föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

febrúar, 2009

 

Tæp níu ár voru liðin frá því íslenskt fiskiskip landaði síðast í Grimsby þegar Sturla GK 12 seldi afla sinn þar í gær. Breski sjávarútvegsvefurinn FISHupdate.com segir að hin „óvænta koma“ Sturlu GK 12 hafi vakið nokkra athygli á fiskmarkaðnum í Grimsby enda aflinn búhnykkur fyrir markaðinn til viðbótar gámasendingum frá Íslandi. 


 

Áhöfnin á Faxa RE er nú við loðnuleit á svæðinu vestur og norðvestur af Snæfellsnesi. Loðnuleitin fer fram í samvinnu við Hafrannsóknastofnunina og er Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur um borð í skipinu, að því er fram kemur á heimasíðu HB Granda.


 

Það eru einhver ár frá því íslenskt fiskiskip landaði þarna síðast,“ segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík, en skip félagsins, Sturla GK 12, seldi í dag 65 tonn af blönduðum afla á fiskmarkaði í Grimsby. Meðalverðið var 264 kr. á kíló. Annað línuskip Þorbjarnar hf., Ágúst GK 95, er á leið til Grimsby og mun selja þar nk. mánudag


 

Norðmenn veiða nú loðnu úti fyrir strönd Austur-Finnmerkur í Norður-Noregi og hafa fengið góðan afla. Að minnsta kosti tveir bátar hafa farið með afla sinn til löndunar í Múrmansk í Rússlandi og fengu þeir 1,50-1,80 NOK fyrir kílóið eða jafnvirði 24-29 íslenskra króna. Þetta er nálægt lámarksverðinu í Noregi.


 

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í dag, 2. mars, var ákveðið að lækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 15%. Verð á slægðri og óslægðri ýsu var lækkað um 10% . Verð á karfa var ákveðið óbreytt. Verð þetta gildir frá og með 1. mars 2009.


 

Á árinu munu alls 35 starfsmenn Landhelgisgæslunnar hætta störfum, hefja töku launalauss leyfis, hefja töku lífeyris ýmist samhliða vinnu eða alfarið eða minnka starfshlutfall.  Stöðugildum hjá Landhelgisgæslunni hefur með þessu fækkað úr 168 í 137 á innan við ári en það er fækkun um tæp 20%. 


 

Alls sóttu útgerðir 32 skipa um leyfi norsku fiskistofunnar til að veiða keilu, löng og blálöngu á línu í íslenskri lögsögu á þessu ári en aðeins tvö skip voru dregin úr pottinum, þau Keltic og Stålholm.


 

Í lok árs 2008 voru 1.529 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fækkað um 113 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var alls 769 og samanlögð stærð þeirra 86.390 brúttótonn. Vélskipum fækkaði um 65 á milli ára og dróst flotinn saman um 5.266 brúttótonn.


 

í samræmi við þarfir markaðarins


 

Alls var slátrað 1.130 tonnum úr þorskeldi á árinu 2008 að því er fram kemur í starfsskýrslu Fiskistofu. Slátrað var 986 tonnum af þorski úr áframeldi, 143 tonnum af aleldisþorski og 4,5 tonnum af áframeldis ýsu.


 

Verð á íslenskum sjávarafurðum (meðaltal allra afurðaflokka) mælt í erlendri mynt lækkaði um 4,7% í janúar síðastliðnum. Þar með hefur afurðaverð lækkað í sjö mánuði í röð, samkvæmt útreikningum IFS greiningar.


 

"Það hafa engin störf tapast í fiskvinnslu vegna hvalveiða okkar. Að halda slíku fram er oftúlkun á innihaldi bréfs bresku Waitrose-verslanakeðjunnar til íslenskra stjórnvalda," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.  


 

Rétt fyrir klukkan 13:00 í dag stóð Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, línubátinn Háborgu HU 10 að meintum ólöglegum veiðum innan skyndilokunarhólfs á Húnaflóa.


