór sá afli til bræðslu.


 

Samkomulag hefur náðst á milli Norðmanna og Rússa um að auka þorskkvóta í Barentshafi um 20% frá yfirstandandi ári.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 54 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2008 samanborið við 52,2 milljarða á sama tímabili árið 2007.


 

Samtök framleiðenda uppsjávarfisks í Danmörku (PO) hafa farið þess á leit við Joe Borg, fiskimálastjóra Evrópusambandsins að hann beiti sér gegn makrílveiðum Íslendinga og grípi inn í þær.


 

Alþjóða hafrannsóknaráðið (ICES) hefur gefið það út að óhætt sé að veiða 390 þúsund tonn af loðnu í Barentshafi á árinu 2009.


 

Veiðar á íslensku sumargotssíldinni hófust í síðustu viku.


 

Frystitogarinn Þerney RE kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun eftir 31 dags veiðiferð á Vestfjarðamið.


 

Heildarafli íslenskra skipa í september, metinn á föstu verði, var 22,3% meiri en í september 2007.


 

Aldrei hefur verið fangað meira til áframeldis á þorski en á nýafstöðnu fiskveiðiári eða 738 tonn. Sjávarútvegsráðherra hefur heimild til að ráðstafa 500 kvótatonnum af þorski til áframeldis árlega, en  magnið umfram 500 tonn má útskýra með ónýttum heimildum sem fluttar voru á milli ára sem og úthlutunum úr svo kölluðum "innköllunarpotti", að því er fram kemur á vef Fiskistofu.


 

Síðastliðinn fimmtudag landaði Guðmundur VE í Sortlandi í Noregi um 750 tonnum af frystum síldarafurðum.


 

Heildaraflinn í nýliðnum september var 68.000 tonn. Það er 17 þúsund tonna aukning í afla milli ára en aflinn í september 2007 var 51.000 tonn.


 

Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum verði auknar í 1643 þúsund lestir á næsta ári.


 

Karfaveiðum á alþjóðlega hafsvæðinu í Síldarsmugunni, sem hófust 2. september síðastliðinn, er lokið án þess að útgefinn kvóti hafi náðst.


 

Lundey NS kom til Vopnafjarðar nú upp úr hádeginu með alls um 730 tonn af síld. Aflinn fékkst aðallega á Jan Mayensvæðinu en að sögn Stefáns Geirs Jónssonar, sem er skipstjóri í þessari veiðiferð, var einnig tekið eitt hol í Síldarsmugunni.


 

Fiskifréttir komu út með Viðskiptablaðinu í dag.


 

„Þegar svona álitaefni koma upp á borðið eiga menn ekki að bregðast við með örvæntingarfullum hætti. Ég mun hins vegar fjalla um málið á efnislegan hátt en get ekkert sagt til um það hver líkleg niðurstaða verður,” sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra þegar Fiskifréttir leituðu álits hans á hugmyndum um að auka þorskkvótann til þess að milda það högg sem efnahagslíf þjóðarinnar hefur orðið fyrir vegna bankakreppunnar.


 

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í dag, 8. október, var ákveðið að hækka verð á óslægðum þorski sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur er til skyldra aðila um 7% frá og með 8. október


 

Hafrannsóknastofnunin hefur ákveðið að efna til fundaferðar um landið eins og gert hefur verið áður til þess að kynna starfsemi sína og efna til umræðna um hana.


 

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á mánudagskvöld beiðni um aðstoð frá færeyska togaranum Rasmus Effersöe sem er vélarvana 9-10 sjómílur undan A- Grænlandi og um 550 sjómílur norður af Akureyri. Áætlað er að varðskipið dragi skipið til Akureyrar.


 

Frá því að síldarfrysting hófst hjá fiskiðjuveri HB Granda á Vopnafirði um miðjan september er búið að frysta alls tæplega 600 tonn af afurðum að sögn Magnúsar Róbertssonar vinnslustjóra.


 

Þriðja alþjóðlega ráðstefnan um þorskeldi var haldin í Reykjavík dagana 30. september og 1. október s.l.


 

Loðnuverksmiðjan Gná var tekin til gjaldþrotaskipta í síðustu viku að beiðni Frjálsa lífeyrissjóðsins. Var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota. Skiptastjóri er Guðmundur Siemsen.


 

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin, sem stofnað var til í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna, voru veitt í fjórða sinn í gærkvöldi.


 

Íslenska sjávarútvegssýningin 2008 var opnuð í Smáranum í Kópavogi í gær.


 

Börkur NK veiddi skipa mest á nýliðnu fiskveiðiári eða tæp 60 þúsund tonn. Vilhelm Þorsteinsson, sem var aflahæsta skipið fiskveiðiárið þar á undan, fylgir fast á hæla Berki.


 

Í gær rak enska strandgæslan 15 norsk makrílskip út úr ESB-lögsögunni á þeirri forsendu að veiðarnar væru bundnar tímabilum og mættu ekki hefjast fyrr en í dag.
SKIPASKRÁ /