föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

desember, 2008

 

Sjómenn hafa undanfarið orðið varir við talsvert af síld í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar.   „Það eru talsvert þykkar lóðningar hérna sem ná frá Nausthamri og út fyrir Klettsnefið.  Við ætlum að ná okkur í hentugri veiðafæri og kanna ástand síldarinnar,” segir Valur Bogason hjá útibúi Hafró í Eyjum í samtali við Eyjafréttir.


 

aflaverðmæti aldrei meira hjá skipi Ísfélagsins


 

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, sagði á fundi auðlindahóps Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að óraunhæft væri að bera saman sjávarútveg á Íslandi og á Möltu, að því er fram kemur á vef LÍÚ.


 

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, þar sem heimild til flytja aflamark botnfisks, síldar, úthafsrækju og humars milli ára er hækkuð úr 20% aflamarks í 33%.


 

farið aftur til mælinga strax eftir áramót


 

sækja meira í löngu og keilu en venjulega


 

Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út kolmunnakvóta til norskra skipa fyrir árið 2009 og verður hann 221 þúsund tonn. Á fimm árum hefur kolmunnakvóti Norðmanna minnkað um 555 þúsund tonn að því er fram kemur í norska blaðinu Fiskaren.


 

Á grundvelli sjávarútvegssamnings Íslands og Rússlands verður íslenskum skipum heimilt að veiða 2.937 tonn af þorski auk meðafla á næsta ári.


 

Íslendingar standa fyrir umfangsmiklum veiðum og vinnslu í Marokkó. Þrjú til fjögur nótaskip veiða sardínu og makríl sem unninn eru í frystihúsum í landi. Hátt í 800 manns starfa hjá fyrirtækinu.


 

Fyrirhugað er að slátra á næstunni um 50 tonnum af eldisþorski hjá fiskeldi HB Granda í Berufirði. Byrjað verður að slátra þorski á milli jóla og nýárs og lokið verður við slátrunina eftir áramótin.


 

Heimsaflinn á árinu 2006 nam 92 milljónum tonna og minnkaði um 2,2 milljónir tonna frá árinu 2005 en þá var aflinn 94,2 milljón tonn. Kínverjar veiddu þjóða mest en Íslendingar eru í 16. sæti yfir mestu fiskveiðiþjóðir heims.


 

Íslenskur þorskur á Dohrnbankasvæðinu í grænlenskri lögsögu reyndist vera 2 til 3 prósent af heildarvísitölu þorsks sem mældist í haustralli Hafrannsóknastofnunar. Hér gætu verið um 6-9 þúsund tonn að ræða.


 

Norski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um 1,75 prósentustig. Þar með lækkar vaxtakostnaður norsks sjávarútvegs um 875 milljónir norskra króna á ársgrundvelli, eða um 14,8 milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur á vef norska blaðsins Fiskaren. Forsvarsmenn norsks sjávarútvegs taka þessum fréttum fagnandi enda ráða vaxtagjöld miklu um afkomu greinarinnar.


 

Stærstur hluti þess fisks sem Bretar veiða sjálfir er fluttur úr landi, en á hinn bóginn er megnið af fiskinum sem þeir borða innfluttur.


 

Maður frá bænum Steinkjer í Norður-Þrændalögum í Noregi hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa blekkt fiskkaupendur í tíu löndum.


 

Frá janúarbyrjun til septemberloka á þessu ári jókst sala á fiski í gámum frá Íslandi úr 37.600 tonnum í 45.600 tonn sem er 21% aukning í magni.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 70 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2008 samanborið við 62,8 milljarða á sama tímabili árið 2007, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.


 

Eins og áður hefur komið fram var meðalverð á mörkuðunum mjög hátt í nóvember.


 

Skip HB Granda hafa náð að veiða kvóta félagsins af íslenskri sumargotssíld á vertíðinni.


 

Landhelgisgæslan vill vekja athygli á því að þann 1. febrúar 2009 mun alþjóðlega Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hætta að vinna úr merkjum neyðarsenda á 121,5 og 243 MHz og mun eftir þann tíma einungis vinna úr merkjum neyðarsenda sem eru á tíðninni 406 MHz.


 

Heildarafli íslenskra skipa í nóvember, metinn á föstu verði, var 4,1% meiri en í nóvember 2007.


 


 

Heildarvísitala þorsks mældist mun hærri en undanfarin ár í nýafstöðnu haustralli Hafrannsóknastofnunar.


 

Onward Fishing, dótturfyriræki Samherja í Bretlandi,  hefur gert samkomulag við norsk yfirvöld um stórlækkun sekta vegna meinta brota togarans Normu Mary á Svalbarðasvæðinu síðastliðið sumar.


 

Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að árlegur hrefnukvóti Norðmanna verði 885 dýr næstu fimm árin.


 

Heildaraflinn í nóvember var 118 þús. tonn. Það er rúmlega 11 þús. tonnum meiri afli en í nóvember 2007. Aukning var í afla botnfisks og síldar.


 

Náðst hefur samkomulag milli Noregs og Evrópusambandsins um tvíhliða veiðiheimildir á næsta ári en þessar þjóðir nýta fiskistofna á sameiginlegum hafsvæðum.