 

Loðnuaflinn hefur þrisvar farið yfir milljón tonn


 

Loðnuvinnsla gengur vel á Vopnafirði. Nú er verið að frysta þar hrogn úr farmi Ingunnar AK og er reiknað með að þeirri vinnslu ljúki annað kvöld að sögn Magnúsar Róbertssonar vinnslustjóra á heimasíðuHB Granda


 

Eldisfiskur frá Asíu hellist yfir Evrópu


 

Áhrif vatnsþrýstiplógs á kúfskel og aðrar lífverur í botni voru könnuð á 10 m dýpi í Þistilfirði á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Guðrún G. Þórarinsdóttir flytur erindi um niðurstöður rannsóknanna í málstofu Hafrannsóknastofnunar á morgun, föstudag.


 

segir í ályktun Farmanna- og fiskimannasambands Íslands


 

Mikill samdráttur hefur orðið í útflutningi á ferskum fiskafurðum, flugfiskinum svonefnda sem sendur er aðallega í flugi á markaði erlendis. Útflutningur á þessari verðmætu fiskafurð náði hámarki árið 2006, rúmum 23 þúsund tonnum fyrir tæpa 16 milljarða, en hefur nú dregist saman um 28% í magni á tveim árum, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf.


 

Sjö skip eru nú á gulldepluveiðum djúpt suður af Vestmannaeyjum. Öll fengu þau einhvern afla í gær en bræla og leiðindaveður er á svæðinu og því ekki hægt að kasta í morgun. Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE, sagði í samtali viðÚtveginnað menn vonuðust til að úr rættist með veður þannig að hægt væri að hefja veiðarnar á ný.


 

Bátasmiðjan Seigla ehf. hefur afhent nýsmíðaðan bát, Sjögutt SF-81-B, sem fór til Bremanger í Noregi. Þetta er fyrsti 13 metra báturinn sem Seigla smíðar fyrir Norðmenn en fleiri bátar af þessari stærð munu fylgja í kjölfarið á þessu ári, að því er fram kemur á vefsíðu fyrirtækisins.


 

Engin viðbót við fyrri loðnumælingar hefur fundist. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson fór út frá Vestmannaeyjum í gær og hefur eingöngu orðið vart við smáhrafl af loðnu síðan. Skipið er nú grunnt með suðurströndinni á leið austur að Hvalbakshallinu en mun síðan snúa við og leita djúpt vestur eftir til baka.


 

Þrír útflytjendur laxaafurða í Noregi hafa höfðað mál á hendur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og krefjast þess að þeim verði endurgreiddar sem svarar 200 millj. ísl. króna vegna sérstaks jöfnunargjalds sem þeir þurftu að greiða.


 

eftir víðtæka leit


 

Sæbjúgnaeldi hefst hér á landi , ef áætlanir ganga eftir. Ásgeir Guðnason fiskeldisfræðingur sem hefur nærri tuttugu ára reynslu í eldi á sæeyrum hefur gengið styrk, ásamt fleirum, til að byggja upp eldi og fullvinnslu á sæbjúgum við Eyjafjörð.


 

,,Hrognaþurrkunarvélin hefur reynst mjög vel. Hrognin eru það þurr þegar þau koma á færibandinu frá vélinni að það er strax hægt að pakka þeim og frysta í stað þess að áður þurftum við að bíða í allt að sólarhring á meðan hrognin voru að þorna,” segir Magnús Róbertsson, vinnslustjóri hjá HB Granda á Vopnafirði áheimasíðufyrirtækisins, en þar er nú verið að ljúka við að vinna loðnuafla sem Lundey NS kom með um helgina.


 

Dýrið hefur synt 1900 km á 12 dögum


 

Sú ákvörðun World Wildlife Fund, WWF, að halda Norðursjávarþorski á svokölluðum  "rauðum lista" hefur valdið misskilningi á meðal kaupenda sjávarafurða, neytenda og stjórnmálamanna. Sjávarútvegsvefurinn IntraFish hefur þetta eftir heimildarmönnum innan atvinnugreinarinnar í Þýskalandi.


 

Joe Borg, fiskimálastjóri Evrópusambandsins, var þungorður í garð hinnar sameiginlegu sjávarútvegsstefnu sambandsins í ræðu sem hann flutti á opnum fundi sjávarútvegsnefndar Evrópuþingsins fyrir skömmu. "Ofveiðinni verður að linna," sagði hann m.a. og bætti við að gera þyrfti grundvallarbreytingar á stefnunni svo stunda mætti sjávarútveg innan ESB með sjálfbærum hætti.


