þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

mars, 2009

 

Sjávarútvegsráðuneytið hefur kynnt tillögur Hafrannsóknastofnunar um afmörkuð svæði til hvalaskoðunar, þar sem með öllu verður óheimilt að stunda hvalveiðar, en þetta er gert til þess að koma í veg fyrir árekstra milli þessara tveggja atvinnugreina.


 

Árlegt netarall Hafrannsóknastofnunarinnar hófst 28. mars s.l. Sjö bátar taka þátt í netarallinu. Saxhamar SH í Breiðafirði, Þórsnes II SH í Faxaflóa, Kristbjörg HF á svæðinu frá Reykjanesi að Þrídröngum, Glófaxi VE frá Þrídröngum að Skeiðarárdjúpi og Hvanney SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum, Þorleifur EA á svæðinu frá Húnaflóa að Eyjafirði og Sædís ÍS í Ísafjarðardjúpi.


 

Ætlunin er að breyta viðhorfum og tryggja gæðaeftirlit með fiski til neyslu í Úganda og til útflutnings með nýju verkefni sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) og stjórnvöld í Úganda skrifuðu undir á dögunum.


 

Verð áfram hátt í íslenskum krónum


 

Kap VE hóf í gær að nýju að hreinsa upp síld í Vestmannaeyjahöfn og er giskað á að um 500 tonn hafi veiðst, að því er fram kemur á vefnumsudurlandid.is.Sjávarútvegsráðuneytið leyfði veiðarnar að nýju síðastliðinn föstudag eftir tímabundna stöðvun.


 

Norðmenn standa nú frammi fyrir þeirri sérkennilegu stöðu að afraksturinn af þróunaraðstoð þeirra í Víetnam um langt árabil er farinn að ógna markaðsstöðu norsks sjávarútvegis í Evrópu.


 

Útflutningur á sjávarafurðum frá Noregi nam á síðasta ári liðlega 39 milljörðum norskra króna, jafngildi 700 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi. Aðeins Kínverjar eru stærri útflytjendur sjávarfangs en þeir fluttu út fyrir um eitt þúsund milljarða ísl. kr. í fyrra.


 

Eldisfiskurinn tilapia eða beitarfiskur, sem er mjög algengur hvítfiskur á markaði í Ameríku, hefur verið að ryðja sér til rúms á Evrópumarkaði. Nú hefur verið stofnuð í Belgíu stærsta eldisstöð í Evrópu, VitaFish, til framleiðslu á þessum fiski.


 

Leyft verður að veiða 21 þúsund tonn


 

Vetrarvertíðin sunnan- og vestanlands stendur nú sem hæst og segja sjómenn að þorskgegnd hafi ekki verið meiri um árabil. Mokveiði er í net og hafa sumir minni netabátar komið komið inn til löndunar tvisvar á dag, svo mikill er aflinn.


 

Grásleppuvertíðin glæðir smærri staðina lífi


 

Lögregla í pólska bænum Ostroleka hafði í síðustu viku afskipti af tveimur ferðalöngum sem ætluðu með rútu til Flórens á Ítalíu. Í farangri þeirra fannst síld sem farin var að rotna, en við nánari athugun reyndist hún hafa að geyma hálf kíló af anfetamíni.


 

Í næsta mánuði kemur splunkunýtt uppsjávarvinnsluskip til Færeyja, en það er smíðað hjá Asmar skipasmíðstöðinni í Chile. Skipið er 83,5 metra langt og 18,4 metra breitt. Afkastageta þess á sólarhring verður 250 tonn í frystingu og 300 tonn í mjölvinnslu.


 

Norskir þorskeldismenn vilja að ríkið komi greininni til aðstoðar vegna verðfalls á afurðum í vetur. Til þessa hefur norska ríkið lagt jafnvirði 17 milljarða íslenskra króna til að þróa þorskeldi. Í vetur hefur verð á eldisþorski aðeins verið helmingur þess sem þarf til að eldið borgi sig.


 

Mokveiði er víða við land en verð á þorski hefur lækkað umtalsvert á fiskmörkuðum. Þetta á einkum við um netafiskinn sem hefur lækkað um 23% frá því á sama tíma í fyrra, að því er Gunnar Bergmann Traustason, sölustjóri hjá Fiskmarkaði Íslands í Breiðafirði, segir í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, átti símtal við Helgu Pedersen sjávarútvegsráðherra Noregs nú í hádeginu vegna yfirlýsinga í norskum fjölmiðlum um markílveiðar Íslendinga.


