sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

júní, 2009

 

Útibú Hafrannsóknastofnunarinnar á Ísafirði vinnur nú að verkefni sem nefnist ,,Aðlöðun og gildrun þorsks”. Verkefnið felst í því að kanna hvernig þorskur laðast að gildrum og hvernig hægt er að lokka hann í þær með lykt af beitu.


 

Við Haukaland sjúkrahúsið í Björgvin í Noregi er verið að kanna næringargildi mjöls sem inniheldur svil úr síld. Það er fyrirtækið Nofima sem hefur þróað þessa nýju vöru.


 

Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands, TF-SIF lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag, miðvikudaginn 1. júlí kl. 15:00, á afmælisdegi Landhelgisgæslunnar.


 

Í gær var verið að landa úr Ingunni AK hjá fiskmjölsverksmiðjunni Havsbrún í Fuglafirði í Færeyjum. Skipið er með um 1.900 tonna afla og var uppistaða hans að þessu sinni makríll. Ingunn var að veiðum með Lundey NS lengst af síðustu veiðiferð en þó voru tekin tvö hol einskipa fyrst eftir komuna á miðin og síðan í lokin.


 

Verð á íslenskum sjávarafurðum (meðaltal allra afurðaflokka) mælt í erlendri mynt hækkaði um 2,0% í maí síðastliðnum, að því er fram kemur í úttekt frá IFS Greiningu.


 

Nýsmíðin Þórir SF-77 kemur til heimahafnar á Hornafirði í dag.  Búist var við skipinu nú um hádegisbilið eftir 6 vikna siglingu frá Taiwan. Í tilefni af heimkomu Þóris munu skip fyrirtækisins taka á móti honum fyrir utan Hornafjarðarós og fylgja honum síðasta spölinn inn til hafnar.


 

forstjóri Hvals kvartar undan neikvæðri umræðu í íslenskum fjölmiðlum


 

Ísfisktogarinn Ásbjörn RE er nú að veiðum en skipið kom til hafnar sl. fimmtudagskvöld og fór út að nýju um helgina. Það bar helst til tíðinda í síðustu veiðiferð að ufsinn gaf sig loksins til en ufsaafli togaranna hefur verið með tregara móti það sem af er árinu.


 

Framleiðsluverðmæti fiskafurða, skelfiskafurða og afurða annarra sjávardýra í Þýskalandi á árinu 2008 jókst um 2,1% frá árinu á undan og fór í 2,2 milljarða evra, eða um 395 milljarða íslenskra króna.


 

Ágæt síldveiði var hjá skipum HB Granda um helgina. Ingunn AK og Lundey NS voru þá saman að veiðum með eitt troll um 80 sjómílur ASA af Hornafirði. Faxi RE kom á miðin í gærkvöldi og tók þá við keflinu af Ingunni sem í framhaldinu tók eitt hol ein og sér líkt og í byrjun veiðiferðarinnar.


 

,,Við róum öllum árum að því að afgreiða fljótt og vel þær umsóknir um strandveiðileyfi sem borist hafa. Fram að þessu hafa um 270 umsóknir verið skráðar inn og búið er að gefa út 130 leyfi á þessari stundu,” sagði Helga Sigurrós Valgeirsdóttir á Fiskistofu í samtali við Fiskifréttir nú rétt fyrir hádegið.


 

Um 2.900 skarkolar voru nýlega merktir í Eyjafirði og Skjálfandaflóa og er þetta í fyrsta sinn frá því í upphafi áttunda áratugarins að kolinn er merktur fyrir norðan, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.


 

 Árlegum vorleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar lauk í gær. Eins og í vorleiðangri síðastliðið ár voru hiti og selta yfir langtímameðaltali sunnan og vestan við land og undir eða nærri meðaltali fyrir norðan. Fyrir Austurlandi voru hiti og selta um meðallag.


