laugardagur, 28. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

júní, 2008

 

Þorskkvótinn á næsta fiskveiðiári verður hinn sami og á yfirstandandi fiskveiðiári, eða 130 þúsund tonn, samkvæmt ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra semtilkynnt var fyrir stundu.


 

Útbreiðslusvæði skötusels við Ísland hefur stækkað verulega á undanförnum árum og stofninn eflst. Þetta er talið stafa af hlýnun sjávar. Merkingar á skötusel hafa nú leitt í ljós að einhver samgangur virðist vera milli skötuselsstofnsins hér og samsvarandi stofna í nágrannalöndunum.


 

Á árinu 2007 lönduðu alls 719 smábátar afla. Það er 59 bátum færra en á árinu áður.


 

Faxi RE og Ingunn RE eru nú á síldveiðum fyrir austan land og eru skipin saman með eitt troll. Bræla hefur verið á miðunum en áður en brældi náðu skipin í 650 tonna afla tveimur holum. Uppistaða aflans var makríll.


 

Helsta ákvörðun sextugasta ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem lauk í dag í Santiago í Chile, var að stofna vinnuhóp sem ætlað er að vinna að lausn þeirra grundvallarágreiningsmála sem hamlað hafa starfi ráðsins undanfarin ár.


 

Eyborgin EA-59 hefur fengið úthlutað 52 tonna túnfiskkvóta Íslands í ár og mun veiða hann í nót í Miðjarðarhafi til áframeldis.


 

Í nýjustu Fiskifréttum er fjallað um kaup á nýju línuskipi, makrílveiðar á síldarslóð,  rannsókn á hrygningu þorsks, úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg, túnfiskveiðar Íslendinga í Miðjarðarhafi, handfæraveiðar í Faxaflóa, partrollveiðar á síld fyrir austan land, væntingar um grænlandsþorskinn, kröfur um olíustyrki, talningar á hvölum og margt fleira.


 

Íslensku síldveiðiskipin, sem eru að veiðum fyrir austan land, hafa fengið verulegt magn af makríl í veiðarfærin með norsk-íslensku síldinni.


 

Ný Kristrún RE-177 kom til heimahafnar í Reykjavík í fyrsta sinni í lok síðustu viku.


 

öll íslensku skipin nema eitt hætt veiðum


 

Vísindamenn kanna vistfræðileg tengsl ferskvatnsrennslis til sjávar og fiska


 

Um 330 þúsund laxaseiðum var í gær dælt úr landi frá Íslandsbleikju ehf í Grindavík út í sérstakt tankskip sem lá fyrir utan Stað.


 

„Þegar trollið var híft í nótt kom hvalur upp með því. Hann hafði flækst í möskvunum og var vel flæktur í þeim. Hvalurinn reyndist vera hrefna. Það æstust leikar um leið og þetta kom í ljós og byrjuðu menn strax að græja sig í að koma hvalnum inn fyrir,“ segir Þorbjörn Víglundsson skipverji á Guðmundi VE á bloggsíðu sinni.


 

Hjá Skaganum á Akranesi hefur að undanförnu verið unnið við smíði lausfrystibúnaðar fyrir frystihús HB Granda á Akranesi.


 

Þann 12. júní sl. var haldin athyglisverð alþjóðleg ráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri sem bar yfirskriftina Framtíð sjávarútvegsins.


 

Þegar sjávarútvegsráðherrar ESB landanna hittast í Luxemborg í næstu viku mun olíuverðskrísan verða helsta umræðuefnið á dagskrá fundarins. Mörg aðildarlönd ESB hafa óskað eftir því að viðbrögð við háu olíuverði og slæm áhrif þess á afkomu fiskveiða verði rædd.


 

,,Þar sem næstu árgangar sem koma inn í veiðina eru lélegir getum við ekki búist við verulegri aukningu þorskveiða næstu fjögur til fimm árin að minnsta kosti. Það er m.a. háð því að nýliðunin verði góð í ár en við vitum að sjálfsögðu ekkert um það á þessari stundu hvernig hún verður,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í opnuviðtali í nýjustu Fiskifréttum.


