sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

október, 2009

 

 ,,Það var dómgreindarleysi af Íslendingum að mæta ekki á samningafundinn um makrílstofninn. Þeir hefðu átt að nota tækifærið til viðræðna í stað þess að sýna hefðbundna þrjósku sína,” segir Audun Maråk formaður samtaka útvegsmanna í Noregi (Fiskebåt) í samtali við sjávarútvegsvefinn Intrafish.


 

Sameiginlegar rannsóknir Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga í sumar í Norðaustur-Atlantshafi leiddu í ljós að útbreiðsla makríls náði lengra til norðurs og vesturs en áður hefur sést. Stærsti makríllinn gengur líka nyrst og vestast.


 

Hörpudiskurinn í Breiðafirði er í hægum bata eftir hrun vegna sýkingar þótt stofninn sé enn aðeins brot af því sem áður var. Sýkingin er í rénun og stofninn hefur stækkað lítilsháttar. Þessar upplýsingar koma fram í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Noregi ásamt yfirvöldum tolla- og skattamála og norsku fiskistofunni hafa gripið til sameiginlegra aðgerða gegn allmörgum fiskútflytjendum þar í landi vegna meintra svika í skreiðarviðskiptum við Nígeríu.


 

Töluvert af síld hefur fundist í Breiðafirði og mikil sýking er til staðar í þeirri síld sem veidd hefur verið í troll, að því er Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofna hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við Fiskifréttir en rætt var við hann um hádegisbilið í gær.


 

Mikill uppgangur er í síldariðnaði í Noregi. Útflutningur á heilfrystri síld og síldarflökum það sem af er árinu er nú kominn í 2,4 milljarða norskra króna, um 50 milljarðar íslenskir. Þetta er 376 milljónum norskra króna meiri útflutningur en á sama tíma í fyrra.


 

Grásleppuveiðar við Norður-Atlantshaf á þessu ári skiluðu samtals 23 þúsund tunnum af grásleppuhrognum. Grásleppukarlar á Íslandi voru stórtækastir með 11.500 tunnur, þar á eftir komu Grænlendingar með 7.000 tunnur, Norðmenn söltuðu niður í 2.800 tunnur og afrakstur sjómanna á Nýfundnalandi var aðeins eitt þúsund tunnur.


 

Þar sem önnur makrílveiðiríki þverskallast við að viðurkenna Ísland sem strandríki við nýtingu makrílstofnsins neyðast Íslendingar til þess að ákveða einhliða makrílkvóta sinn á næsta ári. Við þá ákvörðun verður tekið tillit til veiðanna undanfarin ár og vaxandi útbreiðslu makríls í íslenskri lögsögu.


 
Fiskifréttir
27. október 2009

Viskíreyktur lax

Skoska eldisfyrirtækið Loch Fyne hefur sett á markaðinn reyktan lax sem eflaust á eftir að kitla bragðlauka matgæðinga. Um er að ræða lax sem marineraður hefur verið í 21 árs gömlu maltvískíi frá hinum þekkta framleiðanda Glengoyne.


 

Evrópusambandið hefur varað sjávarútvegsfyrirtæki í Mið-Ameríku við því að ef stjórnvöld í þessum ríkjum greiði fyrir því að unnt sé að stunda ólöglegar veiðar á hafinu muni innflutningur á sjávarafurðum frá þessum löndum til ESB verða bannaður.


 

Sjávarútvegsfyrirtæki eru með um 11,5% af heildarútlánum til fyrirtækja og er nær eingöngu um gengisbundin lán að ræða eða 95%.


 

Verð á eldislaxi hefur hækka á ný eftir nokkra lækkun undanfarnar vikur að því er fram kemur á vef IntraFish.


 

Það sem af er þessu ári hefur sala á ferskum þorski á Frakklandsmarkaði aukist úr 8.100 tonnum í 12.200 tonn eða um 51%. Þessi aukning er að hluta til því að þakka að ráðist var í auglýsingaherferð í febrúar og mars á þessu ári sem leiddi til þess að neytendur keyptu þorsk oftar en áður og nýir kaupendur bættust við.


