þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

október, 2010

 

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hyggst nú hasla sér völl í sjávarútvegi. Toyota ráðgerir að hefja eldi á bláuggatúnfiski innan tíðar. Í fyrstu verða um 10 þúsund túnfiskseiði tekin í eldi á ári.


 

Fimm bílfarmar af þurrkuðum saltfiski, sem flytja átti frá Noregi til Portúgals, hafa horfið sporlaust á leiðinni á áfangastað. Verðmæti fisksins er um 100 milljónir íslenskra króna. Talið er að skipulögð glæpasamtök standi þar að baki.


 

Aðeins takmarkaður hluti aflahlutdeildar frá því  kvótakerfið var tekið upp árið 1984 er enn í eigu upphaflegra kvótahafa. Ný fyrirtæki hafa komið fram og önnur eldri stóraukið hlut sinn, ýmist með kvótakaupum eða sameiningu fyrirtækja, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Öllu starfsfólki fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda hf., á Flateyri var sagt upp störfum í dag. Um er að ræða 42 starfsmenn. Uppsagnirnar taka gildi nú um mánaðarmótin.


 

Frístundaveiðibátar í krókaaflamarkskerfinu veiddu samtals 264 tonn á þessu ári, samkvæm tölum Fiskistofu. Rétt liðlega 200 bátar komu þar við sögu og veiddu þeir allt frá nokkrum kílóum upp í tæp 13 tonn.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 79 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2010 samanborið við tæpa 67 milljarða á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um 12,5 milljarða eða 18,8% á milli ára, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands.


 

Noregur lagði til í morgun í makrílviðræðunum sem nú standa yfir að hlutdeild Íslands í makrílveiðunum á næsta ári yrði 3,1% og lýsti Evrópusambandið stuðningi við tillöguna. Þetta kom fram í ræðu Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ nú síðdegis.


 

„Íslenskur sjávarútvegur er vel skipulagður, hátæknivæddur þekkingariðnaður þar sem fjölmargir aðilar leggja hönd á plóg, bæði beint og óbeint. Við eigum í harðri samkeppni á alþjóðavettvangi um sölu sjávarafurða og alla daga eru þúsundir manna og kvenna að vinna frábært starf í íslenskum sjávarútvegi og tengdum greinum," sagði Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, m.a. í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í dag.


 

Búið að mæla meira en 400 þúsund tonn af veiðistofni og mikið hefur fundist af ungloðnu


 

Jökull ÞH sem GPG á Húsavík keypti í sumar hefur verið á netaveiðum á ufsa á miðunum milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar að undanförnu og gengið prýðilega, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Aflinn er allur þurrkaður á Húsavík og þversagaður í steikur fyrir Nígeríumarkað.


 

Jón Guðmann Pétursson, framkvæmdastjóri Hampiðjunnar hf. segir í samtali við Fiskifréttir að aðgerðir stjórnvalda hafi slæm áhrif á sjávarútveginn. ,,Við finnum nú fyrir ótta og kvíða varðandi framtíðina hjá greininni. Menn halda að sér höndum enda framtíðarsýnin í besta falli óljós. Þetta óvissuástand seytlar inn í þjónustufyrirtækin og hefur þannig neikvæð áhrif út í þjóðfélagið,“ segir Jón.


 

Samtök framleiðenda eldisfisksins catfish í Bandaríkjunum hafa skorið upp herör gegn innflutningi á fiskflökum af þessari tegund frá Kína og Víetnam. Þeir segja að innfluttu flökin séu menguð og innihaldi sýklalyf.


 
Fiskifréttir
27. október 2010

Dæla upp gulli

Hátt verð fæst nú fyrir bræðslufisk í Danmörku og danska ríkisútvarpið segir að uppsjávarskipin dæli upp gulli þessa dagana.


 

Icelandic Group, sem er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi, hefur  ákveðið að sækja um vottun samkvæmt staðli Marine Stewardship Council (MSC) fyrir þorsk og ýsuveiðar við Ísland.  Þegar vottun er fengin þá verður hægt að merkja allar afurðir úr þessum fiskstofnum, sem seldar verða í sölukerfi Icelandic, með umhverfismerki MSC.


 

Evrópusambandið veitti nýlega  jafnvirði tæplega tveggja milljarða íslenskra króna til að styrkja skoskan sjávarútveg og fiskeldi. Alls 144 fyrirtæki njóta styrkjanna að þessu sinni og eru þeir sagðir geta skapað og tryggt störf næstum 3.500 manna.


 

 Útgerðarfélagið Stekkjavík á Raufarhöfn fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni standa bræðurnir Ragnar og Hólmgrímur Jóhannssynir.


