laugardagur, 16. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

febrúar, 2010

 

Fiskurinn verður stressaður þegar hljóðbylgjur frá olíuleitarskipum streyma um sjóinn en bylgjurnar skaða hann ekki, samkvæmt rannsóknum norskra vísindamanna sem kynntar voru í vikunni, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins.


 

Frystitogarinn Kleifarberg ÓF sem er í eigu Brims hf. landaði í gær afla úr Barentshafi að verðmæti um þrjú hundruð miljónir króna. Afli skipsins nam um eitt þúsund tonnum miðað við fisk upp úr sjó.


 

Frystitogarinn Arnar HU-1 frá Skagaströnd kom á dögunum í land með verðmætasta farm sinn frá upphafi, eftir sautján daga veiðar í Barentshafi. Aflinn var að þessu sinni um 900 tonn; 720 tonn af þorski og um 180 Frystitogarinn Arnar HU-1 frá Skagaströnd kom á dögunum í land með verðmætasta farm sinn frá upphafi, eftir sautján daga veiðar í Barentshafi. Aflinn var að þessu sinni um 900 tonn; 720 tonn af þorski og um 180 tonn af öðrum tegundum. Heildarverðmæti aflans er um 260 milljónir króna.


 

Færeyska útgerðin JFK Trol telur sig hafa orðið fyrir tjóni upp á jafnvirði 350 milljóna íslenskra króna vegna afleiðinga þess að Rússar tóku togarann Skálabergs í lögsögu sinni. Útgerðin segir færeysk stjórnvöld bera ábyrgð á því hvernig fór og krefjast bóta.


 

Verkefnið Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, eða svokallað vorrall, hófst síðustu helgina í febrúar og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fimm skip taka þátt í verkefninu; togararnir Bjartur, Ljósafell og Jón Vídalín og rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson.


 

Loðnuveiðar Norðmanna eru komnar vel á veg en veiðum á norsk-íslensku síldinni er að ljúka.


 

Beluga-styrjan í Kaspíahafi, sem gefur frá sér hrognin í hinn eina sanna svarta kavíar, hefur verið svo gróflega ofveidd síðustu áratugina að stofninn eru nú aðeins 10% af því sem hann áður var.


 

Í lok árs 2009 voru 1.582 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fjölgað um 53 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var alls 768 og samanlögð stærð þeirra 86.769 brúttótonn. Vélskipum fækkaði um 1 skip á milli ára en flotinn stækkaði um 379 brúttótonn.


 

Sjómenn víðsvegar að úr Bandaríkjunum fjölmenntu í vikunni á mótmælafund fyrir framan Capitol þinghúsið í Washington til að krefjast breytinga á lögum um stjórn fiskveiða.


 

Japönsk stjórnvöld hafa harðlega mótmælt áformum um að setja Atlantshafs bláuggatúnfisk á lista yfir dýr í útrýmingarhættu og banna milliríkjaviðskipti með hann.


 

Loðnuvinnsla hófst í fiskiðjuveri HB Granda á Vopnafirði á aðfararnótt sl. miðvikudags eftir að Faxi RE kom þangað með tæplega 1.400 tonna afla. Loðnan var flokkuð og var hængurinn frystur fyrir Austur-Evrópumarkaðinn en hrygnan sett í hrognaskurð og hrognin fryst fyrir Japansmarkað.


 

Verð á íslenskum sjávarafurðum (meðaltal allra afurðaflokka) mælt í erlendri mynt lækkaði um 1,1% í janúar síðastliðnum. Þetta er byggt  á útreikningi IFS Greiningar m.v. tölur um framleiðsluverð í janúar sem Hagstofan birti í morgun.


 

Hafrannsóknastofnun hefur tekið í notkun nýstárlegt tæki með þremur pokum sem tengt er aftan við vörpu og hægt er að opna og loka á fyrirfram ákveðnu dýpi með tímastilli. Þessi tækjabúnaður hefur gefið góða raun bæði við rannsóknir á karfa og gulldeplu, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Gulldepluveiðum er nú lokið að sinni og uppsjávarskipin hafa snúið sér að öðrum verkefnum. Vertíðin þykir hafa tekist vel þrátt fyrir dræmari veiði en var í fyrra.


