þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

mars, 2008

 

Hrognafrystingin í ár gekk að óskum hjá Eskju og nýtti félagið úthlutaðar aflaheimildir í loðnu mjög vel. Fryst voru um 750 tonn af hrognum á vertíðinni úr 8.400 tonnum af loðnu.


 

Á fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda  7. mars sl. var m.a. rætt um kjarasamning félagsins og sjómannasamtakanna sem felldur var í öllum 15 svæðisfélögum LS.


 

Fiskistofa hefur auglýst byggðakvóta Þingeyrar fyrir fiskveiðiárið 2006/2007 lausan til umsóknar. 87 þorskígildistonn eru til skiptanna. Enginn bátur uppfyllti skilyrði sem sett voru fyrir úthlutun á sínum tíma, að því er fram kemur á vef RÚV.


 

Grásleppuveiði báta frá Bakkafirði lofar góðu en 120-150 grásleppur voru í trossu í fyrsta drætti. Veðrið hefur hins vegar verið mjög leiðinlegt á norðausturhorninu og lítið verið róið þess vegna.


 

Hið árlega hrygningarstopp á grunnslóð hefst á morgun, 1. apríl. Sömu reglur og í fyrra gilda um þetta „fæðingarorlof" þorsks og skarkola. Nokkrar breytingar voru þá gerðar með reglugerð nr. 225/2007.Friðunarsvæði eru óbreytt frá fyrra ári.


 

Síldarvinnslan telur brýnt að auka rannsóknir á loðnustofninum. Í því skyni hefur verið fjárfest í búnaði fyrir skip félagsins sem nýst getur til rannsókna á honum.


 

Síldarvinnslan hf. var rekin með 2. 507 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á árinu 2007. Árið 2007 var félaginu hagstætt. Afurðaverð á mjöli og lýsi var hátt í upphafi árs, en mjölverð lækkaði þegar leið á árið. Olíuverð var hátt á árinu. Markaðir fyrir frystar afurðir voru sterkir.


 

Ákveðið hefur verið aflamark íslenskra skipa í norsk-íslenskri síld á árinu 2008.


 

Um miðja vikuna voru sjö íslensk skip að kolmunnaveiðum á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Ætla má að veiking íslensku krónunnar undanfarna daga muni auka tekjur sjávarútvegsins um 25 milljarða króna á ári, að því er Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sagði í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag. Hann sagði að veiking krónunnar væri hagstæð fyrir sjávarútveg þrátt fyrir að erlendar skuldir greinarinnar hækkuðu.


 

Á árinu 2004 voru 302 þorskar merktir hér við land með svokölluðum staðsetningarmerkjum eða GPS-merkjum, en slík merki geta numið og geymt staðsetningu, sem send er frá nálægu skipi. Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur greinir frá niðurstöðunum í erindi í málstofu Hafrannsóknastofnunar næstkomandi föstudag.


 

Alls lönduðu erlend skip 41.557 tonnum af sjávarafla úr íslensku landhelginni í febrúarmánuði síðastliðnum.


 

Samkvæmt nýútgefinni reglugerð mega íslensk skip veiða 51,53 tonn af bláuggatúnfisk á árinu 2008 miðað við afla upp úr sjó. Enginn nýtti sér þessa heimild á síðasta ári. Atlantshafstúnfiskveiðiráðið úthlutar Íslendingum kvótanum.


 

Ekki hefur ennþá orðið vart við neitt meira af loðnu við Snæfellsnes, þar sem Sighvatur Bjarnason VE fékk 400 tonn af hrognaloðnu í gær í tveimur köstum. Fjögur loðnuskip eru mætt á svæðið og fleiri á leiðinni.


 

Aflaverðmæti 80 milljarðar króna


 

Flest bendir til þess að loðnuvertíðin klárist nú um helgina. Um tugur loðnubáta var að veiðum í Faxaflóa í morgun og var lítið að hafa. Ef veiðin heldur ekki áfram er ljóst að ekki næsta að klára kvótann en óvíst er hvað mikið verður skilið eftir.


