fimmtudagur, 5. ágúst 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

september, 2008

 

Í gær rak enska strandgæslan 15 norsk makrílskip út úr ESB-lögsögunni á þeirri forsendu að veiðarnar væru bundnar tímabilum og mættu ekki hefjast fyrr en í dag.


 

Sjávarútvegsherra hefur framlengt veiðitímabil humars á árinu 2008 til 31. október.


 

Þrjú færeysk skip lönduðu afla sem veiddur var innan íslensku lögsögunnar í ágúst.


 

Brottkast skoskra fiskimanna


 

Norskar rækjur veiddar í Barentshafi verða umhverfisvottaðar með sérstöku merki frá samtökunum Friends of the Sea.


 

Veruleg samþjöppun hefur átt sér stað í krókaaflamarkskerfinu og nú er svo komið að tíu stærstu smábátaútgerðir eru með samanlagt um 36% allra aflaheimilda sem krókabátar hafa, eða tæp 11 þúsund þorskígildistonn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Afli skipanna, sem hófu karfaveiðar á alþjóðlegu hafsvæði í Síldarsmugunni 1. september síðastliðinn, hefur verið sáratregur ef frá eru taldir fyrstu fimm dagarnir þegar nokkuð vel veiddist.


 

Umfangsmikil rannsókn á vistfræði Íslandshafs fór fram 6. ágúst til 2. september s.l. á vegum Hafrannsóknastofnunar á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.


 

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands (FFSÍ) hvetur stjórnvöld til að sjá til þess að Landhelgisgæslan fái það rekstararfé sem nauðsynlegt sé til að gegna því hlutverki sem henni sé ætlað.


 

Adolf Guðmundsson framkvæmdastjóri Gullbergs ehf. á Seyðisfirði hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna á næsta aðalfundi samtakanna sem haldinn verður 30. og 31. október nk.


 

Guðmundur VE landaði í síðustu viku um 660 tonnum af frystum makríl- og síldarafurðum.


 

Þorsteinn ÞH kom í nótt til Þórshafnar með 350 tonn af síld til manneldisvinnslu í frystihúsi félagsins.


 

Tilraunaverkefni á Ísafirði


 

Verið er að breyta frystitogaranum Guðmundi í Nesi RE til brennslu á svartolíu.


 

Flutningaskipið M/V Fonnland kom til Vestmannaeyja aðfararnótt mánudags til lestunar á 1300 tonnum af fiskimjöli frá bræðslu Ísfélagsins. Lestun skipsins gengur vel og verður vonandi lokið fyrir miðnætti í dag.


 

,,Aðstæður á miðunum fyrir austan land voru mjög óvenjulegar í sumar. Makríllinn gekk inn í lögsögu okkar í mun ríkara mæli en við áttum að venjast og hann var blandaður síldinni sem við vorum að veiða, þannig að ekki var auðvelt að átta sig á því hver kvótinn þyrfti að vera til þess að veiðarnar í heild gætu gengið upp. Af þessum ástæðum var eðlilegt að íslensk stjórnvöld hefðu ekki tóm til að bregðast við.”


 
Fiskifréttir
17. september 2008

Brimnesið slær met

Stærsta skipið í flota Brims hf., Brimnes RE 27, kom til löndunar í Reykjavík í morgun með nýtt met í aflaverðmætum eða því sem nemur 185 milljónum.


 

Verðmæti hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum sem skráð eru í norsku kauphöllinni hefur minnkað um 47% á síðustu 12 mánuðum eða um 29 milljarða norskra króna, jafnvirði 460 milljarða ísl. króna á núverandi gengi.


 

Hákon EA er kominn á síldveiðar í norsku lögsögunni en þar hafa íslensk skip leyfi til að veiða 41 þúsund tonn.


 

Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um makrílveiðar íslenskra skipa á alþjóðlegu hafsvæði á þessu ári.


