sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

maí, 2008

 

Um 1,4 milljónir tonna af norskíslenskri síld mældust innan íslensku landhelginnar í árlegum leiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar sem nú er nýlokið. Í fyrra mældust um 2,4 milljónir tonna en þá var leiðangurinn viku fyrr á ferðinni en nú, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar. Markmið leiðangursins, sem farinn var á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, var að kanna útbreiðslu og magn kolmunna og norsk-íslenskrar síldar fyrir vestan,  sunnan og austan land.


 

Megin þorri aflamarks frá 1984 hefur skipt um hendur, segirLÍU.


 

Snemma í maí féll dómur í héraðsdómi Austurlands í máli hafnarvigtarmanns sem kærður var fyrir brot gegn lögum um umgengni við nytjastofna sjávar, lögum um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, og reglugerð um skráningu og vigtun sjávarafla, með því að hafa, á árinu 2007, í starfi sínu sem löggiltur vigtarmaður skráð rangt afla í fjórum löndunum. Dómurinn er fangelsi í 30 daga, en fullnustu refsingarinnar er frestað.


 

Feðgar sem báðir eru skipstjórar voru á dögunum dæmdir til greiðslu fésektar í héraðsdómi Vestfjarða. Faðirinn var dæmdur fyrir að hafa lagt skipi úr höfn, alls 15 sinnum, frá Sauðárkróki án þess að sjá til þess að áhöfn skipsins, alls fimm menn, væri lögskráð um borð og án þess að þrír áhafnarmeðlimir væru með lögboðna slysatryggingu. Einnig var hann dæmdur sekur um að hafa haldið úr höfn í umrædd skipti á skipinu vanmönnuðu, þar sem ekki voru um borð stýrimaður og vélavörður með gild atvinnuréttindi.


 

Árlegur fundur sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsins var haldinn á Möltu 22-24 maí sl. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tók þátt í fundinum, en auk Íslendinga sóttu fundinn Norðmenn, Grænlendingar, Færeyingar, Kanadamenn, Rússar og fulltrúar Evrópusambandsins.


 

Laugardaginn 24.maí sl. stóð þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF togbát að meintum ólöglegum veiðum á Lónsbug við SA-vert landið.


 

HB Grandi hefur ráðstöfunarrétt yfir 11,91% heildaraflaheimilda fiskveiðiflotans í þorskígildum talið, samkvæmt nýrri úttekt Fiskistofu. Samkvæmt lögum má engin útgerð eiga meira en 12% og er fyrirtækið því rétt undir kvótaþakinu.


 

,,Nær öll íslensku kolmunnaskipin eru hætt veiðum í færeysku lögsögunni og komin heim. Eftir að kolmunninn gekk norður fyrir Færeyjar dreifði hann sér svo mikið að vonlaust var að veiðarnar svöruðu tilkostnaði nú þegar olíuverðið er orðið svona hátt,” segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU í samtali í Fiskifréttum í dag.


 

Ellefu íslensk skip eru nú á veiðum á úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Veiðarnar hófust fyrir hálfum mánuði og hefur aflinn verið heldur tregur að því er Rúnar Þór Stefánsson, útgerðarstjóri hjá HB Granda, sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir.   ,,Veiðin er um eitt eða eitt og hálft tonn á togtímann. Það er því ekkert kraftfiskirí í gangi eins og oft á þessum tíma árs,“ sagði Rúnar Þór. HB Grandi er með 4 skip að veiðum á Reykjaneshrygg en auk þess eru þar 7 önnur íslensk skip.


 

Íslensk skip héldu áfram veiðum á kolmunna í apríl og var hann veiddur í færeyskri lögsögu og á alþjóðlegu hafsvæði. Alls nam aprílaflinn tæplega 75 þúsund tonnum samanborið við 69 þúsund tonn í sama mánuði í fyrra, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. 


 

Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi fagna þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að hefja skuli hrefnuveiðar. Sú ákvörðun er í samræmi við stefnu stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda hafsins og ályktun Alþingis um hvalveiðar frá 10. mars 1999, segir í yfirlýsingu frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.


 

Út er komið hefti í efnisflokknum Sjávarútvegur þar sem birtar eru niðurstöður athugana Hagstofunnar um fiskveiðar og fiskvinnslu fyrir árið 2005-2006.


 

Nú liggur fyrir úthlutun AVS rannsóknasjóðsins fyrir árið 2008. Ákveðið hefur verið að styrkja 64 verkefni að þessu sinni með samtals um 320 m.kr. en umsóknir voru 130 talsins.


 

Fiskverð úti á landi myndi hrynja ef gerð yrði krafa um að allir þungaflutningar, sem nú fara um vegi landsins, þar með taldir fiskflutningar, yrðu bannaðir og sjóflutningar teknir upp í staðinn,” segir Ragnar Kristjánsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Suðurnesja í samtali í nýjustu Fiskifréttum.


 

Vísbendingar eru um að hrygning sandsíla hafi tekist vel í fyrra en ekki fæst úr því skorið fyrr en eftir sandsílaleiðangur í sumar, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.    


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 11,7 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2008 samanborið við 15,6 milljarða á sama tímabili 2007. Aflaverðmæti hefur dregist saman um 3,9 milljarða eða 25,1% milli ára.


 

Það er ekki nýr sannleikur að hröð og örugg kæling sjávarafla viðheldur betur gæðum, lengir geymsluþol og eykur þar með verðmæti sjávarafurða. Kælibót – samþætting kælirannsókna er verkefni sem AVS sjóðurinn hefur styrkt undanfarið.