 

Árið 2009 veiddu íslensk skip um 116 þúsund tonn af makríl og er áætlað að heildarútflutningsverðmæti makrílafurða árið 2009 hafi numið u.þ.b. 7 milljörðum króna. Stærstur hluti makrílaflans eða 80% fór til mjöl- og lýsisvinnslu, 7% fóru í landfrystingu, um 11% af aflanum var frystur um borð í vinnsluskipunum og um 2% var ráðstafað sem ísfiski.


 

„Þessi skýrsla ESB kemur ekki á óvart og er í raun staðfesting á öllu því sem við höfum sagt um áhrif hugsanlegrar aðildar að sambandinu á sjávarútveginn á Íslandi," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna um greiningarskýrslu  (e. Analytical Report) framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðildarumsókn Íslands að ESB, sem  kynnt var í gær.


 

Víetnamar hófu að flytja eldisfiskinn pangasius til Rússlands á síðasta ári og hefur sá útflutningur aukist með undraverðum hraða.


 

Nú er búið að taka á móti alls um 3.700 tonnum af loðnu hjá HB Granda á Akranesi. Markmiðið er að nýta sem allra mest af aflanum til hrognatöku og frystingar á hrognum fyrir Japansmarkaðinn. Að sögn Gunnars Hermannssonar, vinnslustjóra í loðnuhrognavinnslunni, er þroski loðnuhrognanna enn á mörkum þess að hrognin uppfylli kröfur japönsku kaupendanna.


 

Í síðustu viku fékkst gott verð fyrir kolmunna til manneldis að því er fram kemur á vef Norges Sildesalgslag. Þá var landað um 13 þúsund tonnum af kolmunna í Noregi sem veiddust á alþjóðlegu hafsvæði suðvestur af Írlandi.


 

Loðnumælingar sem Norðmenn gera að haustlagi í Barentshafi og eru grundvöllurinn að ákvörðun um veiðikvóta á komandi vertíð eru í mörgum tilfellum í litlu samræmi við mælingar sem gerðar eru að vetrinum þegar nær dregur hrygningu loðnunnar.


 

McDonalds hamborgaraveldið segir að viðskiptum fyrirtækisins sé beint til þeirra sem veiða fisk á sjálfbæran hátt.


 

,,Það er veiðanleg loðna mjög víða núna. Hákon EA fékk kast í Meðallandsbugt í fyrradag, við vorum að veiðum við Vestmannaeyjar í gær, svo er töluvert mikið af loðnu við Reykjanesið og allmargir bátar eru á veiðum í Faxaflóa,” sagði Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni SU í samtali við Fiskifréttir nú um hádegisbilið.


 

Komið er á markað hérlendis nýtt tæki, hitamyndavél eða hitasjónauki frá FLIR Systems, sem skynjar menn eða hluti í niðamyrkri. Um er að ræða nýja tækni sem rutt hefur sér rúms um borð í skipum víða um heim og nýtist bæði sem öryggistæki og siglingatæki.


 

Árið 2009 var mjög gott humarár. Það jafnast þó ekki á við toppárin tvö þar á undan hvað meðalafla á sóknareiningu varðar, að því er Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir í samtali við Fiskifréttir.


 

Krafa ESB um að veiðivottorð skuli fylgja öllum fiskafurðum sem fluttar eru inn í sambandið hefur ekki valdið neinum teljandi töfum á útflutningi sjávarafurða þangað frá Íslandi.


 

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að loðnukvótinn verði aukinn um 20 þúsund tonn og fari í 150 þúsund tonn á vertíðinni að þvi er fram kemur í frétt á vef stofnunarinnar.