 

Haffræði- og veðurstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hefur lagt fyrir bandaríkjaþing fyrstu skýrslu sína þar sem þjóðir sem stunda ólöglegar veiðar eru sérstaklega tilgreinar.  Skýrslan tekur til áranna 2007 og 2008 og þjóðirnar eru Frakkland, Ítalía, Líbýa, Túnis, Pamana og Kína. 


 

Loðnu hefur orðið vart á tveimur svæðum við loðnumælingar við suðurströndina undanfarið. Hjá Hafrannsóknastofnun er verið að vinna úr gögnum og búist er við niðurstöðu í dag, að því er ríkisútvarpið skýrir frá.


 

segir Stefán Már Stefánsson lögfræðiprófessor


 

Það er ekki á vísan að róa þegar loðnan er annars vegar, hvorki við Ísland né í Barentshafi. Norski loðnuflotinn lá í landi um tíma meðan þrefað var um verð fyrir loðnuna, en eftir að botn fékkst í það mál finnst loðnan ekki aftur.


 

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra aftekur með öllu að gefinn verði út loðnukvóti fyrr en meira finnst af loðnu. Hann segir að engin haldbær rök séu til að taka þá áhættu með svo mikilvægan fiskistofn. Ríkisúvarpið skýrði frá þessu.


 

,,Við höfum verið við Reykjanesið síðustu tvo dagana en ekkert náð að kasta vegna veðurs. Það hefur verið rakin ótíð en spáin fyrir morgundaginn lofar góðu og við verðum að vona það besta. Það eru þrjár stórar loðnutorfur á þessu svæði en væntanlega náum við ekki almennilegri mælingu á þéttleikann í þeim fyrr en loðnan kemur inn í Faxaflóann og brotnar niður í smærri torfur,“ sagði Lárus Grímsson, skipstjóri á Lundey NS, er tíðindamaður heimasíðu HB Granda náði tali af honum í morgun.


 

Milljarða króna tekjumissir blasir við stærstu fyrirtækjunum í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski ef ekki verður leyft að veiða meiri loðnu á þessari vertíð. Þótt aflinn á síðustu vertíð hafi verið með allra minnsta móti námu útflutningstekjur loðnuafurða nær 12 milljörðum króna.


 

Meðalverð á þorski á fiskmörkuðum hefur lækkað um rúm 14% á fyrstu 6 vikum ársins miðað við sama tíma í fyrra en um 30% frá fyrstu viku í desember, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

,,Við höfum verið að undirbúa hvalveiðar síðastliðin tvö ár og við höldum því áfram af enn meiri krafti en áður. Við verðum með tvö skip á veiðum og þær hefjast að líkindum einhvern tímann í júní,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Fiskifréttir.


 

Afmörkuð verða svæði til hvalaskoðunar


 

,,Ég fagna þeirri afstöðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að halda sig við ákvörðunina um hvalveiðar sem ég tók í lok janúarmánaðar. Ég tel hana bæði rökrétta og skynsamlega,” sagði Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi ráðherra sjávarútvegsmála í samtali við Viðskiptablaðið. 


 

nokkur munur mælist á afstöðu ólíkra hópa


 

Hvalveiðar verða leyfðar áfram og engu verður breytt í ár.


 

Árleg brottkastsskýrsla Hafrannsóknastofnunar hefur verið birt. Í fiskum talið var brottkast þorsks 2001-2007 um 1,9 millj. fiska að jafnaði eða 2,98% af meðalfjölda landaðra fiska, en brottkast ýsu var um 4,3 millj. fiska eða 8,50%. Samanlagt brottkast þessara tegunda var því um 6,2 millj. fiska á ári að jafnaði 2001-2007.


 

Stjórn HB Granda hf. ákvað á fundi sínum í dag, að fengnu leyfi Ársreikningaskrár, að færa bókhald sitt og semja ársreikning sinn í evrum frá og með reikningsárinu 2008.


 

Ekkert nýtt hefur bæst við mælingar Hafrannsóknastofnunarinnar á loðnustofninum síðustu daga, en leit er haldið áfram. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er nýkomið í land, Kap II VE lauk leit úti fyrir Vestfjörðum í gær eftir að hafa farið vítt og breitt um svæðið án árangur og nú er verið að undirbúa leit tveggja veiðiskipa sem leggja eiga af stað í kvöld.