 

Norsk skip fiskuðu 233.000 tonn af makríl á haustvertíðinni sem nú er að ljúka. Aflaverðmætið nam 1,9 milljörðum norskra króna, jafnvirði 37 milljarða íslenskra króna, að mati norska síldarsölusamlagsins.


 

Sýkingin virðist vera horfin í hörpudisknum í Breiðafirði en stofninn er áfram í lægð og nýliðun léleg samkvæmt niðurstöðum úr nýlegum leiðangri Hafrannsóknastofnunar, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

,,Það er greinilega einhver sýking í síldinni ennþá. Það má sjá í hjörtunum. HIns vegar vitum við ekki ennþá hversu hátt sýkingarhlutfallið er," segir Páll Reynisson leiðangursstjóri á rannsóknaskipinu Dröfn RE í samtali við Fiskifréttir.


 

Áform Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um að rukka leigugjald fyrir auknar aflaheimildir í nokkrum mikilvægustu nytjategundunum á yfirstandandi ári hafa valdið miklum titringi innan sjávarútvegsins.


 

Iðnaðarráðuneytið fær 60 milljónir af kvótaleigunni


 

Til að mæta niðurskurði til stofnana sjávarútvegsins sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 þyrfti meðal annars að leggja rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni og hætta þátttöku í alþjóðlegum rannsóknum á karfa á Grænlandshafi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Á fundi strandríkja um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem lauk í Lundúnum í dag, náðist samkomulag um að heildarafli verði 988.000 tonn árið 2011 sem er 33% skerðing frá yfirstandandi ár.  Samkvæmt samkomulaginu verður íslenskum skipum heimilt að veiða 143.000 tonn á árinu í stað 215.000 tonna í ár.


 

Ingunn AK er nú á leið til Vopnafjarðar með um 900 tonn af íslenskri síld en sá afli fékkst á Breiðafirði skammt frá Stykkishólmi. Þetta er fyrsti aflinn úr þessum stofni á vertíðinni en skammt er síðan að sjávarútvegsráðherra heimilaði 15.000 tonna byrjunarkvóta.


 

Samningum lauk í dag í London um kolmunnaveiðar í Norður-Atlantshafi á næsta ári. Tæplega sjö þúsund tonn koma í hlut íslenskra veiðiskipa á næsta ári samanborið við um níutíu þúsund tonn á þessu ári. .


 

Á þessu ári hafa alls verið fryst tæplega 17.000 tonn af uppsjávarafurðum í fiskiðjuveri HB Granda á Vopnafirði. Þetta er nýtt og glæsilegt vinnslumet en fyrra met er frá árinu 2004 en þá voru fryst 12.700 tonn af afurðum á Vopnafirði.


 

Ingunn AK fer til veiða á íslenskri sumargotssíld síðar í dag en samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur nú verið gefinn út 15.000 tonna byrjunarkvóti. Þar af koma um 1.800 tonn í hlut skipa HB Granda.


 

Stærsta síldin sem Norðmenn veiða fæst nú í Síldarsmugunni og er hún að meðaltali um 350-375 grömm að þyngd. Hæsta verð sem greitt var í síðustu viku var 4,77 NOK á kílóið (91 ISK), að því er fram kemur á vef Norska síldarsölusamlagsins.


 

Lögregluyfirvöld í hafnarbænum Marín í Galisíuhéraði á vesturströnd Spánar hafa lagt hald á 513 kíló af kókaíni sem falin voru í frystum fiskfarmi í skipi sem kom frá Ekvador í Suður-Ameríku.


 

Bolungarvíkurbátarnir létu til sín taka á síðasta ári og röðuðu sér í flest efstu sætin yfir aflasælustu smábáta á síðasta fiskveiðiári, hvort sem um er að ræða heildarafla upp úr sjó eða afla í helstu tegundum sem smábátar veiða, þ.e. þorski, ýsu og steinbít, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Til skamms tíma hefur nýting grásleppu einungis falist í því að hirða úr henni hrognin en fiskinum verið kastað. Triton ehf. hefur hafið útflutning á frosinni grásleppu til Kína þar sem hún er nýtt til manneldis.


 

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið 15.000 tonna kvóta í sumargotssíld fyrir fiskveiðiárið 2010/2011. Er það upphafsúthlutun í sumargotssíld fyrir fiskveiðiárið en ákvörðun um endanlega úthlutun heildarafla liggur ekki fyrir.


 

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda lýsa yfir fullum stuðningi við hugmyndir ráðherra um aukningu aflaheimilda sem leigðar yrðu gegn sanngjörnu gjaldi.