 

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, vill að íslensk stjórnvöld bregðist við orðum norska sjávarútvegsráðherrans um makrílveiðar Íslendinga. Hann segir það háalvarlegt mál að norskir ráðamenn hvetji til þess að íslenskar vörur séu sniðgengnar.


 

Sjávarútvegsráðuneytið hefur óskað eftir því við Hafrannsóknastofnun að afla enn frekari gagna um ástandið í höfninni í samstarfi við heimamenn og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, til þess að unnt sé að meta þá mengunarhættu af síld í höfninni sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa áhyggjur af.


 

Skip Eskju hf, Aðalsteinn Jónsson og Jón Kjartansson, komu til hafnar um helgina með 3.200 tonn af góðum kolmunna. Aðalsteinn kom með fullar frystilestar af heilfrystum kolmunna til manneldis og Jón landaði um 2000 tonnum í fiskimjölsverksmiðjuna.


 

Sjávarútvegsráðherrar Noregs og Bretlands hafa átt í viðræðum um aðgerðir til að stöðva makrílveiðar Íslendinga. Norski ráðherrann, Helga Pedersen, hvetur kaupendur þar í landi til að sniðganga íslenskt fiskimjöl úr makríl og segir að veiðar Íslendinga óábyrgar. Einn stærsti kaupandi fiskimjöls í Noregi segir að taka beri óskir ráðherrans til greina.


 

Kolmunni verður ekki frystur í ár um borð í Hugin VE. Útgerðarstjórinn segir að markaður fyrir frystan kolmunna sé í uppnámi vegna efnahagskreppunnar í heiminum. Bræðsluverðið sé stöðugra.


 

,,Veiðin gekk mjög vel og við vorum ekki nema um tvo sólarhringa á miðunum en það er samt mjög mikið haft fyrir þessum afla og langt að fara. Þetta var tveggja sólarhringa sigling og vegalengdin er tæplega 600 sjómílur,” segir Lárus Grímsson, skipstjóri á Lundey NS, en skipið kom til hafnar á Akranesi í gærkvöldi með 1400 til 1500 tonn af kolmunna. Aflinn fékkst á alþjóðlega hafsvæðinu djúpt suður af landinu.


 

Um hádegisbil á föstudaginn hélt Snæfell EA 310 hélt í sína fyrstu veiðiferð í blíðskaparveðri. Snæfellið (áður Akureyrin EA) er hið glæsilegasta eftir umfangsmiklar endurbætur, en skipið skemmdist í eldsvoða í maí 2006 og hefur verið frá veiðum síðan.


 

Landssamband smábátaeigenda mótmælir ,,tilraun til þess að troða lögskráningu upp á smábátaútgerðina” eins og Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS orðar það í grein í nýjustu Fiskifréttum, en lög þess efnis eru nú til umfjöllunar í samgöngunefnd Alþingis.


 

Stjórn Eskju hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af sænska sjónvarsþættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var í sænska ríkissjónvarpinu 25. febrúar síðastliðinn og fjallaði að miklu leyti um neyslu á laxi, laxeldi og fóðrun á eldisfiski.


 

Fóðurverksmiðjur í Noregi notuðu 350.000 tonn af fiskimjöli á síðasta ári til þess að útbúa fóður fyrir eldislax þar í landi. Meirihluti mjölsins var fluttur inn frá öðrum löndum eða 242.000 tonn. Afgangurinn kom frá fiskimjölsverksmiðjum í Noregi.


 

Landssamband íslenskra útvegsmanna skorar á banka og sparisjóði í landinu að taka frumkvæði til bjargar heimilum og atvinnulífi og lækka nú þegar vexti umtalsvert. Stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands í gær bendir ekki til þess að peningastefnunefnd, sem sérstaklega var skipuð, sé í nægilegum tengslum við þann raunveruleika sem við þjóðinni blasir, segir í ályktun LÍÚ.


 

Síldveiðar í Vestmannaeyjahöfn hafa verið stöðvaðar. Hafrannsóknastofnun telur ekki fiskifræðileg rök fyrir áframhaldandi veiðum þar sem rúmlega helmingur síldarinnar þar sé nógu vel á sig kominn til að synda af sjálfsdáðum úr höfninni, að því er fram kemur í frétt á ruv.is


 

Már Ólafsson trillukarl á Hólmavík, sem gerir út smábátinn Straum ST,  vann í gær mál gegn ríkinu fyrir Hæstarétti. Í málinu var tekist á um hvort viðmiðunarreglu ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald hefði lagastoð.  Reglan er um að reiknað endurgjald þeirra sem stunda fiskveiðar á smábátum er kjarasamningar taka ekki til, skuli eigi vera lægra en 40% af aflaverðmæti báts.