 

Botninn er dottinn úr gulldepluveiðunum í bili að minnsta kosti, en þessi óvænta búbót nemur nú um það bil 30 þúsund tonnum.  Síðast veiddist hún djúpt suðvestur af landinu en þar versnaði veður í gær og eru síðustu skipin nú á landleið til löndunar. Óvissa er um framhaldið, enda liggur ekki fyrir nein vitneskja um hegðan gulldeplunnar hér við land.


 

Ákveðið hefur verið að vakta öll grunn við sunnanvert landið þar sem von er til að loðna gangi í einhverju magni. Enn hefur ekki tekist að mæla nægilegt magn til þess að fiskifræðingar treysti sér til að gefa út byrjunarkvóta á loðnuveiðunum. Nú er því veitt af 15.000 tonna rannsóknakvóta sem sjávarútvegsráðherra gaf út í síðustu viku.


 

Enn hefur ekki tekist að finna nægilega mikið af loðnu til að aflaregla Hafrannsóknarstofnunar heimili að gefinn sé út upphafskvóti. Leiðangursstjórinn á Árna Friðrikssyni segir varhugavert að breyta út frá reglunni eins og kallað hefur verið eftir.


 

Fyrstu ellefu mánuði ársins 2008


 

Segir Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf.


 

Bæjarráð Vestmannaeyja skorar á sjávarútvegsráðherra að gefa tafarlaust út 30 til 50 þúsund tonna upphafskvóta í loðnu. Í greinargerð með bókun bæjarráðs segir m.a. að miðað við stöðuna í efnahagslífi þjóðarinnar, eigi að leita allra leiða til að skapa þjóðarbúinu tekjur, m.a. með loðnuveiðum. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi í Eyjum tekur í sama streng í ályktun sinni.


 

Þúsundir fisktegunda munu færast nær norðurpólnum annars vegar og suðurpólnum hins vegar á komandi árum vegna breytinga á sjávarhita og straumum af völdum loftslagshlýnunar. Meðal þessara tegunda á norðurhveli jarðar eru þorskur, síld, koli og rækja. Í kringum árið 2050 kann að verða helmingi minna af þorski úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna en nú er, svo dæmi sé tekið.


 

Í nýlegum rannsóknaleiðangri á íslensku sumargotssíldinni mældist veiðistofninn aðeins helmingur af því sem hann mældist fyrir um það bil ári síðan, eða aðeins um 350 þúsund tonn. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.


 

Skrifaði minningargrein um sjálfan sig í Fishing News


 

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum janúarmánuði, metinn á föstu verði, var 33% meiri en í janúar 2008. Aflinn nam alls 70.852 tonnum í janúar 2009 samanborið við 76.891 tonn í janúar 2008. Þessar upplýsingar koma fram í frétt frá Hagstofu Íslands. Botnfiskafli jókst um tæp 7.000 tonn frá janúar 2008 og nam 33.100 tonnum. Þorskafli jókst um rúm 6.000 tonn og karfaaflinn um rúm 1.500 tonn. Ýsuaflinn dróst saman um 1.650 tonn og ufsaaflinn um 150 tonn samanborið við janúar 2008. Afli uppsjávartegunda nam tæpum 36.000 tonnum sem er tæplega 13.800 tonnum minni afli en í janúar 2008. Samdrátt í uppsjávarafla má rekja til þess að ekkert veiddist af loðnu í janúar miðað við rúm 22 þúsund tonn í janúar 2008. Síldarafli dróst einnig saman um 2.500 tonn frá fyrra ári. Afli kolmunna jókst hins vegar um tæp 6.000 tonn miðað við janúar 2008 og svo veiddust í nýliðnum janúar 4.900 tonn af gulldeplu. Flatfiskaflinn var tæp 1.650 tonn í janúar og jókst um rúmlega 700 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli  var 57 tonn samanborið við 68 tonna afla í janúar 2008.