 

Í Skotlandi er hafin ný rannsókn á því hvers vegna skoski togarinn Trident sökk fyrir 35 árum úti fyrir norðausturströnd landsins. Sjö menn voru um borð og drukknuðu þeir allir.


 

Togarar hafa orðið varir við gulldeplu á Öræfagrunni og víðar og liggur ufsinn í henni, að því er fram kemur í spjalli við Ágúst Óðin Ómarsson, skipstjóra á frystitogaranum Málmey SK, í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.


 

Verðmæti bláuggatúnfisks, sem veiddur hefur verið ólöglega í Miðjarðarhafi á síðustu tíu árum, er áætlað um 3 milljarðar evra eða jafnvirði 550 milljarða íslenskra króna. Þetta er fjórðungur af heildarverðmæti þessarar túnfisktegundar í heiminum á þessu tímabili.


 

Í gær fundaði stjórn Landssambands smábátaeigenda með Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  Fundarefnið var að upplýsa og ræða þá alvarlegu stöðu sem upp væri komin varðandi veiðar krókaaflamarksbáta, sem væru hver af öðrum að stöðvast, að sögn LS.


 

Frá því snemma í vor hefur verð á aflamarki og krókaaflamarki hækkað mikið og nú um stundir er verð á aflamarki í hæstu hæðum eða í 270 kr/kg. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskistofu.


 

Íslendingar mega veiða 88 þús. tonn af kolmunna og 215 þús. tonn af norsk-íslenskri síld á næsta ári. Þetta er niðurstaðan hvað Ísland varðar eftir strandríkjasamkomulag um stjórnun þessara veiða sem undirritað var á fundi í London sem lauk í dag.


 

Gert er ráð fyrir því að Dröfn RE fari til stofnmælingar á síld í Breiðafirði á föstudaginn að því er fram kemur í Fiskifréttum er fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins hafa ákveðið að innleiða kerfi refsipunkta fyrir fiskveiðilagabrot líkt og tíðkast fyrir umferðarlagabrot. Verði skip uppvíst að ítrekuðum brotum getum það leitt til veiðibanns. Það sama gildir ef skipstjórinn er fundinn sekur um alvarlegt fiskveiðilagabrot. 


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 65 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2009, samanborið við rúmlega 54 milljarða yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæplega 11 milljarða eða 19,7 % á milli ára. Aflaverðmæti í júlí nam 11,2 milljörðum króna miðað við 8,9 milljarða í júlí 2008.


 

-- sögð hafa efnast á laxeldi og eigi 50 milljónir norskra króna


 

Nýja reglur um fiskveiðar sem Evrópusambandið áformar að setja mun algjörlega rústa dönskum fiskveiðum, segir Svend-Erik Andersen formaður Danmarks fiskeriforening, samtaka danskra fiskimanna.


 

Evrópusambandið hefur samþykkt að auka þorskkvóta í Eystrasalti um 9-15% þar sem fiskifræðingar segja ástand stofna hafa skánað. Þorskstofnar í Kattegat og Skagerrak eru hins vegar lélegir og þar vilja menn draga úr veiðum.


 

,,Við búumst við að Ingunn AK fari til gulldepluveiða um miðja næstu viku. Það er eitt skip, Hoffell SU, farið að leita gulldeplu en skipið er nú í Vestmannaeyjahöfn vegna veðurs,” segir Vilhjálmur Vilhjálmsson deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda í viðtali áheimasíðu fyrirtækisins.


 

Í dag er að hefjast síldarleit á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar í samstarfi við hagsmunaaðila sem áætluð er að standi fram yfir næstu helgi. Fjögur veiðiskip taka þátt í leitinni, það eru Súlan EA, Sighvatur Bjarnason VE, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds frá Höfn í Hornafirði.


