miðvikudagur, 14. apríl 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

júlí, 2008

 

Ágætur gangur hefur verið í síld- og makrílveiðum hjá skipum HB Granda að undanförnu. Á heimasíðu félagsins segir að Ingunn AK hafi komið til Vopnafjarðar með um 2000 tonna afla sl. sunnudag og von er á Lundey NS með fullfermi.


 

Hafnarstjórn á Flateyri ætlar að sækja um til um til Fiskistofu leyfi til fjarvigtunar þar.


 

Út er komið Fjölrit Hafrannsóknastofnunarinnar. Dragnót og dragnótaveiðar við Ísland eftir Hrafnkell Eiríksson.


 

Heildarafli íslenskra fiskiskipa var 60.788 tonn í júní en var í sama mánuði árið 2007 112.141 tonn, samkvæmt aflatölum Fiskistofu.


 

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fyrir fiskveiðiárið 2008-2009.


 

Togbáturinn Smáey VE frá Vestmannaeyjum skilaði mestu aflaverðmæti í bátaflotanum á árinu 2007 eða 477 milljónum króna. Smáey var einnig efst í þessum flokki árið áður en þá með 451 milljón króna. Afli bátsins á árinu 2007 nam 3.076 tonnum samanborið við 3.060 tonnum árið áður. Meðalverð miðað við afla upp úr sjó var 155 krónur kílóið samanborið við 147 kr/kg árið á undan.


 

Siglingastofnun Íslands hefur hrundið af stað rannsóknarverkefni um umhverfisvæna orkugjafa og er það í samræmi við samgönguáætlun. Ætlunin er að skoða möguleika á að knýja skipavélar fiskiskipaflota landsins með umhverfisvænum orkugjöfum. Íslenski flotinn brennir árlega um 275.000 tonnum af olíu.


 

Það óvenjulega gerðist á síðasta ári að efsti bátur í krókaaflamarkinu og efsti smábátur í aflamarki skiluðu nánast jafnmiklu aflaverðmæti hvor um sig eða tæplega 194 milljónum króna. Venjan hefur verið sú að efstu krókaaflamarksbátarnir hafa verið með miklu meira aflaverðmæti en efstu smábátar á aflamarki.


 

Íslenski túnfiskkvótinn, liðlega 50 tonn, var veiddur upp á tíu dögum í Miðjarðarhafinu í kringum síðustu mánaðamót, nánar tiltekið við lögsögumörk Líbýu. Útgerð Eyborgar EA var handhafi kvótans en líbýskir samstarfsaðilar hennar sáu um veiðarnar. Túnfiskurinn hefur verið seldur til áframeldis á Möltu.


 

Þann 8. júlí sl. var undirritaður kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda, fyrir starfsfólk í ákvæðisvinnu við beitningu.  


 

Tveir rosknir sjómenn réru til fiskjar frá Tálknafirði fyrir helgina. Þeir voru með sína sjóstöngina hvor meðferðis og rennt var fyrir þann gula. Fljótlega var búið að fiska í matinn og þá brá svo við að tveir makrílar hlupu á færið hjá öðrum þeirra. Mikil undrun varð um borð, spikfeitur makríll veiddur rétt við landið.


 

Fimm efstu uppsjávarveiðiskipin veiddu fyrir samtals 5 milljarða króna (fob) á síðasta ári. Skipin eru Vilhelm Þorsteinsson EA (1.370 millj.kr.), Hákon EA (1.113 m.kr.), Huginn VE (845 m.kr.), Aðalsteinn Jónsson SU (841 m.kr.) og Guðmundur VE (821 m.kr.).


 

Mánaberg ÓF, skip Ramma hf., fiskaði fyrir 1.068 milljónir króna á árinu 2007 og varð eini frystitogarinn á bolfiskveiðum sem náði að komast yfir milljarðinn. Kleifaberg ÓF, sem gert er út af sama fyrirtæki, skilaði næstmestu aflaverðmæti í þessum skipaflokki eða 984 milljónum króna.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa á fyrstu fjórum mánuðum ársins nam 30,6 milljörðum króna en var 32,7 milljarðar á sama tímabili árið 2007. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.


 

Úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg voru með lakasta móti í sumar, að því er segir á vef Fiskistofu. Í síðasta mánuði var 3.187 tonnum af úthafskarfa af Reykjaneshrygg landað. Alls hefur 5.580 tonnum verið landað á þessari vertíð, en á sama tíma í fyrra var búið að landa 18.824 tonnum af úthafskarfa af Reykjaneshrygg.