 

Fiskkaup ehf. hafa samið um kaup á notuðum 47 metra löngum línubáti frá Kanada og er hann væntanlegur til landsins um næstu mánaðamót, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag.


 

Stjörnu-Oddi ehf., sem hefur sérhæft sig í þróun og hönnun rafeindamerkja í fiska, hefur síðustu tvö árin unnið að því að búa til rafeindamerki fyrir loðnu. Stefnt er að því að hefja merkingartilraunir á næsta ári.


 

Norsk-íslenska síldin er komin í íslenska lögsögu og það í töluverðu magni.


 

Snorri Sturluson VE kom úr sinni síðustu veiðiferð á vegum Ísfélags Vestmannaeyja hf í morgun.


 

Kolmunnafli skipa HB Granda er nú kominn í um 25.000 tonn og það þýðir að búið er að veiða rúman helming kolmunnakvóta fyrirtækisins.


 

Út er komið ritið Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2007.


 

 Samkvæmt reglugerð sem sett var fyrr á árinu um veiðar úr úthafskarfastofnum 2008 var íslenskum skipum, sem leyfi fá til veiða á úthafskarfa með flotvörpu, heimilt að veiða 6.325 lestir af úthafskarfa fram til 11. maí innan tiltekins svæðis.


 

Í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag með Viðskiptablaðinu er m.a. fjallað um mjög góða veiði af boltaþorski í netaralli norðaustur af Grímsey á dögunum.


 

Um 3.000 tonn er óveidd af 11.300 tonna steinbítskvóta á þessu fiskveiðiári, samkvæmt tölum Fiskistofu. Aflamarksskipin eru langt komin með steinbítskvóta sinn en krókabátarnir eiga helminginn óveiddan af sinni úthlutun.


 

Aldrei áður fundist eins mikið af síldarlirfum


 

Á fyrsta ársfjórðungnum höfðu verið flutt út 2.200 tonn af ferskum ýsuflökum sem er 11% aukning frá því í fyrra. Verðmætin jukust hins vegar ekki að sama skapi aðeins um 5%, sem svarar til 5% verðlækkunar milli ára.


 

Skrifað hefur verið undir samning um kaup á búnaði til að auka lausfrystingu í fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi.


 

Pensím virkar á inflúensu- og fuglaflensuveirur


 

Frystitogarinn Örfirisey RE er farinn til veiða á ný en skipið hefur verið í slipp að undanförnu vegna breytinga og endurbóta sem vonast er til að skili aukinni hagkvæmni. Liður í því er að búið er að setja þriðju togvinduna í skipið sem gerir áhöfninni kleift að stunda veiðar með tveimur trollum samtímis.


 

Skip frá þremur erlendum ríkjum voru við veiðum innan íslensku lögsögunnar í marsmánuði.


 

Frystitogarinn Guðmundur í Nesi RE sem Brim hf. gerir út kom inn til löndunar síðastliðinn föstudag með metaflaverðmæti, 141 milljón króna.


 

Sjávarútvegsráðherra Noregs, Helga Pedersen, álítur að hlýnun jarðar geti breytt hlutfallslegri dreifingu sameiginlegra fiskistofna strandríkja, ekki síst á milli lögsagna Noregs og Rússlands í Barentshafi.


 

Veiðar á úthafsrækju eru hafnar í Kolluálnum. Hamar SH hefur fengið góðan afla þar að undanförnu.


 

Góðar fréttir úr Barentshafi


 

Komið hefur í ljós í forverkefni styrktu af AVS sjóðnum að sumar bleikjufjölskyldur hafa meira þol gegna sjúkdómum en aðrar og því mikilvægt að nýta slíkar fjölskyldur til kynbóta í eldi, að því er fram kemur á heimasíðu AVS. Náttúrulegt hreysti er ákjósanlegasta sjúkdómsvörn fyrir alla eldisfiska jafnt og aðrar lífverur.


 

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hélt þann 30. apríl í rannsóknaleiðangur í Íslandshaf sem standa á í 6 daga. Tilgangur leiðangursins er að kanna umhverfisþætti (hiti, selta, næringarefni) og magn svifþörunga og átu að vorlagi á 22 stöðum í sunnanverðu Íslandshafi ( 68°N - 69°N og 19°V – 11°V) en rannsóknasvæðið liggur talsvert utan við norðlenska landgrunnið.


 

Búið er að bræða 26-27 þúsund tonn af kolmunna í fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins í Vestmannaeyjum (FES) það sem af er árinu og um 7.000 tonn hjá verksmiðju Vinnslustöðvarinnar (FIVE), að því er fram kemur á vef Frétta í Eyjum.


 

 Stofnfundur Grásleppuseturs Stranda á Drangsnesi verður haldinn í kvöld á Malarkaffi á Drangsnesi. Undirbúningsnefnd hefur unnið að málinu í vetur og hafa margir sýnt því áhuga, m.a. fékk verkefnið 400.000 króna styrk frá Menningarráði Vestfjarða sem var úthlutað á sumardaginn fyrsta á Hólmavík.


 

„Ég get ekki séð að álit mannréttindanefndar SÞ kalli á róttækar lagabreytingar. Ég útiloka þó ekki að einhverjar breytingar kunni að vera nauðsynlegar vegna þess,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í ítarlegu opnuviðtali í Fiskifréttum í dag.  
SKIPASKRÁ /