 

Norðmenn ætla á næstunni að verja sem svarar 340 milljónum ísl. króna til markaðsstarfs á þorski. Þessi markaðsherferð er samstarfsverkefni norskra stjórnvalda og samtaka í norskum sjávarútvegi að því er segir í frétt frá IntraFish í gær. Stutt er síðan skýrt var frá því á þessum vettvangi að norsk stjórnvöld hefðu ákveðið að stórauka lán og ábyrgðir til fyrirtækja í norskum sjávarútvegi.


 

,,Það hefur ekki fundist neitt af loðnu umfram það sem búið var að mæla áður. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er að skoða ástandið í fjörunum sunnan við landið, Lundey er að ljúka við að leita djúpkantinn hérna vestur með Suðurlandinu, Aðalsteinn Jónsson var að koma inn eftir leit fyrir austan land og Súlan er enn að leita á grunnslóð fyrir austan.”


 

aflinn fer að mestu leyti til Kína


 

Að setja langreyði í öllum heimshöfum á válista yfir dýr í útrýmingarhættu er í grundvallaratriðum sambærilegt við að friða hreindýr á Íslandi vegna þess að hreindýrastofninn í Kanada væri illa á sig kominn. Þetta segir Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun í samtali í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Mikil óvissa ríkir um veiðar á loðnu og íslensku sumargotssíldinni í ár. Þessar tvær tegundir skiluðu um 19 milljörðum í útflutningsverðmæti árið 2008 sem var rúmur helmingur af verðmætum afurða uppsjávarfisks. Eftir gott rekstrarár í fyrra eru nú blikur á lofti í greininni. Þetta kemur fram í úttekt í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Í dag lauk í London samráðsfundi um stjórn veiða á karfa á Reykjaneshrygg á árinu 2009. Fundinn sátu fulltrúar Íslands, Færeyja, Grænlands, Evrópusambandsins, Noregs og Rússlands. Niðurstaðan var sú að fyrirkomulag veiðanna er að mestu óbreytt frá síðasta ári.


 

Starfsgreinasambandið segir unnt að fjölga störfum með því


 

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur enn ekki mælt neitt meira af loðnu og því skortir ennþá forsendur til þess að gefa út veiðikvóta á þessari vertíð. Stærsta mælingin fram að þessu var 385.000 tonn en reglan er að skilja eftir 400.000 tonn í sjónum til hrygningar. Fimm veiðiskip eru á miðunum rannsóknaskipinu til trausts og halds við mælingarnar. 


 

Lundey NS, skip HB Granda, er farin til loðnuleitar í samráði við Hafrannsóknastofnun. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarveiðisviðs HB Granda, mun skipið fyrst kanna svæði djúpt fyrir austan landið. Reiknað er með að skipið verði við loðnuleit næstu tvo dagana eða svo.


 

Á sameiginlegum fundi fulltrúa grásleppuveiðimanna og framleiðenda - LUROMA - sem haldinn var á Spáni sl. föstudag kom m.a. fram að heildarveiðin á árinu 2008 svaraði til 28.320 tunna af söltuðum grásleppuhrognum.  Veiðin var þriðjungi meiri en á árinu 2007.   Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda.


 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur ákveðið að heimila takmarkaðar loðnuveiðar íslenskra skipa í rannsóknaskyni.  Í reglugerð er kveðið á um að leyft verði að veiða 15.000 tonn í þessu skyni og að stjórn og skipulag veiðanna skuli vera á hendi Hafrannsóknastofnunarinnar. Fram hefur komið að útgerðarmenn og skipstjórar loðnuskipanna eru vongóðir um að með því náist að finna nægjanlegt magn af loðnu þannig að unnt verði að gefa út aflamark í loðnu.


 

Fiskmjölsverksmiðjur HB Granda hafa nú tekið á móti rúmlega 5.000 tonnum af gulldeplu það sem af er þessum mánuði. Að sögn Guðmundar Hannessonar, verksmiðjustjóra á Akranesi, hafa tæplega 4.400 tonn borist þangað til bræðslu og Lundey NS kom til Vopnafjarðar um helgina með tæplega 1.000 tonn.


 

Áhöfnin á Lundey NS sigldi nú undir morguninn fram á gríðarstóra loðnutorfu suður af Ingólfshöfða, að því er fram kemur á heimasíðu HB Granda. Torfan var 14 mílna löng, um 600 til 1000 metra breið og þykkt hennar var um 10 til 30 faðmar. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE var aðeins vestar og náði sömuleiðis að mæla loðnutorfuna.