 

Um helgina líkur árlegri stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum, eða togararalli eins og verkefnið er kallað í daglegu tali. Verkefnið hófst í byrjun mars. Fimm skip taka þátt í verkefninu: Togararnir Bjartur NK, Ljósafell SU og Páll Pálsson ÍS og rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson.


 

Togbáturinn Skinney SF-20 sigldi undir herskipavernd í síðustu viku á slóðum sjóræningja úti fyrir Sómalíu á leið sinni frá Taiwan til Íslands. Viðburðaríkri heimsiglingu skipsins er lýst í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Íslendingar eru ekki einir um að sæta ámælis fyrir að veiða makríl án tilskilins kvóta frá NEAFC.  Danir ásakar Norðmenn og Færeyinga um að taka sér meiri veiðiheimildir en þeim beri.


 

Öll þrjú uppsjávarveiðiskip HB Granda eru nú á kolmunnamiðunum djúpt suður af landinu. Lundey NS og Ingunn AK komu á veiðisvæðið í gær og Faxi RE ætti að geta hafið veiðar fljótlega. Gott veður er á veiðisvæðinu og er það góð tilbreyting eftir það hamfaraveður sem skipin hrepptu í síðustu veiðiferð.


 

Brúttóskuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja voru 300,3 milljarðar króna í lok ársins 2007. Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja námu á sama tíma 15.685 milljörðum króna samkvæmt frétt Morgunblaðsins í gær, sem byggir á upplýsingum frá ríkisskattstjóra.


 

Í gær var fjölveiðiskipið Kap VE við veiðar á síld  inni í Vestmannaeyjahöfn en  hefur höfnin hingað til ekki verið þekkt fyrir fengsæl fiskimið nema þá helst vegna bryggjuveiða á marhnútum og ufsatittum. 


 

Íslenska fyrirtækið Atlantis Group hf. hefur gert samning til fimm ára við japanskt fyrirtæki um afhendingu á um 11 þúsund tonnum af fiski á ári, aðallega túnfiski og Kyrrahafslaxi. Verðmæti samningsins er um 9 milljarðar japanskra jena á ári eða 45 milljarðar jena á samningstímanum, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom til hafnar í Reykjavík í morgun með um 120 tonna afla eftir um fimm daga á veiðum. Þar af voru um 80 tonn af gullkarfa en annar afli var aðallega þorskur. Gunnar Einarsson skipstjóri er ánægður með aflabrögðin, ekki síst vegna þess að hann segir að kolbrjálað veður hafi verið á karfamiðunum og fyrir vikið hafi verið erfitt að stunda veiðarnar.


 

Grásleppukarlar á Bakkafirði eru flestir ef ekki allir byrjaðir veiðar og lögðu sumir netin þann 10. mars. Oddur V. Jóhannsson skipstjóri á Á NS 191 er búinn að vitja netanna einu sinni og eftir fyrsta hringinn komu á land 1200 kg sem talið er nokkuð gott svona í byrjun vertíðar.


 

Samtök atvinnulífsins, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva hvetja til þess að matvælalöggjöf Evrópusambandsins verði innleidd á Íslandi. Verði það ekki gert getur það leitt til þess að aðgangur íslenskra sjávarafurða að mörkuðum innan ESB verði takmarkaður. Jafnframt er hætta á að útflutningur til ríkja ESB verði mun dýrari.


 

,,Réttur okkur til þessara veiða er óskoraður og það er ekki við okkur að sakast þótt við þurfum að setja veiðiheimildir einhliða. Ósk okkar um að fá að koma að stjórn veiða úr makrílstofninum í NA-Atlantshafi hefur ítrekað verið hafnað. Í því ljósi eru þetta óskiljanlegar kvartanir Norðmanna,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.


 

Umfangsmikilli loðnuleit hafrannsóknaskipa og fiskiskipa er nú lokið án þess að loðnukvóti væri gefinn út. Ekki náðist að mæla þau 400 þúsund tonn sem miðað við sem grundvöll til útgáfu aflamarks. Þetta er í fyrsta sinn frá veiðitímabilinu 1982/1983 sem ekki hefur verið gefinn út loðnukvóti.