 

Eftir þokkalega byrjun á úthafskarfavertíðinni hefur afli íslenskra skipa snarminnkað á síðustu vikum. Alls eru fimm íslensk skip á úthafskarfaveiðum við íslensku landhelgislínuna út á Reykjaneshrygg.


 

Olíukostnaður er útgerðinni þungur í skauti


 

Jón Kjartansson SU frá Eskifirði  leitaði kolmunna í nokkra daga í síðustu viku á þekktum miðum í færeysku lögsögunni og í Rósagarðinum en hafði ekki erindi sem erfiði.    


 

Færeyska skipið Carlton KG-381 kom með fyrsta síldarfarminn í manneldisvinnslu til Norðfjarðar í gær sunnudag.


 

Hiti og selta voru yfir langtímameðaltali sunnan og vestan við land og undir eða nærri því fyrir norðan.


 

Áfram er haldið úthlutun byggðakvóta síðasta fiskveiðiárs.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 21,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2008 samanborið við 25,2 milljarða á sama tímabili 2007.


 

Heildarafli íslenskra skipa í maí, metinn á föstu verði, var 7,6% minni en í maí 2007. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 5,9% miðað við sama tímabil 2007, sé hann metinn á föstu verði.


 

Síldarvinnslan hf. hefur fest kaup á Áskeli EA-48 af Gjögri hf. 


 

Humarstofninn hér við land er í mjög góðu ástandi um þessar mundir. Nýjasta mæling Hafrannsóknastofnunar, sem gerð var í síðasta mánuði, var sú besta frá því að byrjað var að mæla stofninn með núverandi hætti árið 1985, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag.


 

Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi bregðast hart við


 

Barentshafsþorskurinn fær góða einkunn í nýútkominni skýrslu Alþjóðahafrannsóknaráðsins.


 

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ telur ekki ástæðu til að fylgja ráðgjöf um 25.000 tonna samdrátt í veiðum á ufsa og fremur sé ástæða til að auka veiði á síld en draga úr henni.


 

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að þorskkvótinn á næsta fiskveiðiári verði 130 þúsund tonn.


 

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til að engar þorskveiðar verði leyfðar á færeyska landgrunninu á árinu 2009.


 

Í nýjustu Fiskifréttum er m.a. fjallað um veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar og viðbrögð hagsmunaaðila við henni, alþjóðlega dragnótaráðstefnu í Keflavík og óvissu um heildarveiði grásleppu í Norður-Atlantshafi. Af öðru efni má m.a. nefna:


 

Innflutt hráefni til fiskvinnslu nam 105.000 tonn árið 2007 og dróst saman um 20.000 tonn frá fyrra ári eða 16%.


 

Viðskipti með varanlegar aflaheimildir hafa meira og minna legið niðri síðastliðna níu mánuði og bendir fátt til þess að líf sé að færast yfir markaðinn að nýju, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag.


 

Tillögur Hafrannsóknastofnunar um veiðar á næsta fiskveiðiári þýða um 15 milljarða króna tekjutap miðað við aflamark yfirstandandi fiskveiðiárs, að mati Landssambands íslenskra útvegsmanna.


 

Hafrannsóknarstofnun leggur til að aflamark allra helstu nytjastofna verði lækkað á næsta fiskveiðiári. Tillaga stofnunarinnar er sú að aflamark verði 124.000 tonn, sem er um 4,6% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Aflamark þorsks fyrir síðasta fiskveiðiár var 193.000 tonn.


 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Einar K. Guðfinnsson opnaði nýtt útibú Fiskistofu í Grindavík í vikunni.


 

Það hefur öllum verið ljóst að töluvert af hráefni tapast frá fiskvinnslunum út í umhverfið með vatninu sem notað er á vinnsluvélarnar.


 

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 2. júní var ákveðið að lækka verð á slægðum þorski sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur er til skyldra aðila um 8%.


 

Nýlega var farinn stuttur leiðangur á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar á Hannesi Andréssyni SH, til að kanna útbreiðslu og magn sæbjúgans brimbúts (Cucumaria frondosa) á svæðinu. Niðurstöðurnar eru birtar á Hafró-vefnum.


 

Rúmlega 60 tonn af kjöti, eða allt kjötið sem fékkst af sjö langreiðum, sem veiddar voru hér við land sumarið 2006, hefur verið selt til Japans.
SKIPASKRÁ /