 

Mikið annríki hefur verið á Fiskistofu eftir að reglugerð um strandveiðar tók gildi, en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritaði hana formlega við smábátahöfnina í Reykjavík í gær. Fyrstu leyfin hafa þegar verið afgreidd þannig að handhafar þeirra geta byrjað veiðar næsta sunnudag, en veiðibann er á föstudögum og laugardögum. 


 

-- ef ýsukvótinn yrði skorinn niður eins og Hafró leggur til


 

,,Við hyggjumst halda öðru skipinu en höfum til skoðunar að losa okkur við hitt. Þetta er allt í vinnslu og því ekkert meira um það að segja á þessu stigi,” sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja þegar Fiskifréttir inntu hann eftir hvort breyting hefði orðið á áformum félagsins um nýsmíði tveggja uppsjávarskipa sem samið var um í Chile í ljósi breyttra aðstæðna.


 

Selum hefur fækkað mikið hér við land síðustu áratugi og hringormavandamál í fiskvinnslu hefur minnkað að sama skapi að sögn fiskvinnslumanna. Þetta kemur fram í úttekt á málinu í Fiskifréttum í dag.


 

Þrjú íslensk skip eru nú að veiðum á norsk-íslenskri síld í færeysku lögsögunni. Meðafli í makríl er um 30% og er óttast að makrílkvóti íslenskra skipa í færeysku lögsögunni sé að klárast, að því er Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey NS, sagði í samtali við Fiskifréttir nú fyrir stundu.


 

Um 3.600 þorskar voru merktir við Austur-Grænland í leiðangri á Bjarna Sæmundssyni í vor og standa vonir til að endurheimtur merkja á næstu mánuðum og árum muni varpa ljósi á göngur þessa fisks á fiskimið við Ísland, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar.


 

Norskur fiskiðnaður hefur gjörbreyst á síðustu 15 árum. Þriðja hver fiskvinnsla hefur lagt upp laupana í Norður-Noregi  á þessum tíma, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren. Auk þess hefur fiskvinnslan tapað 750 milljónum norskra króna á tímabilinu, eða 15 milljörðum íslenskra króna.


 

Um þessar mundir er hljóðið gott hjá bleikjuframleiðendum. Sala á bleikju gengur vel og staðan sterk, ekki aðeins vegna þess hve gengið er hagstætt fyrir útflutningsgreinarnar, heldur einnig vegna mikillar eftirspurnar á mörkuðum í Bandaríkjunum og nágranaþjóðunum á Norðurlöndunum. Telja margir bleikjuframleiðendur að öll framleiðsla ársins sé seld.


 

Dregur lýsi úr hættu á krabbameini?


 

Norðmenn hafa ákveðið að stöðva hrefnuveiðar sínar í dag. Aðalástæðan er sú að ekki hefur verið nægileg eftirspurn eftir kjötinu. Gert er ráð fyrir að 360-370 dýr hafi veiðst á vertíðinni sem er minnsti afli frá því að veiðarnar voru hafnar upp úr 1990.


 

Uppsjávarfrystiskip Eskju hf., Aðalsteinn Jónsson SU, landaði á þjóðhátíðardaginn fullfermi af frystum afurðum og afskurði í fiskimjölsverksmiðjuna. Skipið hefur verið á síld- og makrílveiðum um 120 mílur austur af landinu.


 

Fiskveiðifloti ESB landaði á síðasta ári um 27 þúsund tonnum af þorski sem veiddust í Norðursjó en brottkast er talið hafa numið 21 þúsund tonni. Þetta þýðir að næstum öðrum hverjum þorski sem veiddist hafi verið kastað fyrir borð.


 

Grásleppuveiðin við Nýfundnaland hefur algjörlega brugðist að þessu sinni. Að sögn Arthurs Bogasonar formanns Landssambands smábátaeigenda mun minnkandi framboð inn á markaðinn af þessum sökum hafa þau áhrif að verð á grásleppuhrognum helst hátt og getur hækkað enn meira, en við slíkar aðstæður er líka alltaf hætta á að skortur á vörunni leiði til þess að markaðir tapist.


