föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

júlí, 2009

 

Þótt fjölmargir krókaaflamarksbátar hafi flutt sig yfir í strandveiðikerfið og sumir hafi leigt frá sér aflaheimildir af þeim sökum virðist það lítil áhrif hafa haft á leigumarkaðinn.


 

aðstæður á mörkuðum viðkvæmar


 

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að úthluta 3.885 tonnum til byggðakvóta á næsta fiskveiðiári sem þýðir að byggðakvótinn verður ekki skertur að hluta líkt og gert var á yfirstandandi fiskveiðiári vegna strandveiða.


 

Aðalsteinn Jónsson SU frá Eskifirði kom inn til löndunar í síðustu viku með fullfermi af frystum síldarflökum eftir um viku túr. Með þessari veiðiferð er aflaverðmæti skipsins komið yfir milljarð króna.


 

Salmon Group AS, sem er samvinnufyrirtæki 26 lítilla og meðalstórra eldisfyrirtækja í Noregi, hefur krafist þess að laxafóðrið sem það kaupir innihaldi ekki makrílmjöl frá Íslandi þar sem makrílveiðar Íslendinga séu bæði ókvótasettar og ósjálfbærar.


 

Nær öruggt má telja að ekki takist að veiða þær þorskaflaheimildir sem ætlaðar voru til strandveiða á þessu sumri, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Nú undir lok júlímánaðar er búið að veiða rúm 1.600 tonn af þeim tæplega 4.000 tonnum sem gert var ráð fyrir til þessara veiða í sumar.


 

Nýlega  lauk rúmlega vikulöngu verkefni hjá Íslandsbleikju, dótturfyrirtæki Samherja hf., með því að skip með 600 þúsund lifandi laxaseiðum afhenti þau í kvíar í Kirkenes í Norður Noregi. Þetta er mesta magn af seiðum sem flutt hefur verið milli landa á þennan hátt en verðmæti farmsins er um 6 milljónir Norskra króna eða um 120 milljónir Íslenskra króna.


 

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að strandveiðar í ágúst hefjist þriðjudaginn 4. ágúst og hefur hann gefið út sérstaka reglugerð í því skyni, en hana er að finna á ráðuneytisins.


 

Þann 17. júlí síðastliðinn lauk tveggja vikna sandsílaleiðangri á Dröfn RE 35. Sandsílið er mikilvæg fæða fiska og fugla og brestur í stofninum hefur afgerandi áhrif eins og nýleg dæmi sanna. Farið var á fjögur svæði, Breiðafjörð, Faxaflóa, Vestmannaeyjar og út af Vík og Ingólfshöfða. Þetta er fjórða árið sem farið er í slíkan leiðangur en markmiðið er m.a. að meta breytingar í stofnstærð og afla upplýsinga um styrk árganga hjá sandsíli.


 

Stjórn Landssambands smábátaeigenda skorar á sjávarútvegsráðherra að auka nú þegar leyfilegan heildarafla á skötusel um 1.000 tonn.  Ennfremur að hann hvattur til að breyta reglum um meðafla við grásleppuveiðar þannig að skötuselur teljist ekki til kvóta við þær veiðar.


 

Mjög góð síldveiði var um helgina og eru flest síldveiðiskipanna, sem ekki eru með vinnslu um borð, nú ýmist komin til hafnar með afla eða á leiðinni til lands. Arnþór Helgason, skipstjóri á Lundey NS, segir að það hafi verið mokveiði síðdegis í gær á veiðisvæðinu sem er um 100 mílur beint austur af Vopnafirði.


 

gæti haft afleiðingar fyrir fiskveiðar Norðmanna


 

Veiðar á úthafskarfa hafa gengið mjög vel og mun kvótinn innan línu á Reykjaneshrygg að öllum líkindum klárast í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu, að því er Rúnar Þór Stefánsson, útgerðarstjóri hjá HB Granda, sagði í samtali við Fiskifréttir.


 

Fréttin um loðnuát makrílsins, sem birtist á heimasíðu HB Granda sl. mánudag, hefur vakið töluverða athygli enda eru miklir hagsmunir í húfi. Ljóst er að makríll er farinn að ganga í gríðarlegu magni á Íslandsmið og vart hefur orðið við þessa fisktegund allt í kringum landið.


 

 Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og tengt félag er sú útgerð sem hefur skapað sér mesta veiðireynslu í makríl síðastliðin 3 ár. Þessar upplýsingar koma fram í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Alls voru ellefu færeysk línuveiðiskip á veiðum hér við land í júní. Heildarafli þeirra var tæp 616 tonn sem er mesti afli færeyskra línuveiðiskipa á einum mánuði á yfirstandandi ári. Mest var um ufsa í aflanum eða 141 tonn og keila var 136 tonn. Þorskaflinn var 101 tonn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.


 

Noregur þarf að kortleggja hafsbotninn við Jan Maeyn til að gæta hagsmuna sinna gagnvart hugsanlegri olíuvinnslu norðaustur af Íslandi, segir Hans Henrik Ramm, fyrrum ráðherra í norsku ríkisstjórninni og núverandi sérfræðingur í olíumálum.