 

,,Ástandið er mjög dapurt. Við erum búnir að keyra hérna um í rúman sólarhring en höfum ekkert séð af loðnu. Það er ein torfa á miðjum Faxaflóanum með 18% hrognafyllingu, en við erum að leita að loðnu með hærra hrognahlutfalli,” sagði Jón Axelsson skipstjóri á Júpíter ÞH þegar Fiskifréttir náðu tali af honum núna eftir hádegi í  dag.


 

,,Það er allt tilbúið. Við eigum von á fyrsta loðnuaflanum í kvöld og bíðum bara eftir nánari tímasetningu þannig að hægt sé að boða mannskapinn til starfa. Við gerum ráð fyrir að um 30 manns vinni við loðnuhrognavinnsluna og frystinguna á sólarhring og sennilega verðum við með tvískiptar vaktir, a.m.k. til að byrja með,“ sagði Gunnar Hermannsson, vinnslustjóri í hrognavinnslu HB Granda á Akranesi.


 

Fisksölufyrirtæki á Spáni eru einfaldlega of mörg fyrir markaðinn að því er forsvarsmenn greinarinnar halda fram.


 

Samtök norskra útvegsmanna (Fiskebåtredernes Forbund) hafa óskað formlega eftir því við norska sjávarútvegsráðuneytið að Smugusamningnum milli Íslands og Noregs verði sagt upp í sumar með það fyrir augum að bæta hlut Norðmanna með nýjum samningi.


 

Nokkur fjölgun hefur orðið á langreyði, steypireyði og hrefnu í Norður-Atlantshafi á undanförnum áratugum og mikil fjölgun á hnúfubaki. Þetta kemur m.a. fram í nýju riti sem Norður-Atlantshafsspendýraráðið (NAMMCO) hefur gefið út og tileinkað er hvalatalningum á N-Atlantshafi. 


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 106 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2009 samanborið við 91 milljarð yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 15 milljarða eða 16,6% á milli ára. Aflaverðmæti í nóvember nam 10,4 milljörðum króna en var 11,3 milljarðar í nóvember 2008.


 

,,Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er búið að mæla loðnu austan frá Langanesi, suður með Austfjörðum og allt vestur að Ingólfshöfða, þar sem skipið er statt núna.  Við teljum að leiðangursmenn hafi náð vel utan um þá loðnu sem er á þessu svæði,” sagði Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnun í samtali við Fiskifréttir nú um hádegisbilið.


 

Ís hefur verið til vandræða við í Skagerak síðasta mánuðinn því hann hefur komið í veg fyrir það að sjómenn geti róið. Þetta þykja ekki vera góðar fréttir nema ef vera skyldi fyrir þorskinn.


 

Loðnuvertíðin í Barentshafi er komin í fullan gang. Eftir að norsku loðnuskipin, sem voru að veiðum  í íslenskri lögsögu á dögunum, höfðu losað sig við afla sinn héldu þau norður í Barentshaf til veiða.


 

Heildarafli íslenskra skipa dróst saman um tæpan fjórðung í nýliðnum janúarmánuði miðað við sama mánuð í fyrra,  fór úr 72.000 tonnum 55.000 tonn. Botnfiskaflinn minnkaði um 1.700 tonn og uppsjávaraflinn um 14.500 tonn milli ára.


 

Indland er annar stærsti fiskframleiðandi í heimi og nú boða Indverjar “bláa byltingu” sem felst í því að vísindamenn vinna hörðum höndum að því að breyta óbyggðum og gömlum hrísgrjónaökrum í tjarnir til að efla fiskeldi í landinu.


 

,,Hjá Landhelgisgæslunni eru til tölfræðileg gögn um fjölda tilvika á hverju ári þegar björgunarþyrla þarf að fara lengra frá landi en 20 mílur.  Út frá þessum staðreyndum blasir við í ljósi reynslunnar að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær upp komi atvik sem hafi dauðsfall í för með sér.”


 

Vegna verðlækkunar á frystri síld landa Norðmenn nú síld til bræðslu í auknum mæli. Fram til 1. febrúar í ár hefur um 26 þúsund tonnum af síld verið landað til bræðslu samanborið við tæp 8 þúsund tonn á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á fréttavefnum fis.com.