 

Yfirgnæfandi hlutfall aflaheimilda er á landsbyggðinni, þ.e. utan Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæma. Þetta kemur fram í svari Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn forvera hans, Einars K. Guðfinnssonar, á Alþingi.


 

Viðskipti með hvalkjöt á milli hvalveiðiþjóðanna hafa aukist þrátt fyrir bann við veiðum, að því er fréttaveitan AFP hefur eftir baráttumönnum fyrir náttúruvernd.


 

Góðar horfur eru á mörkuðum fyrir síldarafurðir nú í upphafi veiða á norsk-íslensku síldinni, að því er Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir í samtali við Fiskifréttir, sem fylgja Viðskiptablaðinu.


 

,,Þær breytingar sem Alþingi gerði á strandveiðifrumvarpinu voru til bóta að mínum dómi en þó er langt frá því að við séum sáttir við öll ákvæði laganna,” segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við Fiskifréttir. ,,Einkum erum við andsnúnir tveimur atriðum, annars vegar því að veiðileyfi í kerfinu útiloki báta frá öðrum atvinnuveiðum út fiskveiðiárið og hins vegar að hluti byggðakvótans skuli vera færður yfir í þetta nýja kerfi.”


 

vill ekki tjá sig um fyrningaleiðina né svara fyrir gagnrýni á hana


 

eftir að hafa gefist upp á veiðum á Flæmingjagrunni


 

Ísleifur VE kom inn til Eyja í gærmorgun með fyrsta afla sinn í nokkur ár. Útgerð Hugins VE hefur leigt skipið af Vinnslustöðinni og mun Ísleifur VE bæði fiska sjálfur og taka bræðslufisk og hrat frá Hugin VE. Minni frátafir frá makrílvinnslu verða um borð í Hugin ef hann þarf ekki að fara inn til bræðslulöndunar.


 

Hrefnuveiðibáturinn Jóhanna ÁR hélt til veiða í Faxaflóa í gærmorgun og veiddi  tvær hrefnur fljótlega eftir að hún   kom út á miðin. Er þá búið að veiða samtals 15  hrefnur það sem af er sumri, að því er fram kemur á vef Félags hrefnuveiðimanna.


 

,,Á mínu heimasvæði við Ísafjarðardjúp er skötuselurinn sívaxandi plága við grásleppuveiðar. Þegar hann var settur í kvóta hélt hann sig eingöngu við sunnan- og  suðvestanvert landið og fengu því útgerðarmenn á því svæði allan kvótann,” segir Gunnlaugur Finnbogason, smábátaeigandi og grásleppukarl í grein á vefsíðu LS.


 

Hjá Matís ohf. hefur verið lokið við að þróa fljótvirka og áreiðanlega aðferð til að tegundagreina íslenska sjávarnytjastofna, en aðferðin byggir á erfðagreiningum.


 

,,Þetta er nákvæmlega sama þróunin og eftir sjómannadaginn í fyrra í úthafskarfaveiðunum. Aflinn losaði tonn á tímann fyrstu tvo dagana eftir að skipin komu út en síðan hefur hann farið minnkandi í hvert skipti sem maður hífir. Núna er sólarhringsaflinn á bilinu 17-20 tonn,” sagði Guðmundur Jónsson skipstjóri á Venusi HF í samtali við Fiskifréttir nú fyrir hádegi í dag.


 

Nokkur íslensk skip hafa að undanförnu leitað að síld í veiðanlegu magni á Jan Mayensvæðinu en árangurinn af leitinni hefur verið lítill. Meðal skipanna, sem fóru norður undir Jan Mayen, var Lundey NS. Afla skipsins, um 80 tonnum, var landað á Vopnafirði sl. laugardag þar sem hann fór til vinnslu.


 

Barði NK-120 hefur frá 16. maí prófað að nota flottrollshlera framan við hefðbundið botntroll.  Hlerarnir eru frá Thyboron í Danmörku, tegund 15 VF.  Trollið er Hemmer T-90 frá Fjarðaneti.