 

Nú er langt gengið á 223.000 tonna loðnukvóta Norðmanna í Barentshafi á þessari vertíð. Þegar síðast fréttist voru 60.000 tonn óveidd en undanfarna daga hefur sólarhringsveiðin verið um 10.000 tonn.


 

Nú er verið að landa kolmunnaafla úr Faxa RE hjá fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi en skipið kom til hafnar í morgun eftir langa og stranga siglingu í mjög slæmu veðri frá kolmunnamiðunum djúpt vestur af Írlandi. Ingunn AK og Lundey NS eru nú á leið á miðin en skipin létu úr höfn í morgun, að því er fram kemur áheimasíðu HB Granda.


 

Enn ein vikan er nú liðin þar sem óslægður þorskur seldur á fiskmörkuðunum nær ekki 200 króna meðalverði á kílóið.  Það sem af er mars er meðalverðið aðeins 168 krónur sem er 45% lægra verð en það hefur verið hæst á fiskveiðiárinu sem var í nóvember, munurinn 137 krónur.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 99 milljörðum króna á árinu 2008 samanborið við 80 milljarða yfir árið 2007, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti hefur aukist um 18,8 milljarða eða 23,5% á milli ára. Aflaverðmæti í desember nam tæpum 8 milljörðum miðað við rúma 5 milljarða í desember 2007. 


 

Neytendur vilja að fiskurinn sem þeir kaupa sé úr stofnum sem nýttir séu á sjálfbæran hátt, en þeir hafa ekki áhuga á nákvæmri útlistun á því og vilja ekki borga meira fyrir slíka vöru.


 

Þorskafli jókst um 36% fyrstu tvo mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Misjafnt er eftir landsvæðum hvernig þessi aukning skiptist. Mest jókst aflinn hlutfallslega á Suðurlandi og Suðurnesjum en lítilsháttar samdráttur varð á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.


 

Í dag hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið gefið út reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2009.  Þar segir að fari heildarafli íslenskra skipa í makríl á árinu 2009 yfir 112.000 lestir, þar af 20.000 lestir á alþjóðlegu hafsvæði utan lögsögu ríkja, ákveði ráðherra hvort veiðar á makríl skuli bannaðar eða takmarkaðar með einhverjum hætti. Þetta er um það bil sami afli og veiddur var á síðustu vertíð.


 

- segir forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins


 

Teikn á lofti um að botninum sé náð


 

Afli uppsjávartegunda  í nýliðnum febrúar nam rúmum 54.000 tonnum sem er um 11.100 tonnum meiri afli en í febrúar 2008. Aukningu í uppsjávarafla má rekja til þess að þrátt fyrir um helmingi minni loðnuveiði en árið áður og um 11.000 tonnum minni afla af kolmunna, þá veiddust í nýliðnum febrúarmánuði 28.000 tonn af gulldeplu. Þar við bættist að síldarafli nam um 10.200 tonnum, en engin síld var veidd í febrúar 2008.


 

Ingunn AK og Lundey NS eru nú á leiðinni til Akraness með samtals um 3.000 tonn af kolmunna og er reiknað með því að skipin verði komin til hafnar annað kvöld, að því er fram kemur á heimasíðu HB Granda.


 

Atvinnuveiðar á stórhvölum hefjast hér við land í byrjun júní og er verið að undirbúa skip og vinnslustöðvar fyrir vertíðina. Áætlað er að 200-250 manns komi að veiðum og vinnslu.


 

eftir næstum tveggja áratuga veiðibann


 

Undanþágunefnd sem afgreiðir umsóknir um undanþágur frá skipstjórnar- og vélstjórnarréttindum við ráðningu í skipsrúm samþykkti samtals 558 umsóknir á síðasta ári, en alls bárust nefndinni 736 umsóknir.


 

Þegar nálgast páska hefur eftirspurn eftir saltfiski frá Íslandi yfirleitt aukist en nú ber svo við að salan á saltfiski er heldur treg og verðið hefur lækkað umtalsvert í erlendri mynt, eða um 20-30%, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Nú stendur yfir tilraun þar sem nákvæmur samanburður gerður á þeim hitasveiflum, sem fiskafurðir verða fyrir við flutning  frá Dalvík til Bremerhaven, með flugi annars vegar og skipi hins vegar,  með það fyrir augum að kanna geymsluþol fisksins.


 

Ein milljón áhorfenda hafa sé Smáey VE í stórsjó.