 

Fiskifréttir fylgdu Viðskiptablaðinu í gær. Meðal efnis er eftirfarandi:


 

Síldarafli nýliðins fiskveiðiárs var rúmlega 367 þúsund tonn sem setur það í hóp mestu síldarára. Einnig var metár í ýsuveiðum en alls veiddu íslensk skip 111 þúsund tonn af ýsu á fiskveiðiárinu.


 

Veiðar á karfa í Síldarsmugunni milli Íslands og Noregs máttu hefjast 1. september síðastliðinn og eru tæplega 30 skip frá ýmsum þjóðum á veiðisvæðinu.


 

Kvótablað fylgir Fiskifréttum í dag.


 

Makrílafli Íslendinga er mun meiri en menn þorðu að vona í upphafi vertíðar. Ljóst er að makríllinn mun vega þungt í útflutningsverðmætum sjávarafurða á árinu og jafnast á við verðmæti loðnuafurða, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.   Makrílafli íslenskra skipa losar nú 110 þúsund tonn.


 

Afkoman engin en laun sjómanna góð, segja útvegsmenn


 

Skoskar útgerðir fá 4,5 milljarða króna (29 milljónir punda) til að byrja með í styrki. Þar af nemur olíustyrkurinn um 4,1 milljarði króna (26 milljónum punda). 


 

Veiðar skipa Ísfélags Vestmannaeyja úr norsk íslenska síldarstofninum hafa gengið vel á þessari vertíð og hafa skip fyrirtækisins alls komið með um 45.000 tonn af afla að landi á vertíðinni.


 

Grænlendingar vilja út úr Aljóðahvalveiðiráðinu


 

Ákveðið hefur verið að senda skip HB Granda til síldveiða á nýjan leik eftir það hlé sem gert var á veiðunum í síðustu viku.


 

Höfum við efni á að láta detta niður ónotað 1.671 tonn af veiðiheimildum í þorski og 454 tonn af steinbít? spyr Björn Jónsson sérfræðingur hjá LÍÚ í greinargerð sem hann hefur tekið saman og birt er á vef samtakanna.


 

Aðalfundur Útvegsmannafélags Vestfjarða sem haldinn var á Ísafirði í gær, leggur áherslu á að hvalveiðum í atvinnuskyni verði haldið áfram, bæði á hrefnu og langreyði.


 

Íslenskt umhverfismerki fyrir íslenskan fisk hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og verður kynnt á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2.-4. október n.k.


 

Norska fiskútflutningsráðið hefur óskað eftir því við samtökin Marine Stuartship Council (MSC) að Norðmenn fái að nota MSC-umhverfismerkið á þorsk og ýsu sem þeir veiða í eigin lögsögu.


 

Fiskifréttir fylgdu Viðskiptablaðinu í gær.


 

Í nýafstöðnum leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar fannst mun meira af loðnuseiðum en undanfarin ár. Hins vegar var lítið að sjá af eins til þriggja ára loðnu.


 

Mikill uppgangur er nú í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski, norsk-íslenskri síld og makríl. Aflaverðmæti sumra skipa er ævintýri líkast.


 

Það varð franska togaranum Bruix dýrkeypt að veiða ólöglega í færeyskri lögsögu. Í heild var útgerðinni gert að borga jafnvirði 20 milljóna íslenskra króna.


 

Sjómenn á Raufarhöfn hafa sömu sögu að segja og sjómenn í Grímsey, allur fiskur á þeirra veiðislóð er fullur af þorskseiðum.


 

Rólegt var yfir veiðum erlendra skipa í landhelginni í júlímánuði. Þrjú færeysk línuveiðiskip lönduðu afla í júlí alls 116 tonn.


 

Skoska heimastjórnin stefnir að því að koma á fót sérstöku fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir Skotland en hingað til hefur sameiginlegt veiðikerfi gilt fyrir Bretland allt.


 

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í gær var ákveðið að hækka verð á karfa um 7% og hækka verð á óslægðum þorski um 10% og óslægðri ýsu um 5% frá og með 1. september.


 

Útflutningsverðmæti ferskra ýsuflaka jókst um rúman fimmtung á fyrri helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra.
SKIPASKRÁ /