 

Frá árinu 2002 hafa Norðmenn selt eldisþorsk fyrir 1,2 milljarða norskra króna, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi. Dúndrandi tap hefur verið á þorskeldinu því á þessu tímabili hefur verið varið samtals 4,5 milljörðum norskra króna, jafnvirði 100 milljarða íslenskra, til fjárfestingar og rannsókna í greininni.


 

,,Það má sennilega best orða þetta með því að segja að það er ákaflega rólegt yfir þessum veiðum. Við drögum trollið allan daginn og megum þakka fyrir að ná 100 tonna afla. Í gær fengum við reyndar ekki nema 60 tonn og það er ekki viðunandi árangur,“ segir Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey NS, í samtali áheimasíðu HB Granda.


 

Hlutfall sýktrar síldar í íslenska síldarstofninum er nokkuð nálægt 45% og er ástandið síst betra en í fyrra, að því er Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofna hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

,,Loðnan núna er mjög stór og góð, stærri en miðaldra menn muna, að meðaltali undir 40 stykkjum í kílóinu. Slíka meðalstærð á loðnu hefur maður ekki séð í áraraðir eða jafnvel áratugi,” segir Hermann Stefánsson framleiðslustjóri Skinneyjar Þinganess á Hornafirði í samtali við Fiskifréttir.


 

Færeyingar hafa sóst eftir að fá að stunda rækjuveiðar innan íslenskrar  lögsögu á Dohrnbanka og jafnframt að fá að nýta rækjuveiðiheimildir Íslendinga á Flæmingjagrunni sem íslensk skip hafa ekki nýtt undanfarin ár.


 

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur leitað að loðnu fyrir austan land síðustu daga en ekki hefur enn fundist meiri loðna en áður hefur verið mæld, að því er Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir nú í morgun.


 

Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja undirrituðu fiskveiðisamning ríkjanna fyrir yfirstandandi ár á fundi í Þórshöfn í Færeyjum í gær. Samningurinn er nær samhljóða fyrri samningi.


 

Grænlensk rækjuskip veiða mun meiri rækju á hverju ári en fiskifræðingar ráðleggja. Þetta hefur leitt til þess að stofninn verður minni og minni, segir í grein í blaðinu AG – Grænlandspóstinum.


 

„Á sama tíma og sáttanefnd er að störfum, til reyna ná lendingu um framtíðarstjórnkerfi fiskveiða, eru menn að störfum við ýmsar breytingar og viðbætur við stjórnkerfið sem engan veginn geta verið ásættanlegar fyrir framtíðarrekstrarskilyrði greinarinnar. Skötuselsfrumvarpið svokallaða er einn hluti af þessum breytingum," sagði Gunnþór Ingvason, formaður Útvegsmannafélags Austurlands, í ræðu sinni á opnum fundi á Eskifirði í gær.


 

Strandveiðimenn í Noregi kasta lélegum þorski í hafið frekar en að koma með hann í land segir sjómaður í viðtali við netmiðil norska útvarpsins.


 

,,Loðnan gengur hratt vestur með suðurströndinni. Fremsti hluti göngunnar er kominn vestur á Eyrarbakkabugt þar sem við erum nú,”  sagði Sigurbergur Hauksson skipstjóri á Berki NK frá Neskaupstað þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn til hans skömmu fyrir hádegi í dag.


 

Risasmokkfiskur, oft nefndur Humboldt smokkur, hefur í þúsundatali gengið upp að strönd Kaliforníu í Bandaríkunum að undanförnu. Smokkurinn er talinn veruleg ógn við sjávarútveg á þessum slóðum því hann leggst á nytjastofna eins og sardínu, ansjósu, lýsing og fleiri tegundir.


 

Fiskneysla í Japan dróst saman í desember. Meðalupphæðin sem varið var til kaupa á sjávarafurðum fór niður í 96 evrur (17 þúsund ísl. kr.) á hverja fjölskyldu, sem er um 3,4% samdráttur.


