fimmtudagur, 5. ágúst 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ágúst, 2009

 

 Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Capbreton, á suðvesturströnd Frakklands.  Trúlega er hér um fyrstu nýsmíði frá Íslandi til Frakklands að ræða, að sögn Trefja. Kaupandi bátsins er Mathieu André sjómaður frá Capbreton.  


 

Verðmæti útfluttra sjávarafurða í júlí var mun hærra en útflutningsverðmæti áls ólíkt því sem var í júlí í fyrra. Þá skilaði álið 40% meiri verðmætum en fiskurinn, að því er sjá má í nýbirtum tölum Hagstofunnar um verðmæti inn- og útflutnings.


 

Landssamband smábátaeigenda varar félagsmenn við því að samþykkja breytta skilmála lána Landsbankans fyrr en raunhæf leiðrétting lánsupphæðarinnar hefur átt sér stað, eins og segir í áskorun ávef LS.


 

Samtök danskra fiskimanna (Damnarks Fiskeriforening) gefa út í dag viljayfirlýsingum um að allar danskar fiskveiðar verði umhverfisvottaðar af vottunarfyrirtækinu Marine Stewardship Council.


 

Á fyrri helmingi ársins nam útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og grásleppukavíars 923 milljónum króna.  Það er hvorki meira né minna en 113% aukning frá sama tíma í fyrra.  Þetta kemur fram ávef Landssambands smábátaeigenda.


 

Kvóta Færeyinga á makríl má rekja til þess að makríll kom á sínum tíma sem meðafli á kolmunnaveiðum færeyskra skipa, rétt eins og makríll er meðafli á síldveiðum við Ísland í dag. Meðaflinn jókst smám saman og var orðinn um 18% áður en samþykkt var að úthluta Færeyingum makrílkvóta fyrir tíu árum eða svo.


 

Verð á íslenskum sjávarafurðum (meðaltal allra afurðaflokka) mælt í erlendri mynt hækkaði um 0,4% í júlí síðastliðnum, að því er fram kemur í samantekt hjá IFS Greiningu. Byggt er á tölum um framleiðsluverði í júlí sem Hagstofan birti í gærmorgun.


 

Sjávarútvegráðherra heimilaði í dag að meðafli í makríl við síldveiðar mætti vera 20% frá og með 9. júlí. Þar með er fyrri ákvörðun um 12% meðafla numin úr gildi og flótti síldarskipa undan makrílnum væntanlega stöðvaður í bili að minnsta kosti.


 

Búið er að veiða umfram aflamark í sex fisktegundum nú þegar rétt um 4 dagar eru eftir af kvótaárinu en heimilt er að búa til viðbótarheimildir upp að ákveðnu marki með tegundatilfærslum í öllum tegundum nema þorski. Mest er umframveiðin hlutfallslega í keilu eða 15%.


 

Krókaaflamarksbáturinn Ragnar SF er kominn með 200 tonna afla það sem af er ágúst. Þetta er metafli því hingað til hefur smábátur fengið mest 185 tonn í einum mánuði en það var Karólína ÞH.


 

Veiðar og vinnsla á humri hafa gengið vel í sumar. Humarinn hefur lækkað mikið í verði erlendis eins og fleiri sjávarafurðir í hærri verðflokkum, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Togskipið Helga RE-49 kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Reykjavík nú fyrir stundu eftir um það bil 8 vikna siglingu frá Taiwan þar sem skipið var smíðað.


 

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir að ef ekki verði rýmkaðar heimildir um meðafla makríls á síldveiðum sé raunveruleg hætta á því að vinnsla á síldinni og makrílnum stöðvist og mikil verðmæti renni Íslendingum úr greipum.


 

Vélbáturinn Frú Magnhildur VE gerði tilraun til þess að veiða makríl í sérstök makrílnet í sumar með góðum árangri. Frá þessu er skýrt í máli og myndum í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Laugafiskur, dótturfyrirtæki Brims hf., hefur í mörg ár veitt fjárhagslegan stuðning til augnaaðgerða í Nígeríu, en Afríkuríkið er einn stærsti kaupandi þurrkverkunarinnar. Slíkur stuðningur, sem fleiri fyrirtæki koma að, þar á meðal íslensk og færeysk fiskvinnslufyrirtæki, hefur haft mikil áhrif í samfélaginu.