 

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði, metinn á föstu verði, var 55% meiri en í júní 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 10,2% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði, að því er segir í frétt frá Hagstofunni.


 

Fiskar á í Evrópu minnka stöðugt að því er fram kemur í nýrri skýrslu vísindamanna sem sagt er frá í Fiskeribladet/Fiskarin. Hlýnun jarðar er talin vera orsökin.


 

Langflestir bátar sem stunda strandveiðar voru með veiðileyfi í krókaaflamarkinu eða aflamarkinu, samkvæmt tölum sem sjávarútvegsráðuneytið birti fyrir stundu.


 

Mjög góð síldveiði var um helgina á veiðisvæði sem er um 100 sjómílur norður af Melrakkasléttu. Skip HB Granda voru að veiðum á svæðinu og að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs félagsins, var mjög mikið líf á svæðinu, síld, makríll og loðna en auk þess er þar mikill fjöldi hnúfubaka, að því er segir á vef HB Granda.


 

Svokallaður Hafró-afli í þorski hefur tvöfaldast á tveimur árum og stefnir í það að vera sama tonnatala á fiskveiðiárinu og heimilað hefur verið að veiða við strandveiðar, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.


 

Mikill kraftur var í makríl- og síldveiðum austur af landinu seinni hlutann í júnímánuði. Alls lönduðu íslensk skip 38.989 tonnum af makríl og 44.228 tonnum af síld úr norsk-íslenska síldarstofninum. Heildaraflinn úr norsk-íslenska síldarstofninum það sem af er árinu er orðinn 60.185 tonn en á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 34.495 tonn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.


 

Tilraunaveiðum Silfurness SF á makríl í Breiðafirði er að ljúka. Grétar Vilbergsson skipstjóri segir í samtali við Fiskifréttir, sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag að veiðin hafi verið róleg.


 

Sýking í íslensku sumargotssíldinni er ekki í rénun samkvæmt nýlegum rannsóknaleiðangri og Hafrannsóknastofnun mælir ekki með veiðum á næstu vertíð nema frekari rannsóknir leiði í ljós jákvæðar niðurstöður, að því er Jóhann Sigurjónsson, forstjóri stofnunarinnar, segir í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Það er víðar en á Íslandi sem lundinn á erfitt uppdráttar. Á eyjunni Røst, sem tilheyrir Lófótensvæðinu í Noregi, er lundinn farinn að leita í byggð eftir fæðu og þar hafa allir ungar drepist í ár.


 

Búið er að veiða 1.137 tonn af þorski í strandveiðum, þar af 152 tonn í júní. Langmest hefur verið veitt á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Skagabyggðar. Veiðin hefur náð tilsettu hámarki í júlí og hefur svæðinu verið lokað tímabundið frá og með 16. júlí til loka júlímánaðar.


 

Helst hagsmunafélög í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum hafa sent frá sér ályktun þar sem kvótaniðurskurði er mótmælti og skorað á sjávarútvegsráðherra að endurskoða ákvörðun sína.


 

Botnfiskaflinn í júní síðastliðnum var 42.266 tonn samanborið við 28.632 tonn í júní í fyrra. Aflaaukningin er því 47,6% milli mánaða áranna 2008 og 2009, að því er fram kemur í frétt frá Fiskistofu.


 

Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS kom til heimahafnar á Ísafirði á sunnudaginn með um 184 milljóna króna aflaverðmæti eftir mánuð á veiðum. Þetta er mesta aflaverðmæti sem skipið hefur komið með að landi eftir eina veiðiferð.


 

Með því að framleiða hreinsuð vöðvaprótein úr afskurði er hægt að auka heildarnýtingu í bolfiskvinnslu um 8-15% þegar próteinunum er sprautað í flök. Mælingar sýna að þessi aðferð rýrir á engan máta gæði flakanna, að því er fram kemur á vef AVS.


 

Árið 2007 skapaði norskur sjávarútvegur 41.600 ársstörf ef talin eru með störf í fyrirtækjum sem hafa orðið til í kringum sjávarútveginn. Þetta kemur fram í frétt á IntraFish. Þar segir ennfremur að fyrir hver 100 störf í sjávarútvegi verði til 44 störf í öðrum greinum.


 

þorskkvótinn verður 150 þúsund tonn eins og Hafró lagði til


 

Makrílveiðar á handfæri í Breiðafirði hófust í morgun er Silfurnesið SF, sem er sérútbúið til þessara veiða, kom frá Hornafirði. Alfons Finnsson ljósmyndari var um borð og sendi Fiskifréttum þessa mynd af Grétari Vilbergssyni skipstjóra á Silfurnesinu hampa fyrstu makrílunum sem veiddust. Eins og sjá má er hér um vænan fisk að ræða.


 

Fjöldi smábáta býr sig nú undir makrílveiðar á handfæri í Breiðafirði. Silfurnesið SF frá Hornafirði er komið þangað og var að hefja veiðar úti fyrir Ólafsvík nú fyrir stundu, að því er Grétar Vilbergsson skipstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir. Um sex smábátar í Breiðafirði eru að undirbúa sig til þessara veiðar og tveir aðrir bátar á Höfn í Hornafirði eru í startholunum.