 

Talið er að brátt verði opnað fyrir innflutning á fiski á ný frá Rússlandi til ríkja innan Evrópusambandsins þar sem viðeigandi stofnun hefur verið tilnefnd til að votta veiðar rússneskra skipa, að því er fram kemur á IntraFish.


 

Vísir hf. , stærsta línuútgerð landsins, hefur keypt beitningarvélar í alla fimm línubáta sína og jafnframt tryggt sér 20 milljónir pokabeitna. Samningur þar að lútandi var nýlega gerður við Bernskuna ehf. og KM Stál ehf.


 

Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu hefur útflutningur á óunnum ísfiski bæði minnkað að magni til og einnig sem hlutfall af heildarafla, að því er fram kemur í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu.


 

Heimilt verður að veiða allt að 6 þúsund tonn af botnfiski við strandveiðar í sumar samkvæmt frumvarpi sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra mun mæla fyrir á Alþingi á næstu dögum. Samhliða leggur ráðherra til breytingar á lögum sem fela í sér að auk 17.500 kr. leyfisgjalds vegna strandveiða sem renna til Fiskistofu, greiði viðkomandi sérstaklega 50.000 kr. Þær tekjur munu renna beint til löndunarhafna báta sem hafa strandveiðileyfi.


 

Í frétt sem birt er á heimasíðu Fiskmarkaðs Íslands kemur fram að framboð af fiski á fiskmörkuðum hafi ekki dregist saman sem hlutfall af lönduðum afla undanfarin ári.


 

Skötuselsstofninn við Ísland hefur stækkað mikið vegna aukinnar nýliðunar. Að hve miklu leyti þessi nýliðun kemur frá hrygningarsvæðum vestan Bretlandseyja er ekki vitað en talið er að sum ár geti þau svæði skilað seiðum alla leið á íslenska landgrunnið.


 

Loðnuveiðarnar fara hægt af stað enda reyna loðnuútgerðirnar að skipuleggja veiðarnar með þeim hætti að sem mest verðmæti fáist úr úr þeim takmarkaða loðnukvóta sem úthlutað hefur verið.


 

Framboð á ferskri ýsu í norðaustanverðum Bandaríkjunum hefur verið nokkuð stöðugt. Það stafar af því að vel hefur viðrar til veiða á þessu svæði og ýsan hefur verið í þéttum torfum á Georgsbanka.


 

Þann 28. janúar voru merktir tveir hnúfubakar skammt innan við Æðey í Ísafjarðardjúpi. Upplýsingar hafa borist um ferðir annars þeirra, en sá synti út úr Ísafjarðardjúpi daginn eftir merkingu.


 

Atvinnuleysi á Grenivík þurrkaðist út í byrjun vikunnar þegar bolfiskvinnsla hófst á ný í plássinu eftir átta mánaða hlé.


 

Fjöldi norskra loðnuskipa að veiðum við Ísland


 

,,Það er búin að vera fín veiði hérna úti af Ingólfshöfðanum síðan í gær og töluvert að sjá af loðnu. Við tókum eitt kast í nótt og annað í dag og frystum aflann um borð,” sagði Guðmundur Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA í samtali við Fiskifréttir nú rétt fyrir hádegi í dag.


 

HB Grandi stefnir að því að nýta sem mest af loðnukvóta sínum til hrognatöku en það þýðir að veiðar skipa félagsins hefjast að öllu óbreyttu ekki fyrr en um eða upp úr miðjum febrúar. Vinnslustöðvar félagsins á Akranesi og Vopnafirði eru mjög vel búnar fyrir hrognavinnslu og til stendur að nýta þær báðar.


 

Í desember síðastliðnum var gengið frá samkomulagi um opinbera styrki í sjávarútvegi í Danmörku á árinu 2010.


 

Krókaaflamarksbáturinn Tryggvi Eðvarðs SH frá Rifi setti aflamet í nýliðnum janúarmánuði í flokki smábáta, en hann fiskaði 230 tonn. Þetta er mesti afli sem smábátur hefur lagt á land í einum mánuði til þessa. Báturinn rær með landbeitta línu.
SKIPASKRÁ /