 

,,Við bíðum á miðunum eftir því að geta byrjað veiðarnar. Þeim er stýrt í samræmi við þarfir vinnslunnar á Vopnafirði og reynt er að hafa síldina sem ferskasta þegar hún er unnin. Ingunn AK er nú á Vopnafirði með afla en við munum toga á móti Lundey NS að þessu sinni. Við reiknum með að fá leyfi til að hefja veiðarnar seinni partinn í dag.”


 

Árið 2010 er talið verða síðasta toppárið í veiðum á norsk-íslensku síldinni. Árin þar á eftir er því spáð að stofninn minnki smám saman. Ástæðan er léleg nýliðun í 2006, 2007 og 2008 árgöngunum.


 

 Ljóst er að aflaverðmæti norska uppsjávarflotans mun slá öll fyrri met á þessu ári. Á sjávarútvegsvefnum IntraFish er því spáð að flotinn fiski fyrir tæplega 6,5 milljarða norskra króna í ár sem jafngildir 137 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi.


 

Fiskistofa, í samvinnu við Landhelgisgæsluna, var í eftirlitsleiðangri á grunnslóð 12. - 23. ágúst s.l. Í leiðangrinum var farið um borð í 20 báta; 9 handfærabáta, 9 línubáta og 2 netabáta.


 

Skilvirk fiskveiðistjórnun nefnist ráðstefna í fiskihagfræði sem haldin verður í Háskóla Íslands á fimmtudag og föstudag í þessari viku. Fjölmargir sérfræðingar frá ýmsum löndum flytja erindi á ráðstefnunni.


 

Rækjuiðnaðurinn í Kanada á nú í erfiðleikum. Eftirspurn eftir kaldsjávarrækju er veik, framboð hefur minnkað og verð hefur lækkað. Heimskreppan sem og sterkt gengi Kanadadollars hafa leitt til minnkandi tekna kanadískra rækjuframleiðenda.


 

Eldisfiskurinn pangasius, sem ræktaður er í Víetnam, flæðir nú yfir Spán í stórauknum mæli og veldur verðfalli á fiski sem spænskir fiskimenn veiða. Þeir krefjast þess að eitthvað verði gert til þess að styrkja stöðu þeirra gagnvart þessari innrás á markaðinn.


 

,,Þetta er búið að vera þokkalegasta nudd en ekkert meira en það. Við höfum verið að veiðum í ýsuhólfi, sem er út af Straumnesinu og nær austur undir Hornbankann, en þetta hólf var opnað fyrir veiðum fyrir réttri viku síðan. Ætli aflinn jafni sig ekki út með um tonni á togtímann og þetta er hin sæmilegasta ýsa.” Þetta segir Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE, í samtali á heimasíðu HB Granda. ,,Það hefur verið ótíð á miðunum síðustu fjóra dagana eða svo og stormspá í kortunum. Það virðist því ætla að hausta snemma hér fyrir vestan að þessu sinni,” sagði Trausti.


 

Um 15 milljónir fleiri skammtar af djúpsteiktum fiski hafa selst það sem af er þessu ári í Bretlandi heldur en á sama tíma í fyrra samkvæmt könnum sem unnin var á vegum UK Sea Fish Industry Authority.


 

,,Það lítur illa út með kolmunnastofninn. Nýliðun er léleg og stofninn skreppur saman. Öruggt er að ráðlagður verður frekari niðurskurður kolmunnakvótans fyrir næsta ár sem reyndar var gert ráð fyrir þegar kvótinn í ár var ákveðinn,” segir Arild Slotte sérfræðingur við norsku hafrannsóknastofnunina í samtali við sjávarútvegsvefinn IntraFish.


 

Stuðningur við bann á veiðum á túnfiski (e. bluefin tuna) fer vaxandi innan Evrópusambandsins, að því er segir í frétt FT. Þar segir að í drögum að skýrslu fyrir umhverfisnefnd framkvæmdastjórnar ESB sé mælt með að túnfiskur verði friðaður. Í drögunum segir að frá vísindalegu og tæknilegu sjónarmiði virðist öll skilyrði uppfyllt fyrir að banna veiðar á túnfiski.