 

Það var tilkomumikil sjón sem blasti við í Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi er dráttarbátur og prammi, með tíu 22 metra háa mjöltanka og annan búnað úr fiskmjölsverksmiðju HB Granda í Reykjavík, létu úr höfn.


 

Í síðustu viku voru tveir hvalir merktir með gervihnattamerki í Skjálfanda á vegum Hafrannsóknastofnunar, annar hnúfubakur og hinn steypireyður. Auk þess voru DNA-sýni tekin til frekari rannsóknar. Hægt er að fylgjast með ferðum þessara hvala á vef Hafró að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Sjávarútvegsráðherra hefur falið Fiskistofu að fella úr gildi öll leyfi til makrílveiða. Þá hefur reglum um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum verið breytt á þann hátt að veiðar eru einungis heimilaðar fyrir norðan 66°N. Þar má makrílafli ekki fara yfir 10% af heildarafla á hverju þriggja vikna tímabili.


 

Forstjóri norska eldisfyrirtækisins Cemaq var með hæstu árslaun forstjóra í norskum sjávarútvegi á síðasta ári. Hann fékk greiddar 3,2 milljónir norskra króna á árinu, eða 64 milljónir íslenskar. Þetta eru um 5,3 milljónir íslenskar á mánuði.


 

Útflutningur á afurðum úr uppsjávarfiski frá Noregi nam 3,4 milljörðum norskra króna (68 milljörðum ísl. kr.) fyrstu sex mánuði ársins 2009. Þetta er 56% aukning frá sama tíma árið 2008.


 

Útflutningur á laxi frá Noregi nam 10,7 milljörðum norskra króna (210 milljarðar íslenskar) á fyrri helmingi ársins og jókst um 2,4 milljarða frá sama tíma í fyrra.


 

Seld voru 9.094 tonn í júní á fiskmörkuðum landsins sem er 50,7% meira en í júní 2008.  Þetta er aðeins í fjórða sinn sem magnið fer yfir 9.000 tonn í mánuðinum, að því er segir í frétt frá Reiknistofu fiskmarkaða.


 

Mjöltankar HB Granda sem standa úti á Granda í Reykjavík verða í lok næstu viku fluttir til Vopnafjarðar. Flutningaprammi kemur frá Noregi til Reykjavíkur um miðja vikuna til að flytja tankana. Í frétt á vef HB Granda segir að vonast sé til að tankarnir verði komnir til Vopnafjarðar mánudaginn 13. júlí.


 

Flestar fiskafurðir hafa lækkað í erlendri mynt undanfarin misseri en þó hefur verð á ufsa og karfa hækkað. Verð á ufsaflökum hefur til dæmis hækkað um 10% að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.


 

Fiskistofa hefur þegar gefið út 368 leyfi til strandveiða, 148 á svæði A, 54 á svæði B, 64 á svæði C og 98 á svæði D. Til dagsins í dag hafa 103 bátar landað 202 tonnum af slægðum þorski í 289 veiðiferðum á svæði A, 27 bátar landað 29 tonnum í 61 róðri á svæði B, 31 bátur 48 tonnum í 75 róðrum á svæði C og 51 bátur 34 tonnum í 103 róðrum á svæði D. Fiskistofa áætlar að heimilaður afli í júní og júlí á svæði A geti klárast um næstu helgi.


 

Strandveiðar eru mjög ábatasamar fyrir þá sem kosta litlu til og sækja stíft en þær standa ekki undir miklum fjárfestingum að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

þingmaður Samfylkingarinnar formaður


 

Loðnutorfur fyrir norðan land og vaðandi makríll vestan við landið hljóta að teljast góðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg. Hvort tveggja mun eiga við rök að styðjast að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarveiðisviðs HB Granda.


 

Útibú Hafrannsóknastofnunarinnar á Ísafirði vinnur nú að verkefni sem nefnist ,,Aðlöðun og gildrun þorsks”. Verkefnið felst í því að kanna hvernig þorskur laðast að gildrum og hvernig hægt er að lokka hann í þær með lykt af beitu.


 

Við Haukaland sjúkrahúsið í Björgvin í Noregi er verið að kanna næringargildi mjöls sem inniheldur svil úr síld. Það er fyrirtækið Nofima sem hefur þróað þessa nýju vöru.


 

Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands, TF-SIF lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag, miðvikudaginn 1. júlí kl. 15:00, á afmælisdegi Landhelgisgæslunnar.


 

Í gær var verið að landa úr Ingunni AK hjá fiskmjölsverksmiðjunni Havsbrún í Fuglafirði í Færeyjum. Skipið er með um 1.900 tonna afla og var uppistaða hans að þessu sinni makríll. Ingunn var að veiðum með Lundey NS lengst af síðustu veiðiferð en þó voru tekin tvö hol einskipa fyrst eftir komuna á miðin og síðan í lokin.
SKIPASKRÁ /