 

Aflaverðmæti fiskiskipa árið 2007


 

Fiskistofa áætlar að búið sé að veiða þau 1.300 tonn af makríl sem íslenskum skipum er heimilt að veiða í færeyskri lögsögu. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskistofu.


 

Framkvæmdastjóri LÍÚ segir aðgerðirnar skekkja samkeppnisstöðu Íslands


 

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð þar sem greint er frá hvaða skilyrðum sala sjávarafla á uppboðsmarkaði er háð og hvernig skal fara með andvirði aflans. Um er að ræða svonefndan VS-afla, en hann er undanþeginn aflamarki gegn því að andvirði hans renni að mestu í Verkefnasjóð sjávarútvegsins (VS). Fé úr sjóðnum er varið til rannsókna og nýsköpunar á sviði sjávarútvegs. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskistofu. Reglugerðina má nálgasthér.


 

,,Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni í dag er verð á olíutunnunni í 145 dollurum í framvirkum viðskiptum. Það segir okkur - miðað við gengi á dollara í dag og að í hverri tunnu séu 159 lítrar af olíu - að verð á hráolíu sé nú um 70,00 íkr/lítra til olíuhreinsunarstöðva,” segir á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna.


 

Heildaraflinn í nýliðnum júní var nær helmingi minni en í sama mánuði í fyrra. Alls var landað 61.000 tonnum samanborið við 112.000 tonn áður.


 

Aðeins voru seld 6.034 tonn á íslensku fiskmörkuðunum í júní síðastliðnum sem er það minnsta sem selt hefur verið í þeim mánuði frá upphafi.


 

Skip Eskju, Aðalsteinn Jónsson SU 11 og Jón Kjartansson SU 111 komu inn til löndunar á laugardagsmorguninn eftir að hafa verið á veiðum á síldarmiðununum austur af landinu.


 

Í nýjustu Fiskifréttum er meðal annars fjallað um veiðar, vinnslu og markaðssetningu á makríl frá ýmsum hliðum, gang humarveiðanna, vaxandi línuveiðar á blálöngu, steinbítsskot norðan við Horn, nýsmíðaðan krókaaflamarksbát, tegundagreiningu á síld um borð í fiskiskipum og birt ítarlegt viðtal við sjávarútvegsráðherra um ástand og horfur í þorskveiðum.


 

Stefnt er að því að Lundey NS haldi til síldveiða í dag en skipið hefur legið í höfn í Reykjavík í nokkurn tíma vegna vélarupptektar og ýmissa viðhaldsverkefna, s.s. lagfæringa á toggálgum.


 

Mikil tjón hafa hlotist á eldisbúnaði, einkum sjókvíum, sökum erfiðra umhverfisaðstæðna við Ísland.


 

Íslenski uppsjávarveiðiflotinn er nú fyrir austan land á höttunum eftir síld en þó ekki síður makríl sem blandast hefur síldaraflanum og er utan kvóta. Blöndunin hefur verið mismunandi mikil en úr sumum togunum hefur komið nánast hreinn makrílafli.


 

Afli íslenskra skipa á árinu 2007 var tæp 1.396 þúsund tonn, 73 þúsund tonnum meiri en árið 2006.


 

Einar K. Guðfinnsson segir að hrygningarstofn þorsks sé að rétta úr kútnum


 

Samherji hefur hætt rekstri frystitogarans Víðis EA og sagt upp áhöfn skipsins. Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs fyrirtækisins segir þetta nauðsynleg aðgerð til að bregðast við kvótaskerðingu en fyrirtækið hyggist fjölga í flota sínum á næsta fiskveiðiári.


 

Bæjaryfirvöld í Bolungarvík hafa ákveðið að ekki verði óskað eftir sérstökum skilyrðum við úthlutun byggðakvóta í Bolungarvík, heldur verði farið eftir þeim almennu úthlutunarreglum sem ráðuneytið setur.


 

Ný skýrsla sem breska ríkisstjórnin hefur látið taka saman leiðir í ljós að tjón vegna ólöglegra veiða í heimshöfunum er talið nema 23 milljörðum bandaríkjadala eða jafnvirði tæplega 1800 milljarða íslenskra króna. Það er tvöfalt hærri fjárhæð en áður hefur verið nefnd í þessu sambandi.