 

nái niðurskurðartillögur ESB fram að ganga


 

Kræklingarækt hefur lengi verið stunduð í Chile en á síðustu árum hefur aukinn kraftur færst í þessa eldisgrein eftir að nokkur innlend og erlend fyrirtæki hófu að fjárfesta í henni í stórum stíl. Er nú svo komið að Chile er þriðji stærsti kræklingaræktandi í heimi.


 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti á föstudaginn um að farið yrði fram á verulegan niðurskurð á þorskkvóta, allt að 25% á nokkrum svæðum, á næsta ári, að því er fram kemur á vef IntraFish.


 

Margir af fínustu og dýrustu veitingastöðum Bretlands, þeirra á meðal staðir sem fengið hafa Michelin stjörnurnar eftirsóttu, hafa verið ásakaðir um að hafa á matseðlum sínum fisktegundir sem umhverfissamtök hafa sett á rauðan lista og sagt vera í útrýmingarhættu.


 

Unnið er að því að þróa skiljur í flotvörpur á uppsjávarveiðum sem hleypa botnfiski út úr veiðarfærinu. Fyrstu niðurstöður sýndu að galli var á öllum skiljutegundum sem prófaðar voru en nú hafa verið þróaðar a.m.k. tvær  skiljur sem sýna nokkuð góðan árangur.


 

Árásir sómalskra sjóræningja á túnfiskskip í Indlandshafi eru farin að hafa áhrif á framboð á túnfiski til niðursuðu, að því er fram kemur í skýrslu INTERTUN, samtaka túnfiskframleiðenda.


 

Mikilvægum áfanga var náð í túnfiskeldi í heiminum í sumar er túnfiskur í sérhæfðum eldiskvíum hjá Kali Tuna í Króatíu hrygndi og hrognunum var síðan klakið út í rannsóknarstofu. Kali Tuna er dótturfyrirtæki Atlantis Group hf. sem er í meirihlutaeigu Íslendinga, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.


 

Sæfari ÁR frá Þorlákshöfn hefur verið á sæbjúgnaveiðum við Austfirði að undanförnu, en hingað til hefur þessi veiðiskapur að mestu einskorðast við aðra landshluta. Báturinn reyndi fyrst fyrir sér í tilraunaskyni í ágústmánuði fyrir austan land og þá kom í ljós að ekki hægt að ganga að sæbjúgum alls staðar.


 

Helgi Sigvaldason, Íslendingur með norskan ríkisborgararétt, var aflahæsti smábátaskipstjórinn í Noregi á síðasta ári. Hann notar ,,íslensku leiðina”, er á beitningarvélabáti, Saga K, og eltir fiskinn milli útgerðarsvæða, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Frystitogarinn Brimnes RE, sem Brim hf. gerir út, varð langaflahæstur bolfisktogara á nýliðnu fiskveiðiári með 9.300 tonna afla. Brimnesið hafði töluverða sérstöðu því næsta skip á eftir, Venus HF, var með tæplega 7.600 tonn.


 

Brottkast þorsks var 1090 tonn árið 2008 eða 0,79% af lönduðum afla, og er það þriðja lægsta hlutfall brottkasts tímabilið 2001-2008, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar.


 

,,Mestur afli fékkst jafnan á minnstu krókana og virðast stórir krókar fyrst og fremst leiða til aflataps. Á sama hátt skiptir máli að velja beitustærð í samræmi við bæði tegund og stærð bráðar.”


 

Utanríkisviðskipti með fisk í Kína nam 15 milljörðum dollara á árinu 2008 sem er nýtt met, að því er fram kemur í upplýsingum frá kínversku hagstofunni. Hér er um litla 1.875 milljarða íslenskra króna að ræða.


 

Formaður hagsmunasamtaka danskra útvegsmanna og sjómanna, Svein-Erik Andersen hjá Danmarks Fiskeriforening, óttast að endanlega verið sé að drekkja dönskum sjávarútvegi í reglugerðarfargani Evrópusambandsins.


