sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

nóvember, 2008

 

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í dag, 1. desember, var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 9%.


 

Tilkynning frá Norðmönnum


 

Fyrir nokkru bárust Hafrannsóknastofnuninni fregnir um rekinn hval við Hvaleyrarholt sunnan Hafnafjarðar.


 

mikið af sýktri síld í Breiðafirði


 

Útgerðir landsins voru að sligast undan himinháu olíuverði stóra hluta þessa árs.


 

Sýni úr síldarafla Lundeyjar NS, sem fékkst í Jökulfjörðum sl. föstudag, voru rannsökuð hjá Hafrannsóknastofnun í gær og var niðurstaðan úr þeirri rannsókn allt önnur en skipverjar á Lundey NS komust að við skoðun á síldum um borð í skipinu. Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda.


 

Samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna er Ísland óumdeilanlega strandríki að makríl.


 

Frystitogarinn Höfrungur III AK er kominn til hafnar í Reykjavík eftir um fjögurra vikna veiðiferð.


 

Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík, segir að hann fái með engu móti skilið þá umræðu að einhver lausn felist í því að riðla núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.


 

Dagana 14. – 18. október var farið í leiðangur á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar í þeim tilgangi að kanna áhrif dragnótaveiða á botndýralíf í Skagafirði. Sýnataka tókst ágætlega.


 

Fjármála- og viðskiptaráðuneyti Japans hefur samþykkt innflutningsleyfi fyrir 65 tonnum af hvalkjöti frá Íslandi og Noregi.


 

Í haust hefur Hafrannsóknastofnunin staðið fyrir tilraunum til að merkja hvali með gervitunglasendum.


 

Ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu (ESB) kallar það á nýja umræðu um samband Noregs við ESB og afleiðingarnar sem innganga Íslands hefði á norskan sjávarútveg.


 

3X Technology á ísafirði hefur á þessu ári fengið styrk frá AVS sjóðnum til að þróa nýjan búnað til að vinna marning úr aukaafurðum.


 

Formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, Adolf Guðmundsson og Friðrik J. Arngrímsson, hafa sent frá sér hvatningu til útvegsmanna.


 

Ingunn AK er nú á leiðinni til Trænö í Norður-Noregi með um 390 tonna síldarafla.


 

Rammi hf. í Fjallabyggð hefur hætt við smíði tveggja flakafrystitogara sem samið hafði verið um smíði á við Solstrand í Noregi þar sem skipasmíðastöðin stefnir í þrot, að því er Unnar Már Pétursson, fjármálastjóri Ramma hf., sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir.


 

Trefjar hf. gætu smíðað 50 báta á ári í nýrri skipasmíðastöð sem tekin var formlega í notkun í síðustu viku.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 63 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2008 samanborið við 58,5 milljarða á sama tímabili árið 2007.


 

Í miðri fjármálakreppunni er bjart framundan í norskum sjávarútvegi, segir í forustugrein Fiskebåtrederen, málgagns samtaka norskra útgerðarmanna.


 

Aðalsteinn Jónsson SU 11 var væntanlegur í gær úr síðustu veiðiferð á síld í norsku lögsögunni og þar með er kvóti félagsins í norsk-íslensku síldinni búinn.


 

Frystitogarinn Örfirisey RE kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun eftir u.þ.b. fjórar vikur á veiðum.


 

Meðalverð á þorski í október síðastliðnum var kr. 298,01 sem er hæsta meðalverð á þorski í einum mánuði sem sést hefur á íslenskum fiskmörkuðum.


 

Samkomulag hefur náðst á meðal strandríkja um aflamark í kolmunna fyrir næsta ár.


 

Heildaraflinn í október var 91.408 tonn. Það er tæplega 7 þúsund tonnum minni afli en í október 2007 en þá var aflinn 98.132 tonn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.


 

Fiskvon ehf. á Patreksfirði greiddi hæstu meðallaunin í sjávarútvegi á landinu á árinu 2007, samkvæmt nýbirtri úttekt tímaritsins Frjálsrar verslunar, eða 11,2 milljónir króna fyrir ársverkið.


 

LÍÚ svarar frétt BBC frá því í morgun


 

Skoska ríkisstjórnin sakar íslensk sjávarútvegsfyrirtæki um að ofveiða makríl í íslenskri lögsögu og lýsir veiðum Íslendinga sem „hneyksli“.


 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.


 

Samherji hf. er langstærsta íslenska sjávarútvegsfyrirtækið og velti 33,5 milljörðum króna á árinu 2007, samkvæmt nýbirtri samantekt tímaritsins Frjálsrar verslunar. Velta fyrirtækisins jókst um 41% frá árinu áður vegna vaxandi umsvifa þess erlendis. Hagnaður eftir skatta nam rúmlega 4,7 milljörðum króna.


 

Nú standa yfir tilraunir hérlendis sem miða að því að fanga fisk með öðrum hætti en gert hefur verið hingað til. Annars vegar er um að ræða notkun ljósgeisla til þess að smala fiski inn í troll og hins vegar lyktargjöf gegnum slöngu til þess að laða fisk að gildrum. Frá þessu er skýrt í nýjustu Fiskifréttum sem kom út í gær.


 

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir gagnrýni fulltrúa Evrópusambandsins á makrílveiðar Íslendinga í eigin lögsögu beinlínis hjákátlega.


 

Joe Borg, fiskimálastjóri ESB, segir alvarleg brot á reglum fiskveiðistjórnunarkerfis sambandsins undirstrika nauðsyn þess að endurskoða kerfið.


 

Sambandsstjórn Farmanna og fiskimannasambands Íslands skorar á stjórnvöld að afþakka aðkomu Breta að því loftrýmiseftirliti sem þeim er ætlað að sinna nú á haustdögum.


 

Vegna fréttar á vef norska blaðsins Fiskeribladet/Fiskaren vill sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið taka fram að frétt blaðsins um að lokað hafi verið á innflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja til Rússlands á ekki við rök að styðjast.


 

Bátsmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Hammerfest í Finnmerkurfylki í Noregi.


 

Fiskistofa hefur úthlutað sex bátum rækjukvóta í Arnarfirði í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðuneytisins um að leyfa veiðar á 500 tonnum af rækju í firðinum.


 

Opnuð hefur verið ný vefsíða á vef Fiskistofu þar sem notendur vefsins geta séð upplýsingar sem ísfiskútflytjendur hafa sent inn í vikunni um afla sem fyrirhugað er að selja á erlendum fiskmörkuðum í næstu viku.


 

Vinnsluskip á uppsjávarveiðum hafa gert það mjög gott á þessu ári. Þannig komst aflaverðmæti Hákons EA upp í rétt um 300 milljónir króna tvo mánuði í röð í sumar, í júlí og ágúst.


 

Búið er að opna aftur síldarveiðihólfið, þar sem íslensku skipin Hákon EA, Vilhelm EA og Guðmundur VE voru tekin fyrir að hafa veitt fyrir skömmu, að því er fram kemur á vef LÍÚ.


 

Samþykkt var á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna í dag að beina því til sjávarútvegsráðherra að tilflutningur aflaheimilda á milli útgerðaflokka verði stöðvaður.
SKIPASKRÁ /