sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ágúst, 2008

 

Fiskifræðingar hjá Hafrannsóknastofnun telja nú líklegt að þorskur gangi frá Vestfjarðamiðum yfir á Dohrnbankasvæðið á sumrin í ætisleit en komi síðan til baka á hrygningarstöðvar við Ísland í febrúar, að því er Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði í samtali við Fiskifréttir.   Björn Ævarr sagði jafnframt að Hafrannsóknastofnun hefði haft samráð og samstarf við grænlensku hafrannsóknastofnunina um rannsóknir á þorski við Austur-Grænland.


 

Í nýjustu Fiskifréttum sem fylgdu Viðskiptablaðinu í gær er m.a. fjallað um kvótaúthlutun nýs fiskveiðiárs, flakk á þorsk milli lögsagna Íslands og Grænlands og minnkandi hlut Íslendinga í heildargrálúðuveiðinni.


 

„Í sjósókn minni við Grímsey norður og útaf Kolbeinsey, sem nú telur þrjá áratugi, hef ég aldrei séð neitt þessu líkt. Allur fiskur hér, þorskur, ufsi, makríll, er úttroðinn af þorskseiðum. Oftsinnis hendir það þegar ufsinn, milliufsi ca 60 cm, dettur á dekkið að hann springur og seiðin vella útúr honum“, sagði Sæmundur Ólason í Grímsey í samtali á vef Landssambands smábátaeigenda.


 

Kvótaúthlutun í upphafi nýs fiskveiðiárs


 

Á fundi í kjaranefnd sjómanna hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna (VM), sem haldinn var á föstudaginn, var m.a. fjallað um kröfu útgerðarmanna um að áhafnir taki þátt í olíukostnaði skipa.


 

Það sem af er sumri hefur um 35 þúsund tonnum af síld og makríl verið landað til bræðslu hjá Ísfélaginu á Þórshöfn. Þetta er um 5 þúsund tonnum meira en á allri sumarvertíðinni í fyrra.


 

Róðurinn er þungur í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna.


 

Brim hf. hefur keypt 278 tonn af hausuðum frosnum þorski, sem samsvarar 370 tonnum af slægðum fiski. Þorskinn veiddi færeyski frystitogarinn Haki við austurströnd Grænlands.


 

Meira var af rækju á miðunum norðanlands miðað við undanfarin fjögur ár en aftur á móti var minna af rækju austanlands, samkvæmt árlegri mælingu Hafrannsóknastofnunar á stofnstærð úthafsrækju.


 

Fiskifréttir fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Það er víðar en á Íslandsmiðum sem sjómenn lenda í mokveiði á þorski en þegar fiskifræðingar koma síðar á staðinn hefur veiðin oft dottið niður. Snurvoðarbátar við strönd Finnmerkur í Noregi hafa veitt óvenjumikið af þorski að undanförnu.


 

Alls hafa verið merktir 2.780 djúpkarfar neðansjávar í fimm leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar á árunum 2003-2008, þar af 336 í leiðangri sem nú er nýlokið að því er fram kemur í frétt frá Hafró.


 

Aflaverðmæti fyrstu fimm mánuði ársins á Vestfjörðum var ríflega 1.950 milljónir króna, og er það nokkur samdráttur frá árinu áður þegar aflaverðmæti var 2.111 milljónir króna, eða upp á heil 10 prósent að því er fram kemur áwww.bb.is.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 39,2 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins 2008 samanborið við 40,5 milljarða á sama tímabili árið 2007.


 

Einar K. Guðfinnsson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, ræddi í gær við starfsbróður sinn á Grænlandi, Finn Karlsen, sem er hér í opinberri heimsókn, um ýmis sameiginleg hagsmunamál landanna, þar á meðal stýringu á grálúðuveiðum en minnkandi gráðlúðustofn hefur verið áhyggjuefni sjávarútvegsyfirvalda í báðum löndum.


 

Í síðustu viku höfðu Norðmenn veitt 505 hrefnur af 1052 dýra heildarkvóta, að því er fram kemur í Fiskaren. Hafa þeir því veitt um helming kvótans.


