þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

apríl, 2009

 

Smábátasjómenn á Hornafirði sjá fram á ný verkefni í framtíðinni við veiðar á makríl á handfæri. Gera má ráð fyrir því að ekki færri en 6 smábátar fari á þessar veiðar í sumar samkvæmt upplýsingum Fiskifrétta.


 

Árlegu netaralli Hafrannsóknastofnunar lauk í síðustu viku. Endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir en Valur Bogason, verkefnisstjóri netrallsins, segir í samtali við Fiskifréttir að þorskaflinn hafi verið mun betri á flestum svæðum en árið áður.


 

,,Íslenskur sjávarafurðaiðnaður er ekki nógu markaðssinnaður. Við höfum ekki þróað markaðsstarfið í takt við breyttar kröfur. Það dugir ekki að byggja markaðsstarf á því að skortur sé á fiski og ég óttast að færri séu að markaðssetja íslenskan fisk á erlendum mörkuðum nú en voru fyrir rúmum áratug.”


 

Grásleppuvertíðin framlengd um viku


 

fullkomnasta varðskip sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi segir Landhelgisgæslan


 

,,Kolmunnaveiðarnar hafi gengið mjög vel að undanförnu og eru flest íslensku skipin búin með kvóta sína eða við það að klára þá. Við erum núna staddir um 70 mílur suður af Suðurey í Færeyjum og frystum aflann um borð,” sagði Guðjón Jóhannsson skipstjóri á Hákoni ÞH í samtali við Fiskifréttir í dag.


 

Miklar líkur eru taldar vera á því að á næstu 20 árum verði allt aðrar fisktegundir ríkjandi í Norðursjónum en í dag. Þorsk- og síldarstofnar gætu minnkað enn meir en orðið er en þess í stað komi tegundir sunnan úr höfum eins og sardínur og ansjósur.


 

Talsverð eftirspurn er nú eftir leigukvóta í úthafsrækju og hefur verð á honum hækkað. Ekki er langt síðan þessi kvóti var verðlaus en veiðar á úthafsrækju hrundu árin 2005 og 2006.  


 

NA-Atlantshafsfiskveiðinefndin (NEAFC) hefur samþykkt að loka stórum svæðum fyrir botnfiskveiðum á Mið-Atlantshafshryggnum til þess að vernda viðkvæmt lífríki í úthafinu í NA-Atlantshafi. Það hefur ekki í för með sér stöðvun veiða sem Íslendingar hafa stundað hingað til.


 

Kolmunnaveiðum skipa HB Granda er nú að ljúka en alls hafa Faxi RE, Ingunn AK og Lundey NS veitt samtals rúmlega 26 þúsund tonn af kolmunna á þessu ári.


 

„Yfirlýsingar þingmanna Samfylkingarinnar um innköllun veiðiheimilda hafa verið mjög misvísandi eftir því hvort þeir eru af landsbyggðinni eða Reykjavíkursvæðinu,” segir Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ í samtali við Fiskifréttir.


 

Út er komið hefti í efnisflokknum Sjávarútvegur þar sem birtar eru niðurstöður athugana Hagstofunnar um hag fiskveiða og fiskvinnslu árið 2007. Þar kemur m.a. fram að hagnaður botnfiskveiða og -vinnslu reiknaður samkvæmt árgreiðsluaðferð lækkaði úr 18½% árið 2006 í 13% árið 2007.


 

„Út úr þessari Grænbók má lesa aukinn vilja framkvæmdastjórnar ESB til þess að hverfa frá hinum svokallaða hlutfallslega stöðugleika í sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins, þannig að við getum ekki treyst því að sú regla haldi þegar til lengri tíma er litið,” segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ í samtal við Fiskifréttir.


 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kemst að því í svokallaðri Grænbók um hina sameiginlegu sjávarútvegsstsefnu sambandsins að reglan um hlutfallslegan stöðugleika (e. relative stability) tryggi ekki lengur að fiskveiðiréttindi haldist hjá viðkomandi veiðiþjóð. Grænbókin var formlega kynnt á miðvikudag.


 

Sjómenn eiga að njóta slysatryggingaverndar almannatrygginga á ferðum sínum á vegum útgerða frá heimilum sínum. Þetta er niðurstaða dóms í máli Hraðfrystistöðvar Þórshafnar gegn Tryggingastofnun ríkisins. Dómur var kveðinn upp þann 20. mars sl.


 

Á meðal þeirra hugmynda sem Evrópusambandið hefur til skoðunar í tengslum við endurskoðun fiskveiðistefnu sinnar er stórfelld úrelding fiskiskipaflotans og frjáls framsal fiskveiðiheimilda. Þetta kemur fram í dagblaðinu Financial Times í dag, að því er ríkisútvarpið greinir frá.