 

Meðalverð á karfa á íslenskum fiskmörkuðum í maí síðastliðnum var 214,58 krónur kílóið. Þetta er í fyrsta sinn sem karfaverð fer yfir 200 kr/kg á mörkuðunum. Hækkunin frá því í maí í fyrra er 150%, samkvæmt upplýsingum Reiknistofu fiskmarkaða.


 

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 10,3% minni en í maí 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn hins vegar aukist um 4,0% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði, að því er fram kemur á í frétt frá Hagstofunni


 

Mikill áhugi er hjá mönnum að hefja boðaðar strandveiðar. Fjöldi smábáta sem annaðhvort var búið að afskrá eða skrá sem skemmtibáta er að koma inn í kerfið aftur, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu hjá Sigríði Jakobsdóttur, skráningarstjóra hjá Siglingastofnun.


 

Hrefnukvótinn tvöfaldaðist, fór úr 100 dýrum sem áður hafði verið rætt um að mætti veiða í 200 dýr, þegar Hafrannsóknastofnun kynnti veiðiráðgjöf sína í síðustu viku, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu


 

Helstu niðurstöður úr mánaðarlöngum leiðangri í Noregshafi eru þær að áfram finnst lítið af ungum kolmunna á öllu svæðinu, meira finnst af laxsíld en áður og að aðgangur uppsjávarfiska að fæðu hefur yfirleitt minnkað.


 

Tilraunavinnsla á þurrkuðum kolmunna hér á landi lofar góðu og tekist hefur að vinna markað fyrir kolmunnaskreið í Nígeríu, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Tveir nýir bátar hafa fengið leyfi til hrefnuveiða í sumar, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

segir forstjóri Hafrannsóknastofnunar


 

leið til sátta, segir framkvæmdastjóri LS


 

þrjú skip að veiðum suðaustur af landinu


 

Þýskir ferðamenn voru staðnir að því í Noregi að reyna að flytja ólöglega út fisk, aðallega þorsk, sem þeir höfðu veitt sem frístundaveiðimenn. Nemur verðmæti fisksins rúmum tveim milljónum íslenskra króna.


 

styrkurinn kominn yfir 10 milljarða ísl. króna


 

Meðan makríll veiðist einungis á sumrin í íslenskri lögsögu er ekki hægt að selja hann á Japansmarkað en markaðir í Austur-Evrópu sýna sumarveiddum makríl áhuga. Kaupendur voru kaupendur tilbúnir að borga yfir 2500 dollara á tonnið sumarið 2008. Það jafngildir yfir 320 íslenskum krónum á núverandi gengi.


 

Þorskkvótinn í Barentshafi má ekki aukast um 10% og fara í 577 þúsund tonn líkt og fiskifræðingar leggja til að mati forstjóra stærsta sölufyrirtækis sjávarafurða í Norður-Noregi.


 

Fyrstu fimm mánuði ársins dróst útflutningur Norðmanna á saltfiski saman um næstum 60% og verðið fyrir vöruna lækkaði um 24%. Þessi þróun er ekki hvað síst ástæðan fyrir þeirri kreppu sem nú ríkir í þorskveiðum og þorskvinnslu í Noregi.


 

Norskir frystitogarar mokveiða nú þorsk við Bjarnarey og skipstjórar segjast aldrei fyrr hafa kynnst annarri eins veiði. Þessi góða veiði er ekki aðeins bundin við Bjarnarey heldur veiðist þorskurinn grimmt víða í Barentshafi.


 

Vetrarvertíð að fornum sið lauk 11. maí. Eftir að kvótakerfið tók við af frjálsum samkeppnisveiðum hefur virðingarheitið aflakóngur misst merkingu sína enda skammtar kvóti einstakra skipa nú afla þeirra. Fiskifréttir birta þó til gamans lista yfir aflahæstu skipin á vertíðinni og reyndist Kristín ÞH tróna þar á toppnum með 1.696 tonn.