 

Verkefnið Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, oft nefnt togararall, hefur staðið yfir frá 27. febrúar. Fimm skip taka þátt í verkefninu; togararnir Bjartur, Ljósafell og Páll Pálsson ásamt rannsóknaskipunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni.


 

,,Hér er miklu meiri þorskgengd en undanfarin ár og fiskurinn óvenju vænn. Hvar sem farið er um grunnslóð er bullandi veiði. Það skýtur því skökku við að á sama tíma þurfum við að þola mikla skerðingu í þorski,“ sagði Karl Ólafsson, skipstjóri á dragnótabátnum Erni KE, í samtali við Fiskifréttir í dag.


 

Skinney SF-30, sem Skinney-Þinganes hf. á Hornafirði gerði út, hefur verið seld til félags sem mun sinna þjónustuverkefnum fyrir í olíuiðnaðinn í Norðursjó. Álasund ehf. annaðist söluna.


 

Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Guðrúnu Arndísi Jónsdóttur forstöðumann Verðlagsstofu skiptaverðs frá 1. apríl 2008 til næstu fimm ára.


 

Í febrúar síðastliðnum var meðalverð á fiskmörkuðum landsins 170,42 krónur á kíló sem er 2,5% hærra en árið 2007. Þetta er hæsta meðalverð í þessum mánuði frá árinu 2002 en þá var meðalverðið 186,94 kr./kg í febrúar, að því er fram kemur á vef Reiknistofu fiskmarkaða.


 

Aflinn í febrúar var 85 þúsund tonn. Það er 153 þús. tonna aflasamdráttur milli ára. Mest munar um 158 þúsund tonnum minni loðnuafla í febrúar í ár. Þorskaflinn minnkaði líka verulega eða úr rúmum 23 þúsund tonnum í febrúar 2007 í 16 þúsund tonn í nýliðnum febrúar eða um 30%.


 

Nú sér fyrir endann á loðnuvertíðinni miðað við þann kvóta sem búið er að gefa út en í Vestmannaeyjum er unnið allan sólarhringinn í hrognavinnslu. Ekki er útlit fyrir að fryst verði jafn mikið af loðnuhrognum og á árinu 2007 en allt bendir til þess að loðnuvertíð ljúki í vikulok, segir á vefnum sudurlandid.is


 

Útflutningur á ísvörðum fiski í gámum.


 

Stjórn Landssambands smábátaeigenda hefur skorað á grásleppukarla að sniðganga það verð sem nú er í boði fyrir grásleppuhrogn í upphafi vertíðar, að því er fram kemur á heimasíðu LS.


 

Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræðum við Kennaraháskóla Íslands og Tryggingamiðstöðin hafa undirritað samstarfssamning vegna rannsóknar á heilsufari og líkamsástandi sjómanna.


 

Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnuninni segir eðlilegt að loðnuskipstjórum finnist vera svipað eða meira loðnumagn á ferðinni núna og í fyrra, en það þýði þó ekki að grundvöllur sé fyrir því að leyfa jafnmiklar veiðar og þá. Á síðustu vertíð nam loðnuaflinn liðlega 300 þúsund tonnum sem er tvöfalt meira en útgefinn loðnukvóti á þessari vertíð. Lárus Grímsson skipstjóri á Lundey NS fullyrti í Fiskifréttum í síðustu viku að síst minna af loðnu hefði sést á veiðisvæðinu nú en í fyrra og því hefði að ósekju mátt gefa út jafnmikinn kvóta og þá.


 

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti í gær ályktun þar sem skorað er á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir mótvægisaðgerðum í sveitarfélaginu, til að mæta áhrifum af kvótaniðurskurði og aflabresti í loðnu. Meðal þess sem bæjarstjórnin leggur til er að uppsjávarsvið Hafrannsóknarstofnunar verði flutt til Neskaupstaðar.