 

segir í ályktun Félags ungs fólks í sjávarútvegi


 

Hugmyndum sjávarútvegsráðherra um frjálsar handfæraveiðar á sumrin gegn því að byggðakvótinn verði felldur niður hefur verið tekin misjafnlega innan sjávarútvegsins.


 

Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess segir að ef stefna stjórnarflokkanna um stjórn fiskveiða gangi eftir verði ekki samið um nýsmíðar fiskiskipa á næstunni, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Hrygningarstofn þorsksins í Barentshafi kemst yfir eina milljón tonna á næsta ári og stækkar enn meira árið á eftir. Það þýðir að unnt verður að auka þorskkvótann um 10% þegar á næsta ári eða um 50 þúsund tonn sem skiptast mun jafnt milli Norðmanna og Rússa.


 

segir Guðmundur Smári Guðmundsson útgerðarmaður og fiskverkandi í Grundarfirði


 

Draga þarf úr fiskveiðum í Atlantshafi og Norðursjó til þess að fiskveiðar verði sjálfbærar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að sjómönnum verði færð meiri ábyrgð á fiskveiðistjórnun í nýrri sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins.


 

Hratt hefur gengið á kolmunnakvóta skipa HB Granda síðustu dagana. Skipin hafa komið með 21.400 tonna afla að landi og með afla Lundeyjar NS, sem var að ljúka við síðasta holið nú um miðjan dag, má gera ráð fyrir því að heildaraflinn verði orðinn um 22.600 tonn.


 

segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ um handfæratillögur ráðherra


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 6,8 milljörðum króna í janúar 2009 samanborið við 4,8 milljarða í janúar 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 1,9 milljarða eða 40,3% á milli ára, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands.


 

,,Ég get ekki annað en glaðst yfir því ef efla á handfæraveiðar enda höfum við hvatt til þess í 25 ár að færaveiðar verði gefnar frjálsar. Hins vegar hef ég alltaf talað fyrir því að þessum veiðum yrði haldið utan kerfisins og handfæraaflinn yrði afgangsstærð þegar kæmi að ákvörðun leyfilegs heildarafla enda er hann langt utan skekkjumarka í stofnmati fiskifræðinga.”


 

Niðurstöður úr vorralli Hafrannsóknastofnunar eru á ýmsan hátt jákvæðar. Þannig hefur stofnvísitala þorsks hækkað um 9% frá mælingunni 2008 sem má fyrst og fremst rekja til þess að meira fékkst nú af stærri þorski. Þá bendir fyrsta mat á stærð 2008 þorskárgangsins til þess að hann sé sterkur.


 

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra kynnti í dag hugmynd sína um að fresta úthlutun byggðakvóta á þessu fiskveiðiár en taka þess í stað upp frjálsar handfæraveiðar frá 1. maí til 31. ágúst með ákveðnum skilyrðum.


 

Fyrirtækið Calanus AS í Tromsö í Norður-Noregi hefur hafið tilraunaveiðar á rauðátu og hefur fengið úthlutað 1.000 tonna tilraunakvóta á ári á tímabilinu 2008-2012.


 

segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis hf.


 

Fiskistofa hefur lokið álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla á fiskveiðiárinu 2007/2008. Álagningin nemur 13,2 milljónum króna en var 24,6 milljónir í fyrra, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Nýr bátur bættist í flota Djúpavogsbúa fyrir helgi þegar Sæljós GK 185 lagðist þar að bryggju. Elís Hlynur Grétarsson er einn þriggja eigenda Ósness sem hyggst gera bátinn út, meðal annars á hrefnuveiðar.


 

varðandi endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar


 

Heildarfiskaflinn í marsmánuði nam 114 þúsund tonnum samanborið við 169.000 tonn í sama mánuði í fyrra og orsakaðist samdrátturinn af loðnuveiðibanninu.  Töluverð aukning varð hins vegar í botnfiskafla í marsmánuði á milli ára en hann fór úr 56 þús. tonnum í 63 þús. tonn. Mestu munar um aukningu í þorski,  en þorskaflinn varð 25.500 tonn nú  á móti 20.900 tonnum  tonn í mars í fyrra. Rétt er þó að nefna að páskarnir voru í mars í fyrra en í apríl í ár.


 

Kolmunnaveiðar skipa HB Granda gengu vel um páskana að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs félagsins. Skipin eru að veiðum syðst í færeysku lögsögunni og nemur heildarafli þeirra á árinu 18.400 tonnum. Þar með á aðeins eftir að veiða um 5.800 tonn af kolmunnakvóta félagsins.