 

Ýsustofninn í Barentshafi er í sérstaklega góðu ástandi. Frá aldamótunum hefur nánast hver einasti árgangur ýsunnar verið sterkur þannig að nú er yfirdrifið af ýsu í hafinu í öllum stærðum.


 

Fiskaflinn í september síðastliðnum, fyrsta mánuði nýs fiskveiðiárs, nam rúmlega 77.000 tonnum samanborið við 68.000 tonn í sama mánuði árið áður. Afli jókst bæði í botnfiski og uppsjávarfiski.


 

Í eftirlits- og gæsluflugi Landhelgisgæslunnar á TF-Sif,  sem farið var í gærkvöldi og nótt,  sáust 12 japönsk túnfiskveiðiskip að veiðum suður af landinu rétt utan íslensku efnahagslögsögunnar á svæðinu frá  17.  til 25. breiddargráðu.


 

Kína heldur áfram að auka hlut sinn í vinnslu á frystum flökum úr eldisfiskinum tilapia sem flutt eru inn til Bandaríkjanna.


 

Aðalfundur Útvegsmannafélags Hornafjarðar gagnrýnir harðlega þá ákvörðun stjórnvalda að viðhafa ólympískar veiðar á makríl fyrri part sumars. Með því hafi miklum verðmætum verið kastað á glæ, bæði í makríl og norsk-íslensku síld, enda allt kapp lagt á að veiða sem mest á sem skemmstum tíma.


 

Í septemberlok höfðu íslensk síldveiðiskip veitt 95% afla síns af norsk-íslenskri síld í íslenskri lögsögu, samkvæmt tölum Fiskistofu. Til samanburðar má nefna að í fyrra og hittifyrra var hlutfallið 59% bæði árin.


 

Evrópusambandið áformar að afnema 6% toll sem verið hefur á innfluttri rækju sem fer í frekari vinnslu innan sambandsins og kemur frá löndum eins og Kanada. Grænlendingar, sem flytja alla rækju tollfrjálst inn í ESB, óttast að þetta leiði til aukinnar samkeppni við Kanadamenn á þessum markaði og geti orðið grænlenskum rækjuiðnaði dýrkeypt.


 

Nýlokið er fundi ráðgjafarnefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES)  þar sem fjallað var um ástand nokkurra nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi og tillögur um nýtingu þeirra. Lagður er til samdráttur í kvóta norsk-íslenskrar síldar, kolmunna og makríls á komandi ári.


 

Eftir margra ára vinnu eru norskir vísindamenn nú á góðri leið með að klóna þorsk, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum. Vísindamennirnir staðhæfa að eftir tvær nýjar kynslóðir geti þeir framleitt klónaðan þorsk.


 

Varðskip Landhelgisgæslunnar kom kl. 09:00 í morgun að grænlenska togbátnum  Qavak þar sem hann var vélarvana um 200 sjómílur suð-vestur af Reykjanesi með fjóra menn í áhöfn. Varðskipið er nú á leið til Íslands með bátinn í togi.


 

Um helgina var síldarvinnsla í fullum gangi hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað en Bjarni Ólafsson kom með 500 tonn til vinnslu í gærmorgun.  Háberg GK og Börkur NK komu með 600 tonn hvort skip.


 

Þrátt fyrir auknar veiðar er gert ráð fyrir því að tekjur danskra sjómanna lækki umtalsvert.


 

Útflutningur á frystum fiski úr Barentshafi til vinnslu í Kína hefur stóraukist á þessu ári. Meðan fiskverð var í hæstu hæðum fyrir efnahagshrunið var hann of dýr til þess að það borgaði sig að láta vinna hann í Kína. Nú hefur dæmið snúist við.


