föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

maí, 2009

 

segir Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda


 

Verð á flatfiskafurðum hefur ekki lækkað eins mikið og verð á þorski á erlendum mörkuðum undanfarin misseri. Verð á ferskum flatfiski virðist hafa haldið sér en frosnar afurði hafa lækkað eitthvað í verði, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.


 

Vandræðaástand ríkir á leigukvótamarkaðnum. Nánast ekkert framboð er á kvóta í aflamarkskerfinu og liggja viðskipti því svo að segja alveg niðri, að sögn Björns Jónssonar hjá kvótamiðlun LÍÚ.


 

Grásleppan í land er heiti á verkefni sem hlaut nýlega 4 milljóna króna styrk frá AVS-sjóðnum. Nú hillir undir að hægt verði að skapa hundruð milljóna króna verðmæti úr grásleppunni, áður ónýttu hráefni, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag


 

Ofveiði á þorski heldur áfram í Barentshafi. Norsk stjórnvöld telja að rússneskir fiskimenn leyni ofveiðinni með því að kalla þorskinn ýsu. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og vísar í skýrslu sem send hefur verið til norsku fiskistofunnar.


 

Fjórir af frystitogurum HB Granda hafa verið að úthafskarfaveiðum upp á síðkastið. Helga María kom inn til löndunar í morgun en Venus, Þerney og Örfirisey eru enn á miðunum. Fimmti frystitogarinn, Höfrungur III, er að veiðum á heimamiðum og hefur mest áhersla verið lögð á grálúðuveiðar nú í maí.


 

Samtök útvegsmanna í Bretlandi fagna niðurstöðu fundar sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsríkjanna um að gera þurfi gagngerar breytingar á sjávarútvegsstefnu sambandsins, en ný og endurskoðuð stefna á að taka gildi árið 2012.


 

Rannsóknir hafa leitt í ljós að sjórinn hefur súrnað vegna útblásturs koltvísýrings sem hefur leitað til sjávar og breytt efnasamsetningu heimshafanna. Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að verja sem svarar 2 milljörðum íslenskra króna í fimm ára rannsóknaverkefni á súrnun sjávar, að því er fram kemur á fréttavef BBC.


 

Fyrsta hrefna sumarsins var veidd í Faxaflóa í gærkvöldi og þar með fyrsta hrefnan sem veidd er á skipið Jóhanna ÁR. Um var að ræða frekar stórann tarf eða um 8 metra langan.


 

Fyrsta síldin úr norsk-íslenska síldarstofninum á þessari vertíð barst til Vopnafjarðar nú í morgun er áhöfnin á Faxa RE kom þangað með rúmlega 400 tonna afla. Löndun hófst þegar í stað eftir að skipið lagðist að bryggju um tíuleytið og fór síldin til vinnslu í fiskiðjuveri HB Granda þar sem hún er flökuð og fryst.


 

Mun meira hefur verið veitt af úthafsrækju í ár en undanfarin ár, enda hefur skipunum fjölgað sem stunda þessar veiðar. Nú í vikunni var búið að veiða um 20% kvótans á þessu fiskveiðiári. Þarf að fara langt aftur í tímann til að finna sambærilega nýtingu úthafsrækjukvótans.


 

Reglur um strandveiðar hafa litið dagsins ljós í frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í morgun. Þar kemur fram að hámarksafli á bát skuli vera 800 kíló af þorski og handfærarúllur skuli vera tvær að hámarki ef einn maður er um borð en mest fjórar ef fleiri eru á bátnum.


 

Fiskistofa hefur úthlutað alls 12 skipum rækjukvóta á Flæmingjagrunni fyrir yfirstandandi ár, samtals 15.300 tonnum. Íslensk skip hafa ekki nýtt sér þennan kvóta síðustu árin vegna þess að ekki hefur þótt svara kostnaði að sækja hann.


 

Fyrsta síldin úr Norðursjó seldist á fiskmörkuðum í Noregi á 3,75-4,45 norskar krónur á kílóið (70-85 krónur íslenskar). Á sama tíma og fréttir berast um fyrstu veiðar á norsk-íslensku síldinni í íslenskri lögsögu eru veiðar nú hafnar á síld í Norðursjónum.


 

,,Það er jöfn og góð úthafskarfaveiði hérna, eitthvað í kringum tvo tonn á togtímann. Það magn dugar flestum í vinnsluna um borð,” sagði Trausti Egilsson skipstjóri á frystitogaranum Örfirisey RE þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn til hans nú í morgun.