 

áætlað að 260 bátar muni stunda veiðarnar


 

samkvæmt tilmælum umboðsmanns Alþingis


 

Sala í janúar og febrúar á íslensku fiskmörkuðunum var tæplega 22% meiri en í fyrra.  Í febrúar voru seld 10.485 tonn sem er 13% meira en í febrúar 2008.  Þetta er með stærri febrúarmánuðum.


 

Öll þrjú uppsjávarveiðiskip HB Granda eru nú farin til kolmunnaveiða á hafsvæðinu djúpt vestur af Írlandi. Ingunn AK komin á miðin sl. fimmtudagskvöld og Lundey NS sólarhring síðar. Faxi RE lét úr höfn sl. sunnudag og var von á skipinu á veiðisvæðið nú um hádegisbilið.


 

Norðmenn ætla að takmarka grásleppuveiðar í vor vegna ótta við hrun í stofninum. Gert er ráð fyrir að aflinn minnki um þriðjung og að færri bátar fái leyfi til veiða en í fyrra. Jafnframt er reiknað með að verð fyrir hrognin haldist stöðugt.


 

Fundur í stjórn Eldingar, félags smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var á Ísafirði í gær samþykkti að beina því til stjórnvalda að færa ráðgjöf um árlegan heildarafla nytjastofna á Íslandsmiðum frá Hafrannsóknastofnun til háskólasamfélagsins.  


 

Í sl. viku hófst árleg stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, eða togararall eins og verkefnið er kallað í daglegu tali. Fimm skip taka þátt í verkefninu: togararnir Bjartur NK, Ljósafell SU og Páll Pálsson ÍS og rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson.


 

LS finnst aðlögunartíminn of skammur


 

Fimm fiskbúðir undir merkjum Fiskisögu munu í dag lækka fiskverð um allt að 50%. Misjafnt er hversu mikið vörur lækka en yfir heildina er um að ræða lækkun upp á rúm 30%. Fiskbúðirnar eru á sama tíma að breyta um áherslur. Vöruúrval verður aukið og verður meira lagt upp úr minna unnu hráefni sem skapar enn frekara svigrúm til verðlækkunar


 

Haukur Björnsson hættir hjá Eskju hf. sem framkvæmdastjóri eftir að hafa unnið hjá félaginu í fjöldamörg ár. Haukur hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra síðan 2004 en hefur ákveðið að snúa sér að öðru, að því er fram kemur á vef fyrirtæksins.


 

- segir í ályktun Ferðamálaráðs


 

Vaxandi áhugi er fyrir veiðum á úthafsrækju. Allt stefnir í það að fjórir togarar að minnsta kosti verði á úthafsrækjuveiðum í vor og sumar og hafa þeir ekki verið fleiri frá því rækjuveiðarnar hrundu fyrir nokkrum árum, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.


 

,,Verð á íslenskum þorski er ótrúlega lágt. Ég hef aldrei keypt eins mikið inn af íslenskum fiski áður, hingað til hefur hann allur komið frá Færeyjum,” segir Gregg Howard varaformaður samtaka Fish and Chips búða í Bretlandi í samtali við sjávarútvegsvefinn IntraFish. 


 

Sáralítið hefur selst hingað til á uppboðum á Fjölnetinu þar sem innlendum kaupendum gefst kostur á að bjóða í fisk sem áformað er að selja óunninn á erlendan markað. Boðin hafa verið upp yfir 700 tonn í vikunni á þessum vettvangi en aðeins tæp 4 tonn selst, samkvæmt upplýsingum Reiknistofu fiskmarkaða.


 

,,Við erum staddir á Eldeyjarbankanum núna á höttunum eftir ufsa og ýsu. Við höfum mikið reynt að veiða ýsu í þessum túr en afar lítið fengið af henni þótt við höfum farið hringinn í kringum landið. Reyndar hefur gengið mjög erfiðlega að veiða ýsu á öllu þessu fiskveiðiári og það sama gildir um ufsann.”


 

segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ


 

Sölumenn sjávarafurða greinir á um hvaða áhrif auknar hvalveiðar Íslendinga muni hafa á fisksölu erlendis. Aðstoðarforstjóri Icelandic Group telur að áhrifin verði skaðleg en sölustjóri hjá Iceland Seafood sér ekki ástæðu til að hafa áhyggjur.