 

Í nýliðnum maímánuði nam sala á íslensku fiskmörkuðunum 1.791 milljón króna og er þetta mesta söluverðmæti í maímánuði frá upphafi. Í maí 2008 var selt fyrir 1.595 milljónir þannig að aukningin milli ára er 12,3%.


 

Á sama tíma og verið er leggja til verulegan samdrátt í ýsuveiðum hér við land á næsta fiskveiðiári berast fréttir frá Noregi um að auka mætti ýsukvótann í Barentshafi um 49 þúsund tonn, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren í dag.


 

Hann skili áliti 1. nóvember n.k.


 

Ef fylgt verður aflareglu verður þorskkvótinn á næsta fiskveiðiári 150 þúsund tonn samkvæmt stofnmati Hafrannsóknastofnunar en kvótinn nú er 160 þús. tonn. Stofnunin gerir ráð fyrir að ekki verði forsendur fyrir meira en 150-160 þúsund tonna kvóta næstu 3-4 árin að óbreyttu ástandi, að því er fram kom á blaðamannafundi nú í hádeginu.


 

Innflutt hráefni til fiskvinnslu nam 131 þúsund tonnum árið 2008 og jókst í magni um 25 þúsund tonn frá fyrra ári eða um 24%. Verðmæti þessa innflutnings var 8,1 milljarður króna sem er tæplega 2,4 milljarða krónu hærri fjárhæð en árið 2007 á verðlagi hvors árs, en 6,8% lægri á föstu verðlagi ársins 2008 miðað við verðvísitölur sjávarafurða.


 

Háskólinn á Akureyri stendur fyrir rannsókn sem miðar meðal annars að því að finna hentugar sjávarlífverur sem unnt yrði að nota sem hráefni til framleiðslu á lífdísil, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

segir fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnunar um nýútkomna þorskrannsókn


 

Þrjár hrefnur veiddust í Faxaflóanum í gær og er þá búið að veiða samtals sjö dýr í sumar. Skipverjar á Jóhönnu ÁR voru við veiðar mjög utarlega í Faxaflóanum í gær og drógu síðasta dýrið um borð um kvöldmatarleytið.


 

Þriðja árið í röð virðist grásleppuvertíðin við Nýfundnaland ætla að bregðast. Nýfundnalendingar voru til skamms tíma með mestu veiði þeirra landa sem nýta þá gráu. Nú er öldin önnur og allt stefnir í að vertíðin 2009 verði ein sú lélegasta í manna minnum frá því atvinnuveiðar hófust þar um 1978.    


 

Allar rækjuverksmiðjur á Nýfundnalandi og Labrador, þrettán talsins, eru lokaðar vegna markaðserfiðleika. Kanadamenn eru með stærstu framleiðendum kaldsjávarrækju í heiminum og Bretlands er einn stærsti markaðurinn.


 

segir Félag skipstjórnarmanna um þyrlumál Gæslunnar


 

Fimm ríki Evrópusambandsins – Portúgal, Spánn, Ítalía, Frakkland og Litháen –  eru andvíg því að gerðar verði breytingar á reglunni um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika. Þetta kemur fram í nýlegri fundargerð Poul Oma sem sem starfar fyrir fastanefnd Norðmanna fyrir ESB.


 

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til að þorskkvótinn í Eystrasalti verði aukinn um allt að 15% á árinu 2010 en ráðgjöf ICES varðandi veiðar í Eystrasalti var kynnt nýlega.


 

Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðri og óslægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seld til skyldra aðila, um 10%. Ákveðið var að hækka verð á karfa um 10%. Verð þetta gildir frá og með 1. júní 2009.


 

Verða fiskveiðar framtíðarinnar í því fólgnar að koma með fiskinn lifandi í land? Þessu veltir norska rannsóknafyrirtækið Nofima fyrir sér og hefur sett af stað tilraunaverkefni sem miðar að því að auðvelda skipum að flytja lifandi fisk til hafnar af miðunum. 
SKIPASKRÁ /