 

Sem fyrr er Evrópska efnahagssvæðið (EES) mikilvægasta markaðssvæðið fyrir íslenskar sjávarafurðir. Árið 2008 voru fluttar út þangað afurðir að verðmæti 135 milljarðar króna sem er 79% af útflutningsvirði sjávarafurða. Fjórðungur útflutningsins fór til Bretlands.


 

Ákveðið hefur verið að senda skip HB Granda til síldveiða en undanfarna daga hafa íslensk skip fengið ágætis afla um 160 sjómílur norðaustur af landinu. Faxi RE og Lundey NS halda af stað á næsta sólarhringnum en Ingunn AK síðar.


 

en ágætisveiði í troll


 

Engin viðskipti að heita má hafa átt sér stað með leigukvóta í aflamarkskerfinu um nokkurt skeið og lítil hreyfing er á leigukvótamarkaði fyrir krókaaflamark. Þetta er mjög óvenjulegt ástand.


 

Nú í vikunni var afhentur nýr Cleopatra bátur frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Hann hefur hlotið nafnið Haukafell SF 111. Að útgerðinni stendur Guðmundur Eiríksson og hyggst hann gera bátinn út á handfæri nú í sumar og líklega á línu yfir vetrartímann.


 

Árlegum humarleiðangri Hafrannsóknastofnunar er lokið og allt stefnir í það að stofnvísitala humars 2009 verði í hærri kantinum eins og árin 2006-2008, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson fann norsk-íslenska síld á stóru svæði í íslensku lögsögunni, Síldarsmugunni og Jan Mayen lögsögunni í leiðangri sem er nýlega lokið, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag. Einnig er ástæða til bjartsýni um að makríllinn gangi til Íslands í sumar en hins vegar hefur mjög lítið sést af kolmunna.


 

óljóst hversu margir uppfylla skilyrði fyrir hrefnuveiðileyfum


 

Hjarðeldi á þorski hér við land getur verið arðbært, þessi leið gæti jafnvel verið arðbærari en aðrar aðferðir við þorskeldi.


 

Niðurstöður rannsókna sýna að kvikasilfur er mælanlegt í Þingvallaurriða.  Í vissum tilvikum er magn kvikasilfurs í fiskholdinu yfir leyfilegum mörkum Evrópusambandsins fyrir styrk kvikasilfurs í matvælum. 


 

Veiðar á norsk-íslenskri síld í íslenskri lögsögu hófust í dag er Jóna Eðvalds SF og Ásgrímur Halldórsson SF fengu um 400-500 tonna kast úti af Langanesi. Skipin eru þar á partrollveiðum.


 

Umhverfi Reykjavíkurhafnar við Grandagarð mun taka töluverðum breytingum á næstunni því nú er unnið að undirbúningi á flutningi tíu mjöltanka, sem voru hluti fiskmjölsverksmiðju HB Granda, frá Reykjavík til Vopnafjarðar. Áður en tankarnir verða fluttir verða þeir þó hækkaðir um fjóra metra. Eftir hækkunina verða tankarnir 22 metra háir og munu þeir því í framtíðinni setja töluverðan svip á byggðina í Vopnafirði.


 

Þrátt fyrir að útflutningur á skreið frá Noregi hafi aukist um 60% það sem af er þessu ári er því spáð að afkoma greinarinnar í ár geti orðið fjárhagslegt stórslys, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren.


 

Breska fréttaritið The Economist sakar Evrópuþingið um ótrúlega hræsni í þeirri afstöðu sinni að banna innflutning á selaafurðum til Evrópusambandsins. Ef Evrópuþingið hefði raunverulegan áhuga á því að koma í veg fyrir illa meðferð á dýrum ætti þingið frekar að beina sjónum sínum að því hvernig farið væri með búfé í ESB-ríkjunum í þessu tilliti.


 

Stjórn Landssambands smábátaeigenda mótmælir harðlega fyrningarleið ríkisstjórnarinnar að því er fram kemur í ályktun sem stjórnin hefur sent frá sér. Þar segir að innköllun veiðiheimilda bitni hvað harðast á smábátaflotanum.


 

Norska ríkisstjórnin leggur til að veittur verði 19 milljóna króna styrkur (360 milljónir íslenskar) til að mýkja áhrif heimskreppunnar á norskan sjávarútveg.


 

segir Svavar Svavarsson markaðsstjóri HB Granda


 

alls úthlutað 76 styrkjum að fjárhæð 325 milljóna króna


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 16 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2009 samanborið við 12,1 milljarð á sama tímabili 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,8 milljarða eða 31,5% á milli ára. Rétt er að hafa í huga að gengi íslensku krónunnar hefur breyst mikið á þessum tíma. 