 

Skreiðamarkaðurinn í Nígeríu er erfiður um þessar mundir. Heimskreppan hefur leitt til þess verð á skreið til Nígeríu hefur lækkað, að því er Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar hf. á Dalvík, sagði í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu.


 

Íslensk skip hafa veitt kvóta sinn úr norsk-íslenska síldarstofninum í vaxandi mæli í íslenskri lögsögu á undanförnum árum. Það sem af er þessu ári er hlutfallið vel yfir 90%, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.


 

Krókaaflamarksbáturinn Happadís GK og Bárður SH, sem er smábátur með aflamark, skiluðu mestu aflaverðmæti á árinu 2008 í flokki smábáta, samkvæmt samantekt Fiskifrétta sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Makríll er gríðarlega verðmætur fiskur sé hann unninn til manneldis. Meðalverð í Noregi fyrir makríl upp úr sjó til manneldisvinnslu var í fyrra liðlega 230 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi, sem er níu sinnum hærra en hráefnisverð á Íslandi til bræðslu í dag.


 

Nú liggja fyrir niðurstöður stofnmælingar á úthafskarfa sem fram fóru fyrr í sumar. Beitt var tveimur ólíkum aðferðum, bergmálsmælingu og togmælingu. Mælingarnar benda til þess að bæði efri og neðri stofn úthafskarfans hafi minnkað frá fyrri mælingum.


 

Í grein í skoska dagblaðinu The Inverness Courier segir að Ísland eigi framundan nýtt þorskastríð, sem að þessu sinni verði háð í fundarsölum í Brüssel en ekki á hafi úti. Skoskir sjómenn og útgerðarmenn, sem lengi hafa haft horn í síðu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, ætla að fylgjast grannt með því hvernig Íslendingum reiðir af í aðildarviðræðum við ESB um sjávarútvegsmál.


 

Fiskstofnar í heiminum eiga sér uppreisnar von að dómi vísindamanna sem hafa rannsakað tíu vistkerfi sjávar vítt og breitt um heiminn, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren.


 

Nokkuð hefur borið á því í Bandaríkjunum að ódýri eldisfiskurinn pangasius sé seldur sem miklu dýrari villtur fiskur eins og þorskur og ýsa. Tekið er hart á slíkum blekkingum og hafa menn hafa verið dæmdir í sektir og fangelsi fyrir slík brot.


 

Baldur, eftirlits- og sjómælingabátur Landhelgisgæslunnar (LHG) stóð í gærmorgun handfærabát að meintum ólöglegum veiðum í skyndilokunarhólfi á Fljótagrunni vestan við Siglufjörð. Var honum vísað honum til hafnar á Siglufirði þar sem málið fór í hendur lögreglunnar.


 

Hafrannsóknastofnun hefur fylgst í næstum tvo mánuði með steypireyði sem skotið var gervitunglamerki í hér við land. Hvalurinn hefur synt að minnsta kosti 7.700 kílómetra á þessu tímabili.


 

Salan hjá Aker Seafood dróst saman á fyrri árshelmingi ársins 2009 þar sem verð á hvítfiski hefur fallið verulega.


 

Nú er hafinn útflutningur á frystri grásleppu til Kína, og hafa nokkrir gámar verið seldir. Triton ehf hefur í samstarfi við Landssamband smábáteigenda staðið að þessum útflutningi.


 

Helga Pedersen sjávarútvegsráðherra Noregs hvetur norskar fiskeldisstöðvar til að sniðganga fiskimjöl frá Íslandi sem búið sé til úr makríl. Þetta ítrekar hún í samtali á vefsíðu norska sjávarútvegsblaðsins Fiskeribladet/Fiskaren í dag.


 

Afli íslenskra skipa í botnfiski var í júlí 36.280 tonn, mestur var aflinn í þorski, þar á eftir í úthafskarfa. Nú þegar mánuður er eftir af fiskveiðiárinu eru 9,5% af því aflamarki sem til ráðstöfunar er í þorski ónýtt, aflmarksskip eiga 8,8% ónýtt og krókaflamarksskip 12,6%, að því er fram kemur í frétt frá Fiskistofu.


 

Lúða sem merkt var í færeyskri lögsögu veiddist úti fyrir vesturströnd Skotlands í sumar og hafði hún þá synt 593 kílómetra frá merkingarstaðnum.