 

Íslensku fiskmarkaðirnir seldu fyrir 1.622 milljónir króna í nýliðnum nóvembermánuði sem er mesta sala í þeim mánuði frá upphafi markaðanna.


 

Þorskurinn hefur vikið fyrir ódýrari fisktegundum á mörkuðunum, svo sem ufsa, alaskaufsa og eldisfiski frá Austurlöndum fjær.


 

Ingunn AK hefur nú lokið veiðum úr íslenska síldarstofninum á þessu ári.


 

Stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva skorar á stjórnvöld að kanna nú þegar kosti þess að taka einhliða upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar.


 

„Niðurstaða meirihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis varð sú að þetta ákvæði ætti rétt á sér þannig að ég á ekki von á að því verði breytt á þinginu,“ segir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við Bæjarins bestu aðspurður hvort ákvæði í frumvarpi sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, sem ætlað er að bæta aðgengi fiskkaupenda að afla sem fyrirhugað er að flytja úr landi, sé óvenjulegt inngrip í frjáls viðskipti.


 

Fiskistofa hefur tekið saman töflu sem sýnir skiptingu þorskafla íslenskra skipa frá 1982 eftir veiðarfærum.


 

Meðalverð á íslensku fiskmörkuðunum í nóvember síðastliðnum er það hæsta í einum mánuði frá upphafi eða 213,13 krónur kílóið.


 

Meðalverð á óslægðum þorski á síðustu þremur vikum var 317 kr/kg sem er með því hæsta sem sést hefur.


 

Útgerðarfélagið Samherji á Akureyri tilkynnti í gær að það hygðist verja 50 milljónum króna til samfélagsverkefna á Akureyri.


 

Á árinu 2009 leggur AVS sjóðurinn áherslu á styttri verkefni og munu umsóknir þar sem verkefni eru til skemmri tíma en 12-18 mánaða að öllu jöfnu njóta forgangs.


 

Rússar hafa lokið samningum við Færeyinga og Grænlendinga um gagnkvæmar veiðiheimildir á næsta ári og eykst kvóti rússneskra skipa frá fyrra ári.


 

Í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu er eftirfarandi efni meðal efnis:


 

segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins


 

„Síldin var demanturinn í sjávarútveginum núna. Við sáum fram á bestu síldarvertíð um langa hríð enda stofninn mjög sterkur. Þetta er því hrikalegt áfall, ekki bara á þessu ári heldur enn frekar í næstu framtíð,” sagði Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Fiskifréttir í dag um afleiðingarnar af sýkingu síldarstofnsins.


 

Kolmunni hefur ekki veiðst að heitið geti síðan í sumar og eru ennþá óveidd um 68 þús. tonn af 232 þús. tonna kvóta Íslendinga.


 

Efnahagslægðin í Bretlandi segir til sín


 

„Það er ekki hægt að gera neinar langtímaáætlanir heldur er veiðunum stjórnað frá degi til dags. Útbreiðsla sýkingarinnar í síldinni virðist vera mikil og þannig fréttist t.d. af sýktri síld á Steingrímsfirði í gærmorgun,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda í frétt á heimasíðu fyrirtækisins, en óhætt er að fullyrða að sníkjudýrið Iktíófónus, sem veldur sýkingu í íslensku sumargotssíldinni, hefur svo sannarlega sett síldveiðar landsmanna í uppnám nú þegar búið er að veiða um tvo þriðju heildarkvótans á vertíðinni.


 

Nýi Glitnir og útgerðin Ós ehf. í Vestmannaeyjum hafa komist að samkomulagi um fjármögnun 39 metra togveiðiskips, Þórunni Sveinsdóttur VE.


 

Í ljósi nýlegra frétta um greiningu sníkjudýrs í síld hér við land vill Matvælastofnun koma þeim upplýsingum á framfæri að samkvæmt lögum og reglugerð er óheimilt að setja á markað til manneldis fisk eða fiskhluta sem er augljóslega sýktur af sníkjudýrum.


 

Skyndibitakeðjan McDonald’s hefur tilkynnt að hún muni eftirleiðis ekki nota rússneskan alaskaufsa í fiskborgara sína.


 

Á fundi Hafrannsóknastofnunar með hagsmunaðilum í gær um sýkinguna í íslenska síldarstofninum kom m.a. fram að umfang sýkingarinnar virðist vera meira en talið var í fyrstu en fundist hefur sýkt síld allt frá Vestmannaeyjum og í Breiðafjörð.


 

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Vardø í Finnmerkurfylki í Noregi.


 

Rannsóknir benda til þess að sýkingin í íslenska síldarstofninum finnist víðar en í Breiðafirði.


 

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í dag, 1. desember, var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 9%.


 

Tilkynning frá Norðmönnum


 

Fyrir nokkru bárust Hafrannsóknastofnuninni fregnir um rekinn hval við Hvaleyrarholt sunnan Hafnafjarðar.


 

mikið af sýktri síld í Breiðafirði
SKIPASKRÁ /