 

Í lok október í fyrra stöðvaðist vinnsla á kúfskel hjá Ísfélaginu á Þórshöfn og hefur hún ekki farið í gang síðan. Nýlega var kúffiskveiðiskip félagsins, Fossá ÞH, selt og þar með staðfest að veiðum og vinnslu á kúffiski væri endanlega hætt, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Það er óhætt að segja að það hafi verið lurkur í honum. Kolbrjálað veður á heimsiglingunni og hún gekk því rólega,“ sagði Gunnar Einarsson, skipstjóri á Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, er rætt var við hann um hádegisbilið en skipið var þá komið til hafnar á Akranesi.


 

Norðmenn og Rússar hafa náð samkomulagi um stjórn veiða úr sameiginlegum fiskistofnum í Barentshafi á næsta ári. Stofnarnir eru í mjög góðu ástandi og kvótar fyrir bæði þorsk og ýsu verða auknir.


 

Heildarbotnfiskafli færeyskra skipa við Ísland það sem af er árinu er 2.679 tonn sem eru aðeins 54% af leyfilegum afla þeirra. Á sama tíma í fyrra var heildarbotnfiskaflinn 3.976 tonn. Af þorski hafa þau veitt 529 tonn af 1.200 tonna kvóta eða 44%.


 

 Pangasius, sem kemur nær eingöngu frá Víetnam, er sú fisktegund sem vaxið hefur hvað hraðast í eldi og neyslu á undanförnum árum. Víetnamar framleiddu rúm milljón tonn af pangasius í fyrra en til samanburðar má nefna að Íslendingar veiddu um 1,3 milljónir tonna á árinu.


 

Meðalverð á íslensku fiskmörkuðunum  í september var 237 krónur sem er hæsta meðalverð í einum mánuði frá upphafi markaðanna. Hækkunin frá september í fyrra nam 33% en þá var meðalverðið 178 kr/kg.


 

,,Við erum í hópi kvótalítilla og kvótalausra báta og ég sé ekki betur en þessi floti verði þurrkaður út ef fram heldur sem horfir. Við getum verið að veiðum til áramóta en ætli við þurfum þá ekki að stoppa eins og allir hinir,” sagði Óskar Gíslason útgerðarmaður dragnótabátsins Valgerðar BA frá Patreksfirði í samtali við Fiskifréttir.


 

Í september sl. fór fram athugun á veiðihæfni kúfskeljaplógs í Þistilfirði. Veiðar og vinnsla á kúfskel hafa verið stundaðar frá Þórshöfn s.l. 14 ár en nú með nýju sniði. Í dag er lögð áhersla á veiðar á smærri skel sem flutt er lifandi á markaði í Evrópu.


 

Elding, félag smábátaeigenda á Vestfjörðum, ætlar að leggja til að skipuð verði nefnd á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem hafi það hlutverk að ræða við aðila í sjávarútvegi með það að markmiði að komið verði á ráðgefandi nefnd sjómanna sem hafi það hlutverk að gefa árlega rökstudda ráðgjöf um heildarafla samhliða Hafrannsóknastofnun, að því er fram kemur áwww.bb.is


 

Íslensk skip hafa landað rétt rúmum 212 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld á vertíðinni. Er það um 6 þúsund tonnum umfram aflamark. Börkur NK er aflahæstur með um 17.850 tonn.


 

Nýtt blómaskeið virðist vera að hefjast hjá þorskstofninum í Barentshafi eftir að hann komst í sögulega lægð á níunda áratug síðustu aldar, að því er segir á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.


 

Fjögur íslensk tog- og nótaskip hafa undanfarna daga tekið þátt í makrílrannsóknum fyrir Austur- og Suðausturlandi sem skipulagðar eru af Hafrannsóknastofnun. Skipin eru Ingunn AK, Hoffell SU, Kap VE og Sighvatur Bjarnason VE. I


 

Útflutningur á eldislaxi frá Skotlandi hefur aukist um 500% á undangengnum 20 árum, að því er fram kemur í skýrslu frá Scottish Salmon Producers Organization (SSPO), samtökum framleiðenda eldislax þar í landi.