 

Þrándur í Götu, sem er Íslendingum að góðu kunnur vegna veiða hér við land og löndunar í íslenskum höfnum, hefur verið seldur til Perú. Þetta færeyska uppsjávarskip er nú komið í eigu útgerðarrisans Pacific Andes og verður gert út til veiða á makríl í Kyrrahafi.


 

Margrét EA-710, eitt af uppsjávarskipum Samherja hf., er nú á förum til Marokkó þar sem hún verður í tímabundnu verkefni fram til jóla, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.


 

,,Makríll er í mun meira mæli innan íslensku lögsögunnar en gert var ráð fyrir þegar reglugerðin var sett í mars og rétt er að auka veiðiheimildir íslenskra fiskiskipa í makríl án tafar,” segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ í grein í nýjustu Fiskifréttum.


 

Makrílleiðangur á Árna Friðrikssyni, sem nú stendur yfir, staðfestir það sem af er frásagnir sjómanna um að makríll virðist vera úti um allan sjó að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Togbáturinn Vestmannaey VE skilaði mestu aflaverðmæti í bátaflotanum á árinu 2008 eða 624 milljónum króna. Næst henni kom Bergey VE með 609 milljónir. Skipin eru systurskip, sem Bergur-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum gerir út.


 

Brimnes RE skilaði mestu aflaverðmæti frystitogara á bolfiskveiðum eða 1.354 milljónum króna (fob) á árinu 2008 og Sólbakur EA varð efstur ísfisktogara með 920 milljónir króna Bæði skipin eru í eigu Brims hf.


 

Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, skilaði mestu aflaverðmæti íslenskra skipa á árinu 2008 eða 2.177 milljónum króna (fob). Í öðru sæti varð Hákon EA, skip Gjögurs, með litlu minni verðmæti eða 2.124 milljónir (fob). Báðir eru frystiskip á uppsjávarveiðum.


 

Þorskaflinn í nýliðnum júlímánuði nam rúmum 9.000 tonnum samanborið við 6.000 tonn í sama mánuði í fyrra. Aukningin er 50%. Í því sambandi má nefna að þorskafli á strandveiðum nam nálægt 2 þúsund tonnum á þessu tímabili.


 

Útgerðir 45 sænskra togskipa, sem veiða í Skagerak og Kattegat, hafa sótt um styrki til að úrelda skip sín.


 

Breska ríkisstjórnin hefur hrint af stað nýrri áætlun sem felur í sér viðbótarbætur til handa breskum togarasjómönnum sem misstu vinnuna og lífsviðurværi sitt þegar breskir togarar hrökkluðust af Íslandsmiðum í kjölfar þorskastríðanna upp úr 1970.


 

Færeyskir fiskverkendur hafa aukið framleiðslu á gulllaxi en þeir fullvinna hann í landi áður en til útflutnings kemur.


 

Sjávarútvegsráðuneytið hefur með auglýsingu tilkynnt stöðvun strandveiða á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Skagabyggðar, frá og með fimmtudeginum 13. ágúst. Samkvæmt uppfærðum aflatölum átti aðeins eftir að veiða 69 tonn af þorski á svæði A þegar veiðar hófust í dag. 


 

Neytendur víða um heim hafa dregið úr kaupum á svokölluðu lífrænu (organic) sjávarfangi og lífrænum matvælum yfirleitt, að því er alþjóðlega könnunarfyrirtækið AC Nielsen hefur upplýst, en fyrirtækið stendur fyrir könnunum á innkaupavenjum neytenda í yfir 100 löndum.


 

Aldrei hefur verið landað jafnmiklu af norsk-íslenskri síld í júlímánuði og nú eða tæpum 63.000 tonnum. Aflinn veiddist allur innan íslenskrar lögsögu og er það einsdæmi á þessum árstíma. Afli norsk-íslenskrar síldar sem veidd er í íslenskri lögsögu hefur aukist jafnt og þétt hef frá árinu 2004.


 

Stjórnarformaður Unicord áætlar að saltfiskframleiðendur í Norður-Noregi muni tapa yfir 100 milljónum norskra króna í ár, sem samsvarar um tveim milljörðum íslenskra króna.