 

Fremsti hluti göngunnar kominn vestur fyrir Ingólfshöfða


 

Íslenskum fiskiskipum  fækkaði um 44% á árunum 2003 – 2008 samkvæmt samantekt hagfræðings LÍÚ. Alls voru skráð fiskiskip 1.356 talsins fiskveiðiárið 2003/2004. Þeim hafði fækkað niður í 767 fiskveiðiárið 2007/2008. Fækkunin nemur 589 skipum.


 

Hafís hefur bráðnað hratt á Norðurpólssvæðinu á undanförnum árum vegna hlýnunar andrúmsloftsins. Nú hafa bandarískt stjórnvöld tilkynnt að allar atvinnuveiðar í þeim hluta Norður-Íshafsins sem þau ráða yfir verði bannaðar meðan vistkerfið verði kannað nánar.


 

Fara í mál við ríkið ef leyfi til hvalveiða verður afturkallað


 

Útflutningsverðmæti grásleppuhrogna á síðasta ári nam alls 1.371 milljón króna, sem er mesta verðmæti í sögu veiðanna.


 

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur áfram mælingum


 

,,Þetta var að mörgu leyti hin ágætasta veiðiferð. Við vorum að veiðum vestan við landið og vorum aðallega í karfa en fengum einnig þó nokkuð af þorski og dálítið af grálúðu. Það var reyndar mesta furða hve karfaveiðin var góð því janúarmánuður hefur aldrei þótt sérstaklega góður tími á þeim veiðum,“ segir Kristinn Gestsson, skipstjóri á Þerney RE, áheimsíðu HB Granda, en skipið nýkomið til hafnar eftir 33 daga veiðiferð.


 

Húsfyllir var í Bíóhöllinni á Akranesi í gærkvöldi á opnum fundi um hvalveiðimál. Það var Verkalýðsfélag Akraness og Akraneskaupstaður sem boðaði til fundarins í ljósi ákvörðunar Steingríms J Sigfússonar um að gefa út viðvörun um að hugsanlega yrði afturkölluð reglugerð fyrirrennara hans, Einars Kr. Guðfinnssonar, um leyfi til veiða á 150 langreyðum á ári og 200 hrefnum.


 

Stofnmæling á makríl og rannsóknir á hrygningarþorski við Austur-Grænland eru meðal nýmæla í rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar, að því er Jóhann Sigurjónsson, forstjóri stofnunarinnar, sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir. Einnig er fyrirhugað að mæla stofn gulldeplu.


 

„Regnbogasilungseldi, sem hófst í Dýrafirði í nóvember síðastliðnum, er ennþá á tilraunastigi en gengur eftir áætlun,“ segir Brynjar Gunnarsson hjá Dýrfiski í samtali við bb.is.  Í eldinu eru 30-35 þúsund fiskar eða um níu tonn. Brynjar segir þá tölu aukast í sumar og vonast til að aflinn úr eldinu fari upp í áttatíu tonn í slátrun í haust.


 

segir Einar K. Guðfinnsson fv. sjávarútvegsráðherra-


 

Hoffell SU 80 kom um níuleitið í morgun með fullfermi af gulldeplu til bræðslu á Akranesi. Að sögn Einars Guðmundssonar hjá Akraneshöfn landaði Júpíter 800 tonnum af deplunni í gær og Bjarni Ólafsson AK kom m með 830 tonnum á mánudagskvöld. Mjölið af gulldeplunni þykir mjög salt og því er óvíst hvernig gengur að selja það án þess að blanda því saman við annað. Hinsvegar er lýsið talið mjög gott.


 

Á árinu 2008 voru seld 4.575 tonn af fiski á uppboðum á íslenskum fiskmörkuðum beint til erlendra kaupenda fyrir um 936 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Reiknistofu fiskmarkaða.


 

Íslendingar eru örþjóð meðal hvalfangara heimsins enda hafa sáralitlar veiðar verið stundaðar hér við land á undanförnum árum.


 

Næstkomandi sunnudag leggur nýsmíðað fiskiskip Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði af stað frá Taiwan áleiðis til Íslands en siglingin tekur 6-7 vikur. Skipið er hið fyrra af tveimur sömu gerðar sem fyrirtækið hefur verið með í smíðum þar eystra.