 

Aflaverðmæti uppsjávarskipa HB Granda er nú komið í um 780 milljónir króna á síld- og makrílveiðunum í sumar. Heildarafli skipanna þriggja er um 27.500 tonn.


 

Ágætlega gengur að veiða ýsukvóta fiskveiðiársins og ekki útlit fyrir að mikið verði eftir af kvótanum þegar nýtt kvótaár gengur í hönd.


 

Nýstárlegar rannsóknir á sjóveiki


 

Njörður KÓ veiddi þrjár hrefnur í Faxaflóa í gær. Dýrin voru veidd á mjög skömmum tíma, en báturinn hélt út um klukkan níu í gærmorgun og var búin að ná dýrunum þremur fyrir klukkan þrjú, að því er fram kemur á vef Félags hrefnuveiðimanna.


 

Ásakanir um ?umhverfisglæpi?


 

Heildarafli íslenskra skipa í júlí, metinn á föstu verði, var 0,2% meiri en í júlí 2007. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 8,0% miðað við sama tímabil 2007, sé hann metinn á föstu verði.


 

Heildaraflinn í nýliðnum júlí var 152.875 tonn. Það er rúmlega 36 þúsund tonna aukning í afla milli ára en aflinn í júlí 2007 var 116.228 tonn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.


 

Meðalverð á öllum afla í júlí var það hæsta sem sést hefur í þessum mánuði, eða 184,66 krónur á kíló.


 

Fyrirtækið Hollusta úr hafinu hóf þróun á kryddlegnum sölvum og söl-puree árið 2006, en það ár fékk það úthlutað styrk úr smáverkefnaflokki AVS rannsóknasjóðsins til að þróa vöru úr íslenskum matþörungum og kanna hvort markaður fyrir þær vörur sé að opnast innanlands, kanna hvort markaðurinn sé nægjanlega stór til að það borgi sig að sinna honum og huga að sölu sölva á erlendan hollustu- og neysluvörumarkað. Nú áforma Hollusta úr hafinu og Matís að ljúka vöruþróun á framangreindri vöru.


 

Netabáturinn Bárður SH frá Arnarstapa hefur náð þeim merka árangri á þessu kvótaári að hafa komið með yfir 1.000 tonn að landi, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. Báturinn er aðeins um 20 tonn að stærð og aðeins þrír menn í áhöfn.


 

Sjávarútvegsráðherra hefur breytt reglugerð um hrognkelsaveiðar, nr. 160/2008, þannig að leyfilegur veiðitími á svæði 2 í Breiðafirði er nú 20. maí til 18. ágúst, í stað 20. maí til 9. ágúst áður.


 

Kvótastaða stærstu byggðarlaganna á Snæfellsnesi hefur batnað gríðarlega síðustu 16 árin í samanburði við kvótastöðu einstakra byggðarlaga. Snæfellsbæ hefur á þessu tímabili haldist hlutfallslega best á kvótanum og bætt við sig líkt og Grindavík, Vestmannaeyjar, Reykjavík og Akureyri, að því er fram kemur í frétt á vef Snæfellsbæjar.  


 

Fjölskylduhátíðin, Fiskidagurinn mikli 2008, verður haldinn hátíðlegur í áttunda sinn laugardaginn 9. ágúst. Frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að fá fólk til þess að koma saman, skemmta sér og borða fisk. Ennfremur er allur matur og skemmtan á hátíðarsvæðinu ókeypis. Hátíðin er með svipuðu sniði og áður en alltaf er nýjum hugmyndum hrint í framkvæmd, að því er fram kemur á vefnum Vikudagur.


 

Arnar Freyr Jónsson, framkvæmdastjóra Fiskeyjar, gerir ráð fyrir vaxandi markaði fyrir lúðuseiði, en fyrirtækið Fiskey er stærsti framleiðandi lúðuseiða í heiminum. Um 90% framleiðslunnar eru seld úr landi. Þetta kemur fram í Fiskifréttum í dag. „Við stefnum á að framleiða 6-700.000 seiði á næsta ári þannig að þetta lítur ágætlega út,“ segir Arnar Freyr. Stærsti hluti framleiðslunnar er fluttur til Noregs.


 

AVS vítamínsprauta fyrir fiskirannsóknir
SKIPASKRÁ /