 

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 15%. Jafnframt var ákveðið að hækka verð á slægðri og óslægðri ýsu um 15%.


 

Í rannsóknaleiðangri norskra og rússneskra fiskifræðinga í ágúst/september mældist loðnustofninn í Barentshafi 3,7 milljónir tonna þar af var kynþroska loðna 2,3 milljónir tonna.


 

Útlit er fyrir að norskar útgerðir verði fyrir um eins milljarðs króna tekjutapi, sem samsvarar rúmum 20 milljörðum íslenskra króna, ef banni við makrílveiðum, sem Evrópusambandið setti með litlum fyrirvara, verður ekki aflétt.


 

Óvíst er hvað orðið hefur um baskneska túnfiskskipið Alakrana eftir að skipstjóri þess tilkynnti öðru veiðiskipi frá sömu útgerð að sómalskir sjóræningjar væru að ráðast á það á alþjóðlegu hafsvæði í Indlandshafi, um 365 mílum undan strönd Sómalíu.


 

HB Grandi hefur samið við Marel um kaup á nýrri, háþróaðri vinnslulínu. Línan verður sett upp í fiskiðjuveri félagsins á Norðurgarði og er stefnt að því að hún verði tekin í notkun í byrjun janúar á næsta ári. Um er að ræða 24-stæða snyrtilínu, auk nýrrar tveggja brauta bitaskurðarvélar, sem bætist við þær þrjár sem fyrir eru. Verður hægt að auka afköst í bitaskurði til muna við þessa viðbót.


 

Þjóðverjar borða nú meira af fiski en nokkru sinni fyrr og nýja eldistegundin, pangasius, stjórnar þeirri þróun, að því er fram kemur í frétt á vef IntraFish.


 

þar af 125 langreyðar og 81 hrefna


 

Norska sjávarútvegsráðuneytið tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að verja um 5 milljónum norskra króna, um 110 milljónum ísl. kr., til að útrýma kóngakrabba á tilteknu svæði.


 

,,Við erum afar ósáttir við þær hugmyndir sem viðraðar hafa verið að gefa úthafsrækjuveiðar frjálsar á þeirri forsendu að kvótinn hafi ekki náðst á undanförnum árum, segir Ólafur H. Marteinsson framkvæmdastjóri Ramma hf. í samtali við Fiskifréttir, en sjávarútvegsráðherra greindi frá því í Kastljósþætti í síðustu viku að hann væri með þessi mál til skoðunar.


 

Fjárframlög til Hafrannsóknastofnunar verða 1.357 milljónir króna á næsta ári og jafngildir það 201 milljón króna lækkun að raungildi frá fjárlögum þessa árs. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga ársins 2010 sem lagt var fram á Alþingi í dag.


 

„Útvegsmannafélag Vestfjarða lýsir áhyggjum sínum af afleiðingum mikils niðurskurðar í aflaheimildum bolfisktegunda á fiskveiðiárinu sem hófst þann 1. september sl.  Þar var heildaraflamark bolfisktegunda skorið niður um 62.000 tonn eða sem svarar til meðalársafla 100 vertíðarbáta.  Niðurskurður í grálúðu bitnar sérlega hart á Vestfirðingum.”


 

Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að á sama tíma og sjávarútvegur eigi að stuðla að endurreisn þjóðarbúsins stafi greininni mest ógn af aðgerðum stjórnvalda.


 

Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur farið fram á það við sjávarútvegsráðherra að línuveiðar á ýsu verði gefnar frjálsar til næstu áramóta í ljósi þeirra vandræða sem skapast hafa vegna skorts á ýsukvóta á leigumarkaði.


 

Veiðum skipa HB Granda á norsk-íslensku síldinni er lokið á yfirstandandi vertíð. Skipin eru búin að veiða upp heimildir félagsins í NÍ síld þetta árið og reyndar einnig hluta þess sem heimilt er að veiða af úthlutun næsta árs, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. 
SKIPASKRÁ /