 

kemur til Íslands eftir sjö vikur


 

Hátt hlutfall af merkjum af þorski merktum við Austur-Grænland 2007 og 2008 hefur endurheimst hér við land, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag


 

Á Hafrannsóknastofnuninni er unnið að rannsóknum á áhrifum króka- og beitustærða á stærðarval við línuveiðar. Rannsóknirnar hafa staðið yfir frá því í fyrra og hafa nú þegar verið farnir fimm dagróðrar með Ramónu ÍS sem gerð er út frá Ísafirði.


 

segir Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf.


 

Vinnsla í landvinnslu Brims hf. á Akureyri, hefur gengið vel það sem af er árinu 2009. Samtals hafa verið unnin yfir 3.300 tonn af hráefni í vinnslunni og er það 55% aukning miðað við sama tímabil árið 2008.


 

Úthafskarfaveiðar íslenskra skipa á Reykjaneshrygg eru enn ekki hafnar að heitið geti. Bræla hefur verið á miðunum undanfarna daga en reynt verður á ný nú seinni hluta þessarar viku, samkvæmt þeim upplýsingum sem Fiskifréttir fengu hjá Birki Hrannari Hjálmarssyni hjá HB Granda í dag.


 

Stjórn félags norskra strandveiðimanna krefst þess að styrkveitingum til þorskeldis verði tafarlaust hætt og að kveðið verði skýrt á um það hvaða hlutverki þorskeldi eigi í raun að gegna í framtíðinni.


 

Meðan íslenskir sjómenn þurftu að halda að sér höndum í loðnuveiðum á þessari vertíð fengu norskir og rússneskir starfsbræður þeirra að veiða loðnu í fyrsta sinn í mörg ár í Barentshafi.


 

Heildarveiði á grásleppuvertíðinni hefur gefið um 7 þúsund tunnur af hrognum til þessa. Allt stefnir í að framleiðslan verði svipuð og í fyrra, eða 11.700 tunnur, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fiskifréttir.


 

Það sem af er árinu hefur fiskmjölsverksmiðja HB Granda á Vopnafirði tekið á móti alls tæplega 18.000 tonnum af hráefni. Munar þar mest um 11.000 tonn af kolmunna sem barst að landi á rúmlega þriggja vikna tímabili frá 12. apríl til 3. maí sl. Sveinbjörn Sigurðsson, verksmiðjustjóri á Vopnafirði, segir ekki annað hægt en að vera ánægður með árangurinn.


 

framsetning fyrningarmálsins skapar gríðarlega óvissu


 

Í samstarfsyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir að leggja skuli grunn að endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili. Endurskoðunin muni verða unnin í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og er miðað við að áætlun um innköllun og endurráðstöfun taki gildi í upphafi fiskveiðiárs 1. september 2010. Skipaður verði starfshópur er vinni að endurskoðuninni og kalli til samráðs hagsmunaaðila og sérfræðinga.


 

Bæjarstjóri Vestmannaeyja víkur að eignarupptöku og framsali nýtingaréttar til erlendra þjóða


 

segir framkvæmdastjóri LÍÚ


 

segir í bréfi Grímseyjarhrepps til sjávarútvegsráðherra


 

Verð á þorskafurðum hélt áfram að falla í Noregi í apríl. Tala menn þar í landi um kolsvartan mánuð fyrir þorskinn. Verðlækkunin er misjöfn eftir afurðum. Mest er hún á frystum þorski. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur frystur þorskur lækkað í verði um 36,8%. Saltfiskur hefur lækkað um 22,6% á sama tíma, fersk þorskflök hafa lækkað um 21,4%, söltuð þorskflök um 12,3% en minnst er verðlækkunin á blokk, eða 4,7%.


 

,,Selaafurðir hafa ekki verið fluttar frá Íslandi til Evrópusambandsins í mörg ár þannig að bannið hefur engin bein áhrif á okkur,” sagði Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði, formaður Samtaka selabænda, í samtali við Fiskifréttir í tilefni af því að Evrópuþingið samþykkti í þessari viku bann við viðskiptum með selaafurðir innan Evrópusambandsins.


 

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér tilkynningu þar sem skorað er á Samfylkinguna og Vinstri hreyfinguna - grænt framboð að hverfa frá öllum hugmyndum um upptöku og uppboð aflaheimilda sjávarútvegsfyrirtækja.