 

Nýr nytjastofn er líklega fundinn hér við land. Er hér um að ræða krabbategund, grjótkrabba, sem þykir lostæti. Rannsóknir benda til að hann finnist hér í nýtanlegu magni í Hvalfirði. Enn er þó alls óvíst í hve miklum mæli, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Niðurstöður hrefnurannsókna Hafrannsóknastofnunarinnar á árunum 2003-2007 benda til þess hrefnan éti árlega allt að 300.000 tonn af þorski og ýsu. Það er fimmfalt meira magn en eldri rannsóknir hafa leitt í ljós. Til samanburðar má nefna að heildaraflamark þorsks og ýsu á yfirstandandi fiskveiðiári er um 250.000 tonn.


 

Með hverjum deginum sem líður minnkar vonin um að meira finnist af loðnu. Vestanganga lætur ekki á sér kræla. Faxi RE fór út til leitar í fyrradag eftir að Ingunn AK hafði siglt yfir eina eða tvær torfur í Kolluál á leið í land en ekkert kom út úr þeirri skoðun.


 

Fjölþjóðlegur vinnuhópur sérfræðinga á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthafskarfi í neðri lögum sjávar og úthafskarfi í efri lögum sjávar séu tveir líffræðilega aðgreindir stofnar og því beri að taka tillit til þess við stjórnun veiðanna úr þeim.


 

Fluttar voru út sjávarafurðir fyrir um 13,3 milljarða króna í janúar samanborið við 10,3 milljarða króna í janúar 2008, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þrátt fyrir aukningu í krónum talið er hér um tæplega 24% samdrátt að ræða reiknað á föstu gengi.


 

Danska varðskipið EJNAR MIKKELSEN P 571 kom til Reykjavíkur sl. laugardag en skipið er systurskip varðskipsins KNUD RASMUSSEN P 570 sem heimsótti Landhelgisgæsluna (LHG) í september sl.  og var þá opið almenningi.


 

Tæp níu ár voru liðin frá því íslenskt fiskiskip landaði síðast í Grimsby þegar Sturla GK 12 seldi afla sinn þar í gær. Breski sjávarútvegsvefurinn FISHupdate.com segir að hin „óvænta koma“ Sturlu GK 12 hafi vakið nokkra athygli á fiskmarkaðnum í Grimsby enda aflinn búhnykkur fyrir markaðinn til viðbótar gámasendingum frá Íslandi. 


 

Áhöfnin á Faxa RE er nú við loðnuleit á svæðinu vestur og norðvestur af Snæfellsnesi. Loðnuleitin fer fram í samvinnu við Hafrannsóknastofnunina og er Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur um borð í skipinu, að því er fram kemur á heimasíðu HB Granda.


 

Það eru einhver ár frá því íslenskt fiskiskip landaði þarna síðast,“ segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík, en skip félagsins, Sturla GK 12, seldi í dag 65 tonn af blönduðum afla á fiskmarkaði í Grimsby. Meðalverðið var 264 kr. á kíló. Annað línuskip Þorbjarnar hf., Ágúst GK 95, er á leið til Grimsby og mun selja þar nk. mánudag


 

Norðmenn veiða nú loðnu úti fyrir strönd Austur-Finnmerkur í Norður-Noregi og hafa fengið góðan afla. Að minnsta kosti tveir bátar hafa farið með afla sinn til löndunar í Múrmansk í Rússlandi og fengu þeir 1,50-1,80 NOK fyrir kílóið eða jafnvirði 24-29 íslenskra króna. Þetta er nálægt lámarksverðinu í Noregi.


 

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í dag, 2. mars, var ákveðið að lækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 15%. Verð á slægðri og óslægðri ýsu var lækkað um 10% . Verð á karfa var ákveðið óbreytt. Verð þetta gildir frá og með 1. mars 2009.


 

Á árinu munu alls 35 starfsmenn Landhelgisgæslunnar hætta störfum, hefja töku launalauss leyfis, hefja töku lífeyris ýmist samhliða vinnu eða alfarið eða minnka starfshlutfall.  Stöðugildum hjá Landhelgisgæslunni hefur með þessu fækkað úr 168 í 137 á innan við ári en það er fækkun um tæp 20%. 


 

Alls sóttu útgerðir 32 skipa um leyfi norsku fiskistofunnar til að veiða keilu, löng og blálöngu á línu í íslenskri lögsögu á þessu ári en aðeins tvö skip voru dregin úr pottinum, þau Keltic og Stålholm.


 

Í lok árs 2008 voru 1.529 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fækkað um 113 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var alls 769 og samanlögð stærð þeirra 86.390 brúttótonn. Vélskipum fækkaði um 65 á milli ára og dróst flotinn saman um 5.266 brúttótonn.


 

í samræmi við þarfir markaðarins
SKIPASKRÁ /