 

Víetnamski eldisfiskurinn pangasíus hefur flætt yfir Evrópu undanfarin ár og veitt villtum hvítfiski úr sjó ákveðna samkeppni á markaðnum enda er hann allt að helmingi ódýrari valkostur. Friðleifur Friðleifsson sölustjóri frystra afurða hjá Iceland Seafood telur þennan eldisfisk þó ekki beina ógnun við helstu tegundir Íslendinga, þorsk og ýsu.


 

Mjög góð síldveiði hefur verið nú í vikunni og hratt hefur gengið á síldarkvóta skipa HB Granda. Lundey NS er nú í sinni síðustu veiðiferð en Ingunn AK og Faxi RE eru á Vopnafirði, að því er fram kemur á vef HB Granda. Eftirstöðvar kvótans voru um 2.400 tonn áður en Lundey fór til veiða og því koma um 800 tonn í hlut hvers skips. Þá eru óveidd um 1.350 tonn af makrílkvótanum en að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, er mjög ólíklegt að sá kvóti náist áður en síldveiðunum verður hætt.


 

,,Þegar leigan á skötuselskvótanum var tilkynnt tók sjávarútvegsráðherra skýrt fram að það mál væri algjörlega sérstakt og hefði ekkert fordæmisgildi. Nú er komið á daginn að ekkert var að marka orð ráðherrans,” sagði Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Fiskifréttir.


 

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra upplýsti á aðalfundi Landssambands smábáteigenda í dag að hann myndi beita sér fyrir því að gefnar yrðu út auknar aflaheimildir í þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og íslenskri sumargotssíld á þessu fiskveiðiári og að kvótarnir yrðu boðnir til leigu gegn sanngjörnu gjaldi, líkt og tíðkaðist nú með skötusel.


 

Humarvertíðin hefur gengið vel á heildina litið en þó eru aflabrögðin ekki eins góð og í fyrra að því er fram kemur í spjalli við Alexander Hallgrímsson, skipstjóra á Fróða ÁR II, í nýjustu Fiskifréttum.


 

Tíu bandarísk fyrirtæki, þeirra á meðal nokkrar stórmarkaðskeðjur, hafa verið sektuð fyrir að krefja neytendur í Wisconsin í Bandaríkjunum um of hátt verð fyrir sjávarafurðir.


 

Enskur sjávarútvegur fær yfir 3 milljónir GBP um (560 milljónir ISK) í styrki úr sjóðum Evrópusambandsins. Þetta var ákveðið nú í október þegar valin voru 11 verkefni sem hlutu styrki að þessu sinni.


 

Fiskaflinn í nýliðnum september nam alls 94.000 tonnum samanborið við rúmlega 77.000 tonn í sama mánuði í fyrra. Þetta er 20% aukning. Botnfiskafli dróst saman um rúm 2.600 tonn frá september 2009 og nam um 33.000 tonnum. Þar af nam þorskaflinn tæpum 13.200 tonnum, sem er samdráttur um tæp 600 tonn frá fyrra ári.


 

Færeyingar krefjast þess að fá að minnsta kosti 15% hlut úr makrílstofninum en Norðmenn og Evrópusambandið hafa hingað til ætlað þeim tæplega 5% heildarkvótans. 


 

Það sem af er vertíðar hafa íslensk skip landað rétt rúmlega 121 þúsund tonni af makríl. Þar af hafa tæplega 119.500 tonn verið veidd innan íslensku lögsögunnar og um 1.700 tonn í færeysku lögsögunni og úthafinu, að því er fram kemur í frétt á vef Fiskistofu.


 

Samkvæmt nýlegri könnun myndi tæpur helmingur breskra kjósenda greiða atkvæði með úrsögn úr Evrópusambandinu yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Evrópumálaráðherra Breta segir niðurstöður könnunarinnar endurspegla það vantraust sem einkenni afstöðu breskra kjósenda til ESB.


 

Meirihluti kjósenda eða 51,7% vill semja við núverandi handhafa fiskveiðiheimilda um veiðiheimildir gegn gjaldi eins og lagt er til í svokallaðri samningaleið. Þetta er niðurstaða könnunar sem fyrirtækið Markaðs- og miðlarannsóknir, MMR, vann fyrir LÍÚ dagana 5. -8. október sl.


 

Sjóræningjar frá Sómalíu eru um þessar mundir með samtals 18 skip og 383 gísla í haldi, samkvæmt upplýsingum sérsveitar á vegum Evrópusambandsins, sem berst gegn sjóránum á Indlandshafi.  


 

Mikil óvissa ríkir hvort og hve mikið verður leyft að veiða af loðnu á komandi vertíð. Lítið er vitað um 2008 árganginn sem ætlað er að bera uppi veiðina í vetur sem þriggja ára loðna, að því er Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur sagði í samtali við Fiskifréttir.