 

Áhugi á því að veiða og vinna trjónukrabba hefur vaknað á ný en rúm 20 ár eru síðan reynt var að nýta trjónukrabbann hér á landi, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag. 


 

Frjáls viðskipti með aflakvóta milli ríkja innan Evrópusambandsins eru meðal hugmynda sem framkvæmdastjórn ESB setur fram í skýrslu sinni um endurskoðun fiskveiðistefnu sambandsins.


 

,,Ef fyrningarleiðin verður farin verður ákaflega erfitt að halda útgerðinni áfram,“ segir Brynjar Kristmundsson skipstjóri á Steinunni SH, í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

átak í mælingum á stöðugleika skipa skilar árangri


 

Tvö uppsjávarskip HB Granda eru nú í rannsóknaleiðangri á Reykjaneshrygg í leit að laxsíldartegundum. Ef laxsíldin finnst í nægilegu magni er þess vænst að veiðar á henni geti hafist strax í vor, að því er Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávardeildar HB Granda, sagði í samtali við Fiskifréttir.


 

Drauganet eru alvarlegt umhverfisvandamál í höfunum og brýnt að grípa til öflugra aðgerða til að koma í veg fyrir tilvist þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð var fram í gær á ráðstefnu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Ósló í Noregi.


 

Norskur vísindamaður telur sig hafa sannað að fiskar úr mismunandi þorskstofnum við landið eignist ekki afkvæmi saman. Því sé ekki ástæða að ætla að eldisþorskur af einum stofni blandist villtum þorski af örðum stofni. Vandinn við flótta þorsks úr eldi er hins vegar enn óleystur og er vaxandi vandamál.


 

Í nýliðnum aprílmánuði nam salan á íslensku fiskmörkuðunum 1.645 milljónum króna.  Þetta er næstmestra sala í apríl frá upphafi markaðanna. Aðeins í fyrra var söluverðmætið meira eða 1.799 milljónir.  Samdrátturinn milli ára er 8,6%.


 

,,Við vonumst til að þetta sé byrjunin á því að unnt sé að hefja viðræður um skiptingu makrílkvótans á réttum vettvangi þar sem öll strandríki sem hlut eiga að máli koma að samningaborðinu, þar með talið Ísland,“ sagði Hrefna Karlsdóttir, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins, í samtali við Fiskifréttir en Íslandi hefur borist boð frá ESB, Færeyjum og Noregi um að taka þátt í fundi um stjórn makrílveiða sem haldinn verður í London 29.-30. júní n.k. Ísland hefur þegið boðið.


 

Norskar sjávarafurðir hafa algjöra sérstöðu þegar kemur að fiskinnflutningi Rússa. Alls fluttu Rússar inn 338.000 tonn af sjávarafurðum frá Noregi á síðasta ári sem var 29% af öllum innflutningi þeirra á fiski.


 

Hrefnuveiðar eru hafnar í Noregi og komnar vel á veg. Þrír bátar stunda þessar veiðar og í dag var búið að skjóta alls 10 hrefnur við strönd Noregs, að því er fram kemur í frétt í Fiskeribladet/Fiskaren.


 

Fulltrúar allra skosku stjórnmálaflokkanna á Evrópuþinginu, að skoska þjóðarflokknum undanskildum, greiddu því atkvæði sitt í fyrri viku að flytja mætti óveiddan kvóta skoskra fiskiskipa til annarra aðildarlanda ESB. Ian Hudghton, formaður skoska þjóðarflokksins, er æfur yfir niðurstöðunum.


 

Verð á þorski og ýsu á fiskmörkuðum í apríl einkenndist af miklum sveiflum.  Munur á hæsta og lægsta verði á ýsu var 222 krónur kílóið og á þorski 155 krónur kílóið. Það vekur athygli að meðalverð á ýsu var 18% hærra en þorski þegar um óslægðan fisk var að ræða.


 

Treg ufsaveiði frá áramótum


 

segir Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður


 

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í síðustu viku var ákveðið að hækka verð á slægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seld til skyldra aðila, um 10%. Verð á óslægðri ýsu var hækkað um 17% . Ákveðið var að hækka verð á karfa um 13%.


 

Smábátasjómenn á Hornafirði sjá fram á ný verkefni í framtíðinni við veiðar á makríl á handfæri. Gera má ráð fyrir því að ekki færri en 6 smábátar fari á þessar veiðar í sumar samkvæmt upplýsingum Fiskifrétta.
SKIPASKRÁ /