 

Verð á þorski og ýsu á fiskmörkuðunum hér innanlands hefur lækkað verulega á síðustu dögum. Meðalverð á slægðum þorski var í gær 225 kr/kg og á óslægðum 185 kr/kg.   Óslægð ýsa seldist á 125 kr/kg og slægð á 123 kr/kg.


 

,,Mér líst ágætlega á gulldeplumjölið. Það er ágætlega próteinríkt og nýtingin í mjölvinnslunni er um 15%. Það, sem kemur manni töluvert á óvart, er hve þessi smái fiskur er feitur og nýtingin í lýsisvinnslunni er svipuð og í mjölinu eða um 15%,“ sagði Guðmundur Hannesson, verksmiðjustjóri hjá HB Granda á Akranesi, er rætt var við hann um gang mála í fiskmjölverksmiðjunni á Skaganum en þangað barst fyrsti gulldeplufarmur ársins í gær þegar Bjarni Ólafsson AK kom þangað með um 830 tonna farm.


 

Tveir þriðju andsmanna eru hlynntir hvalveiðum í atvinnuskyni. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Capacent Gallup vann fyrir Sjávarnytjar um helgina. Spurt var: Ertu hlynntur því eða andvígur að Íslendingar stundi hvalveiðar í atvinnuskyni?


 

Samkvæmt fjölstofnalíkani Hafrannsóknastofnunarinnar gæti afrakstur þorskstofnsins orðið um 20% minni en ella njóti hvalastofnar algerrar friðunar. Hvalastofnar við Íslandsstrendur eru eru nú taldir nálægt upprunalegri stærð. Sérfræðingar stofnunarinnar leggja til að hvalveiðar séu stundaðar með sjálfbærum hætti og hvalastofnum haldið í 70% af hámarksstærð.


 

,,Það er tregt hjá okkur. Það var þokkaleg veiði fyrir nokkrum dögum en svo virðist sem að gulldeplan sé að færast lengra vestur. Við byrjuðum veiðarnar í Grindavíkurdjúpinu en erum núna að veiðum suður af Eldeyjarsvæðinu,“ sagði Hjalti Einarsson, fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Faxa RE er tíðindamaður heimasíðu HB Granda náði tali af honum nú síðdegis í gær.Öll þrjú uppsjávarveiðiskip HB Granda eru nú komin á gulldepluveiðar. Faxi RE kom á miðin í gær en Ingunn AK og Lundey NS hófu veiðarnar nú í morgun. Að sögn Hjalta fékk áhöfnin á Faxa RE um 70 til 80 tonna afla í gær og er rætt var við hann stóð heildaraflinn í um 150 tonnum. 12 skip voru þá að gulldepluveiðum á svipuðum slóðum og Faxi RE


 

17 skip hafa fengið tilraunaveiðileyfi


 

Í loðnurannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunar sem nú stendur yfir hafa verið merktir tveir hnúfubakar fyrir austan land. Staðsetningarmerki hafa borist frá öðru dýrinu sem merkt var síðdegis 1. febrúar 2009 á Hvalbaksgrunni. Hægt er að fylgjast með ferðum hnúfubaksins og fleiri hvala sem kunna að verða merktir í leiðangrinum á vef stofnunarinnar. Sjá ferðir hvalsinsHÉR


 

Sjávarafurðir voru 36,6% af heildarútflutningi landsmanna á síðasta ári og hefur þetta hlutfall aldrei verið lægra síðan árið 1865! Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.


 

í beinum viðskiptum


 

Rússar eru byrjaðir að veiða loðnu í eigin lögsögu í Barentshafi rétt eins og Norðmenn eftir fimm ára veiðibann. Rússneska Interfax fréttastofan hefur eftir Andrej Krajnijs fiskveiðistjóra Rússlands á blaðamannafundi, að rússneska fiskveiðistofnunin leggi til að innflutningur á loðnu verði takmarkaður með því að setja á hann 25% innflutningstoll.


 

Norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren sagði frá því í forsíðufrétt á vef sínum í gær að Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna verði nýr landbúnaðar-, fjármála- og sjávarútvegsráðherra, og kallar hann „ofurráðherra“.
SKIPASKRÁ /