 

á sama tíma og þeir gagnrýna Íslendinga fyrir óábyrgar veiðar


 

Íslensk stjórnvöld hafa boðið fulltrúum ESB, Noregs og Færeyja til fundar um miðjan apríl til að finna farsæla lausn á framtíðarstjórnun makrílveiða. Í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að Ísland sé í fullum rétti að nýta auðlind sem sé innan efnahagslögsögu landsins og að halda öðru fram sé í þversögn við alþjóðalög.


 

Mikill uppgangur hefur verið hjá Norðurströnd ehf. en félagið rekur fiskvinnslu á Dalvík og Blönduósi. Velta þess hefur þrefaldast á fáum árum. Í ár er áætlað að félagið velti um 1,5 milljörðum króna, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Í gærdag stóð þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR dragnótabát að meintum ólöglegum veiðum.


 

Nýja Skinney SF, sem smíðuð var á Taiwan, kom til heimahafnar á Hornafirði í dag í fyrsta sinn eftir um það bil tveggja mánaða siglingu frá smíðastað. Þetta er fyrra skipið af tveimur sömu gerðar sem Skinney-Þinganes hf. lætur smíða fyrir sig á Taiwan.


 

Söluverðmæti á íslensku fiskmörkuðunum í nýliðnum marsmánuði var 2.041 milljón króna og hefur aðeins tvisvar áður orðið meira í marsmánuði en það var árin 2001 og 2007. Aukningin frá því í sama mánuði í fyrra nam tæplega 9%.


 

Foráttubrim í síðustu viku olli gífurlegu tjóni á veiðarfærum grásleppukarla á N- og NA-landi. Aðkoman hjá grásleppuveiðimönnumum nýliðna helgi þegar loks var hægt að vitja netanna eftir langvinna ótíð var ömurleg.  Þrátt fyrir að netin lægju á meira en 30 faðma dýpi sluppu þau ekki. 


 

Ákveðið hefur verið að senda öll þrjú uppsjávarveiðiskip HB Granda til kolmunnaveiða að nýju. Fyrirhugað er að Ingunn AK fari til veiðanna síðar í dag og Faxi RE og Lundey NS fara út í kvöld eða á morgun. Veiðunum var hætt í síðustu viku í kjölfar þess að kolmunninn hvarf af veiðisvæðinu sem þá var djúpt vestur af Írlandi.


 

- segir Guðrún Lárusdóttir framkvæmdastjóri Stálskipa í Hafnarfirði


 

Afhent fullsmíðað í byrjun næsta árs


 

Ný flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF kemur til landsins þann 9. júlí og er það nokkuð á undan áætlun.


 

Fjöldi útgefinna grásleppuveiðileyfa hefur stóraukist frá síðasta ári. Alls hafa verið gefin út 119 leyfi með byrjunardag á bilinu frá 10. mars til og með 30. mars, en þau voru 76 á sama tíma í fyrra.


 

„Okkur finnst þetta fáránlegt, það er ekkert annað orð yfir þetta. Þetta er hrein og klár eignaupptaka, þjóðnýting,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, um fyrningu aflaheimilda um 5% á ári eins og stjórnarflokkanir hafa á stefnuskrám sínum.


 

Verð á þorski hefur lækkað um fjórðung í erlendri mynt síðustu mánuðina en ýsuverð mun minna og ufsi og karfi hafa lítið eða ekkert gefið eftir, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag. 


 

Fyrning aflaheimilda um 5% á ári eins og stjórnarflokkanir hafa á stefnuskrám sínum myndi leiða til þess að útgerðir landsins lentu í greiðsluþroti á fáeinum árum og tækju bankana með sér í fallinu, segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í grein í Fiskifréttum í dag.                                                                                               


 

,,Félag hrefnuveiðimanna mótmælir harðlega því fyrirkomulagi að úthluta ákveðnum svæðum undir hvalaskoðun og loka þar með algerlega á gömul veiðisvæði hrefnuveiðimanna. Hvalveiðar voru stundaðar við strendur Íslands löngu áður en ákveðið var að hefja hér hvalaskoðun,” segir í ályktun félagsins. 


 

Ákveðið var á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna að lækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 12%.


 

Stjórn Landssambands smábátaeigenda (LS) mótmælir núverandi framkvæmd hrygningarstopps. Telur stjórnin nauðsynlegt að endurskoða þörfina á því með tilliti til  minnkandi sóknar.
SKIPASKRÁ /