 

Í bragðkönnun, sem gerð var í norsku bæjunum Tromsö, Hamar og Stavanger og 400 manns tóku þátt í, voru þátttakendur beðnir að gefa álit sitt á þorski sem annars vegar var 5-7 daga gamall og hins vegar 1-2 daga gamall en þeir voru ekki upplýstir um það hve langt var síðan fiskurinn var veiddur. 


 

Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku í gær tvö skip sem staðin voru að meintum ólöglegum veiðum og vísaði þeim til hafnar þar sem lögreglan tók á móti þeim. Tekin var skýrsla af skipstjórum og hönd lögð á afla, gögn og búnað sem málið varðar, að því er segir í frétt frá Gæslunni.


 

Íslensk skip hafa tilkynnt löndun á 101.553 tonnum af makríl á árinu samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu, þar af hafa aðeins 3.100 tonn veiðst utan íslensku lögsögunnar. Leyfi til makrílveiða voru afturkölluð þann 8. júlí s.l., en síðan þá hefur makríll verið að veiðast í töluverðum mæli sem meðafli í veiðum á norsk íslenskri síld.


 

,,Við fórum í fjórar veiðiferðir í júlí og fengum samtals fimm hrefnur í Faxaflóanum. Það hefur gengið ágætlega að finna hrefnuna, veiða hana og gera að henni. Báturinn má ekki minni vera til þessara veiða en þetta sleppur í góðu veðri,” sagði Þórður St. Lárusson útgerðarmaður Hafsteins SK sem er nýgræðingur á þessum veiðum.


 

 Síðustu þrír dagar hafa verið frekar rólegir hjá strandveiðibátunum.  Brælur hafa hamlað sjósókn.  Heildarþorskafli þeirra er nú rúm tvö þúsund tonn.  Þar af hafa bátar á veiðisvæði A veitt rúman helming aflans. Á því svæði hafa alls 186 bátar landað afla og er meðalafli í róðri  614 kg.  


 

Um miðjan síðasta áratug komust veiðar á úthafskarfa upp í 180 þúsund tonn á ári  miðað við afla allra þjóða. Í fyrra var aflinn kominn niður í 32 þúsund tonn og hefur ekki verið minni frá því veiðarnar hófust fyrir röskum aldarfjórðungi, að því er fram kemur í úttekt í Fiskifréttum.


 

Árið 2008 var afli íslenskra skipa rúm 1.283 þúsund tonn, 113 þúsund tonnum minni en árið 2007. Aflaverðmæti nam rúmum 99 milljörðum króna og jókst um 24% frá fyrra ári, en var 2,1% minna mælt á föstu verði.


 

,,Við erum komnir hérna djúpt norður fyrir Langanesið á flótta undan makrílnum. Áður vorum við að veiðum miklu sunnar, úti af Seyðisfjarðardýpinu og Reyðarfjarðardýpinu, en hlutfall makríls í aflanum var svo hátt að við urðum að flýja,” sagði Sigurbergur Hauksson skipstjóri á Berki NK frá Neskaupstað þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn til hans síðdegis í gær.


 

Ný nytjategund við Ísland?


 

Meðalverð á íslensku fiskmörkuðunum í júlímánuði var 218,65 kr/kg.  Meðalverð hefur aðeins einu sinni áður farið yfir 200 kr/kg en það gerðist í nóvember á síðasta ári þegar meðalverð mánaðarins var 213,14 kr/kg.


 

,,Það hafa ekki verið nein vandræði við að afsetja mjöl í sumar og engin birgðasöfnun. Veiðar okkar á makríl eru bæði löglegar og undir stjórn þannig að það er rangt að tala um óheftar veiðar,” sagði Jóhann Pétur Andersen framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda í samtali við Fiskifréttir.


 

Hrefnuveiðum Norðmanna lýkur í þessari viku. Aðeins liðlega helmingur útgefins hrefnukvóta eða 467 dýr af 885 hafa veiðst. Þetta er minnsti hrefnuafli síðan árið 2000.


 

Fiskistofnum heimsins er hætt við hruni um miðja öldina vegna ofveiði, en unnt er að endurreisa þá með réttri fiskveiðistjórnun. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Reuters segir frá. Rannsóknin hefur staðið yfir í tvö ár og þátttakendur eru vísindamenn frá Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Meðal svæðanna sem rannsökuð voru er landgrunnið við Ísland.
SKIPASKRÁ /