 

Bátsmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú í lok júní nýjan Cleopatra bát til Bodø í Noregi. Kaupandinn er Torfinn Kristiansen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum. Báturinn hefur hlotið nafnið Erato. Hann mælist 15brúttótonn og er af gerðinni Cleopatra 36 sem er sérstök útgáfa af Cleopatra 38.


 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur aukið aflamark í síld (íslenskri sumargotssíld) um 5 þúsund lestir, úr 150 í 155 þúsund lestir.


 

Lögregluyfirvöld í Tromsö í Norður-Noregi hafa sektað skipstjórann á togaranum Norma Mary um jafnvirði 450 þúsunda íslenskra króna og útgerð skipsins hefur verið gert að greiða sem svarar 30 milljónum íslenskra króna vegna upptöku afla og veiðarfæra.


 

Sigurbjörg ÓF frá Ólafsfirði er að koma til Siglufjarðar með um 170 milljóna króna aflaverðmæti sem er mesti afli skipsins úr einni veiðiferð.


 

Norska strandgæslan tók togarinn Norma Mary síðastliðinn föstudag á verndarsvæðinu við Svalbarða fyrir meinta vanskráningu afla í afladagbók og færði skipið til hafnar í Trömsö.


 

„Hækkun olíuverðs undanfarið hefur gert það að verkum að það borgar sig ekki lengur an senda að stærri togskipin, 40 metrar og lengri, til veiða og nokkur þeirra hafa því legið bundnir við bryggju í rúman mánuð,” sagði Viberg Sørensen formaður Føroya reiðarafelags eða Útvegsmannafélags Færeyja í samtali við Fiskifréttir.


 

Lélegustu úthafskarfavertíð skipa HB Granda frá upphafi veiðanna er lokið. Fjögur skip stunduðu veiðarnar að þessu sinni og samkvæmt upplýsingum Birkis Hrannars Hjálmarssonar, rekstrarstjóra togara félagsins, er aflasamdrátturinn milli ára um 45%.


 

Fiskmjölsverksmiðja HB Granda á Vopnafirði tók við fyrsta síldarfarminum í fyrradag er Ingunn AK kom þangað með um 1100 tonna farm.


 

Í nýjustu Fiskifréttum er m.a. fjallað um kvótaúthlutun komandi fiskveiðiárs og viðbrögð við henni, skötuselsveiðar við Suðurland, lúðuveiðar á Reykjaneshrygg, rækjuveiðar úti fyrir Norðurlandi og bleikjueldi á Íslandi.


 

Á aukaaðalfundi NA-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC), sem fram fór í Lundúnum dagana 1.-2. júlí sl., náðist samkomulag um stjórnunarráðstafanir varðandi botnfiskveiðar.


 

Engin vinnsla verður hjá fiskvinnslunni Odda á Patreksfirði í sumar vegna hráefnisskorts. Vinna var lögð niður um miðjan júní og hefst vinnsla ekki á ný fyrr en í byrjun september.


 

  Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um leyfilegan heildarafla á komandi fiskveiðiári muni hafa í för með sér um 3,5 milljarða tekjusamdrátt á komandi fiskveiðiári.


 

Áframhaldandi þorskkvótaskerðing tilkynnt


 

,,Ég tel það vera óráð að halda þorskkvótanum svona litlum. Það hefði ekki verið tekin nein áhætta með því að leyfa 150-160 þúsund tonna veiði eins og við ráðlögðum í fyrra. Að keyra aflaheimildirnar svona mikið niður hefur mjög slæm áhrif,” segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna í viðtali við Viðskiptablaðið í dag.


 

Þorskkvótinn á næsta fiskveiðiári verður hinn sami og á yfirstandandi fiskveiðiári, eða 130 þúsund tonn, samkvæmt ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra semtilkynnt var fyrir stundu.


 

Útbreiðslusvæði skötusels við Ísland hefur stækkað verulega á undanförnum árum og stofninn eflst. Þetta er talið stafa af hlýnun sjávar. Merkingar á skötusel hafa nú leitt í ljós að einhver samgangur virðist vera milli skötuselsstofnsins hér og samsvarandi stofna í nágrannalöndunum.


 

Á árinu 2007 lönduðu alls 719 smábátar afla. Það er 59 bátum færra en á árinu áður.
SKIPASKRÁ /