 

Sífellt fjölgar þeim verslunarkeðjum erlendis sem neita að selja fisk úr fiskistofnum sem ekki eru taldir nýttir á sjálfbæran hátt. Nú hefur kanadíska stórmarkaðskeðjan Metro Inc. bæst í þennan hóp.


 

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., dró upp sláandi mynd af aðstöðumun íslensks sjávarútvegs í samkeppni við norskan á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn var á dögunum. Hann sagði að á meðan íslenskur sjávarútvegur byggi við óvissu væru Norðmenn á mikilli siglingu, að því er fram kemur í grein í nýjustu Fiskifréttum.


 

Sjö aðilar sem gera út línubeitningarbáta í krókaaflamarkskerfinu hafa sagt sig úr Landssambandi smábátaeigenda (LS) og stofnað eigin samtök til þess að vinna að hagsmunamálum þessa bátaflokks.


 

Kvóti Íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofninum mun minnka um 72.000 tonn og úr kolmunnastofninum um 81.000 tonn á næsta ári samkvæmt veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem birt var í síðustu viku.


 

Norska fiskútflutningsráðið (EFF) sinnir ekki eingöngu markaðssetningu norskra sjávarafurða erlendis heldur einnig á heimamarkaði. Á næsta ári verður aukin áhersla lögð á innanlandsmarkaðinn. Gert er ráð fyrir að verja þar 50% meira til markaðsmála en í ár, eða fara úr 27,5 milljónum NOK í 42 milljónir NOK (800 milljónir ISK).


 

Gæðavottun fyrir íslenskan fiskmjölsiðnað stendur yfir. Nú þegar hefur framleiðsla nokkurra verksmiðja hlotið vottun. Áður en árið er liðið er búist við því að öll framleiðsla íslensks fiskmjölsiðnaðar verði vottuð, að því er Jóhann Peter Andersen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda, sagði í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Eyþór Björnsson, forstöðumann fiskveiðistjórnunarsviðs Fiskistofu, fiskistofustjóra til fimm ára.  Hann tekur við af Árna Múla Jónassyni sem tók nú nýlega við starfi sem bæjarstjóri á Akranesi.


 

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að lækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 8%.


 

Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu er sjóstangaveiðimótum ársins 2010 lokið. Haldin voru 15 mót og var heildaraflinn rúmlega 151 tonn. Uppistaða aflans var þorskur eða 78%, um 13% veiddust af ufsa, 4% af karfa og afgangurinn var aðrar tegundir. 


 

Tveir skoskir fiskimenn viðurkenndu fyrir rétti í Edinborg nú í vikunni að hafa gefið falskar upplýsingar um landandir á fiski að verðmæti 7 milljónir GBP, eða 1,2 milljarðar ISK. 


 

Norsk-rússneska fiskveiðinefndin hefur tilkynnt að þorskkvótinn í Barentshafi á næsta ári verði 703 þúsund tonn eða tæplega 100 þúsund tonnum meira en í ár. Þetta er 16% aukning frá árinu í ár.


 

   


 

Börkur NK frá Neskaupstað varð aflahæstur íslenskra skipa á nýliðnu fiskveiðiári með tæplega 55.000 tonn, samkvæmt skrá Fiskistofu. Þerney RE fiskaði mest botnfisktogara eða tæplega 8.400 tonn.


 

Afli sem barst á land á Bretlandi minnkaði lítillega á árinu 2009 en aflaverðmæti jókst. Útflutningur sjávarafurða jókst um 15%. Innflutningur á fiski dróst saman um 8% frá árinu 2008. Þetta kemur fram í nýbirtum hagtölum frá stofnun sem leggur á ráðin um stjórn fiskveiða, Marine Management Organisation (MMO).


 

Sú var tíðin að Norðmenn veiddu á þriðja hundrað þúsund seli á ári. Á síðustu árum og áratugum hafa veiðarnar farið stöðugt minnkandi og í ár og fyrra veiddu norskir selfangarar innan við 5 þúsund seli hvort ár. Margt bendir til að þessar veiðar muni fljótlega heyra sögunni til.


 

Samkvæmt nýrri veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) minnkar kvóti Íslendinga í norsk-íslenskri síld um 72.000 tonn milli ára og í kolmunna um 81 þúsund tonn samkvæmt aflareglu sem gildir um nýtingu þessara stofna. Ljóst er að hér er um mikla tekjuskerðingu að ræða.


 

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til að kolmunnakvótinn í NA-Atlantshafi á næsta ári verði skorinn niður um 90% og kvóti norsk-íslenskrar síldar um þriðjung.
SKIPASKRÁ /