 

Áformað var að tvö skip legðu af stað til veiða á úthafsrækju nú í vikunni, Sigurborg SH og Gunnbjörn ÍS, en úthafsrækja hefur ekki verið veidd hér við land síðan í haust, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Ákveðið hefur verið að senda rannsóknaskipið Árna Friðriksson til að athuga svæði djúpt vestur af landinu í framhaldi af þorskveiðum á Hampiðjutorginu, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum, sérblaði Viðskiptablaðsins.


 

,,Miðað við það magn loðnu sem við höfum séð á veiðisvæðinu hefði að ósekju mátt gefa út jafnmikinn kvóta og á síðasta ári, hugsanlega meiri. Við veiddum 300 þúsund tonn á síðustu vertíð og það er síst minna af loðnu núna en þá. Ég held að ég tali fyrir munn flestra loðnuskipstjóra þegar ég segi þetta,” segir Lárus Grímsson skipstjóri á Lundey NS í samtali við Fiskifréttir sem komu út í dag.


 

Þótt loðnuvertíðin í ár verði aðeins hálfdrættingur á við vertíðina í fyrra varðandi veiðar er talið að útflutningsverðmæti loðnuafurða minnki ekki um meira en 40% og verði 6 milljarðar króna.


 

Vinnslustöðin hf. hefur undirritað samning um kaup á 35% hlutafjár í Ufsabergi-útgerð ehf. sem gerir út togskipið Gullberg VE. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar Vinnslustöðvarinnar og fjármögnun.


 

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt skipstjóra til greiðslu sektar fyrir að hafa með yfirsjón og vanrækslu orðið valdur að árekstri við annað skip. Manninum, sem var einn í áhöfn á 2,2 brúttórúmlesta fiskiskipi, var gert að sök að hafa vanrækt að fylgjast með siglingu annars báts í norðurátt í góðu skyggni á úti fyrir Dýrafirði með þeim afleiðingum að skipið sigldi á bátinn þar sem hann var að veiðum og lét reka.


 

Ísfisktogarinn Ljósafell kom til Fáskrúðsfjarðar fyrir helgina eftir 5 mánaða endurbætur í Gdansk í Póllandi. Frá Gdansk sigldi Ljósafell til Akureyrar, þar sem að nýjum millidekksbúnaði var komið fyrir í skipinu.


 

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið við loðnurannsóknir fyrir Suðaustur- og Austurlandi frá því að mælingum lauk vestan við Ingólfshöfða þann 27. febrúar. Á svæðinu austan við Ingólfshöfða mældist loðna einkum í Lónsdjúpi, Litladýpi og á Papagrunni. Á öðrum svæðum sem skoðuð voru fannst einungis lítilsháttar magn. Samtals mældust um 56 þús. tonn af loðnu austan við Ingólfshöfða þar af kynþroska loðna rúm 50 þús. tonn. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar.


 

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 29. febrúar var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur er til skyldra aðila um 5%.


 

Það er von útgerðarmannsins og rækjuverkandans Jóns Guðbjartssonar að fljótlega verði farið í aðra rannsókn á rækju í Ísafjarðardjúpi. Á föstudag voru rækjuveiðar í Arnarfirði heimilaðar á ný eftir nokkurra ára hlé. Hafrannsóknastofnun fór í sérstaka aukarannsókn á stofninum um miðjan febrúar. Frá þessu er skýrt áwww.bb.is


 

Hólmfoss, nýjasta flutningaskip Eimskips, kom til hafnar á Ísafirði á föstudag með um 600 tonn af frosinni rækju sem fer til vinnslu í rækjuvinnslu Kampa á Ísafirði. Þetta er fyrsta ferð Hólmfoss til Íslands en Eimskip fengu skipið afhent fyrir tveimur mánuðum og hefur það verið í flutningum í útlöndum.
SKIPASKRÁ /