föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

mars, 2010

 

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að núverandi stjórnkerfi fiskveiða væri gott ef það væri ekki misnotað. Þetta kemur fram í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

,,Kvótverðið fór úr böndunum vegna þess að bankarnir voru svo liprir við að lána jafnvel þótt ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir kvótakaupum á þessu verði," segir Hjörtur Gíslason stjórnarformaður útgerðarfyrirtækisins Ögurvíkur hf. í ítarlegu viðtali í páskablaði Fiskifrétta.


 

„Það er skylda okkar sem stjórnenda að hafa hagsmuni starfsmanna okkar í huga og spyrna við fótum þegar að þeim er sótt og störfum þeirra. Fyrning er ekkert annað en tilflutningur á fjármunum frá fyrirtækjum og starfsmönnum og mun óhjákvæmilega hafa áhrif á vinnuumhverfi okkar," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, m.a. í ræðu sem hann flutti á árshátíð fyrirtækisins á laugardag.


 

Stjórnvöld í Suður-Kóreu ætla að verja 6,24 milljörðum dollara, 800 milljörðum ISK, í fjárfestingarsjóði og í lánveitingar til að efla fiskiðnað í landinu. Þetta er liður í stefnu stjórnavalda að gera landið að 10. stærsta fiskframleiðanda í heiminum árið 2014.


 

Það kom flestum á óvart að tillaga um bann við alþjóðaverslun með Norður-Atlantshafs bláuggatúnfisk var felld á fundi CITES í Doha í Qatar á dögunum. Vísindamenn höfðu mælt eindregið með banninu vegna langvarandi ofveiði á þessum tiltekna túnfiskstofni. Jafnframt studdi Evrópusambandið tillögu um bann enda þótt ríki innan þess hefðu mestra hagsmuna að gæta í veiðunum.


 

,,Miðað við forsendur um afrán langreyðar á loðnu og afrán hrefnu á þorski, ýsu og loðnu væri hægt að stækka þessa þrjá nytjastofna umtalsvert með því að veiða 150 langreyðar og 150 hrefnur á hverju ári,” segir í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagslega hagkvæmni þess að veiða hvali.


 

Met hefur verið slegið í síldveiðum í norskri lögsögu að minnsta kost í seinni tíð að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.


 

Rússnesk skip hafa hætt loðnuveiðum í Barentshafi þótt kvóti þeirra sé ekki uppurinn. Ástæðan er sú að fiskvinnslustöðvar í landi ráða ekki við að vinna aflann.


 

Fiskur ratar nú í auknum mæli á borð danskra neytenda að því er fram kemur í frétt í danska ríkisútvarpinu. Þar er talað um glæsilega endurkomu fisksins í mataræði Dana.


 

Meðalverð á leigukvóta þorsks á síðasta ári var hærra en verð á slægðum þorski í beinum viðskiptum milli fiskiskipa og fiskvinnslu frá aprílmánuði og út árið. Einungis á fyrstu þremur mánuðum ársins var kvótaverðið lægra, að því er fram kemur í Fiskifréttum.


 

Hrefnuveiðimenn eru nú í óða önn að brýna skutla sína og undirbúa veiðarnar í vor og sumar. Stefnt er að því að veiða svipað magn og í fyrra, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Íslenska samninganefndin í markílviðræðunum í Álasundi í Noregi í síðustu viku lagði upp með þá kröfu að Ísland fengi tæplega 23% af heildarkvótanum í ár, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Aflaverðmæti utankvótategunda nam um 3,5 milljörðum króna á síðasta ári sem er um 3% af heildaraflaverðmæti íslenskra skipa á öllum miðum jafnt innan landhelgi sem utan, samkvæmt samantekt Fiskifrétta sem byggð er á gögnum frá Hagstofu Íslands.


 

JHS Fish Products, sem íslenskir aðilar eiga og reka, hefur reist fiskþurrkunarverksmiðju á Nova Scotia í Kanada, hina fyrstu sinnar tegundar þar í landi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.  Stofnkostnaður verksmiðjunnar nemur um 500 milljónum króna.


 

„Þetta frumvarp snýst fyrst og síðast um grundvallarbreytingu á fiskveiðistjórnun og það markar upphaf fyrningarleiðar sem við höfum barist svo eindregið gegn," segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík og varaformaður LÍÚ.


 

Vísindamenn við háskólann í Leeds á Bretlandi hafa áhyggjur af því að bann við brottkasti í fiskveiðum, sem nú er til umræðu innan Evrópusambandsins, kunni að hafa alvarleg áhrif á súlustofninn í Norðursjó.


 

,,Okkur sækist ferðin seint enda er hér algjört fárviðri, 30 metrar á sekúndu og mikill sjór. Það er ómögulegt að segja til um það hvenær við komum til Akraness en ég ætla að reyna að sigla vestur úr þessu veðri í von um að veðrið sé betra þar,“ sagði Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey NS, er rætt var við hann áheimasíðu HB Grandaum miðjan dag í gær.


 

Þorskur á undir högg að sækja sem aðalhráefni í  fish-and-chips rétti í Bretlandi. Sala á honum hefur minnkað um 10% að því er fram kemur á fréttavefnum timesonline.co.uk.


 

Japanir eru þekktir fyrir mikla fiskneyslu en samt hefur dregið úr áhuga þeirra á sjávarfangi, hvort sem um er að ræða unglinga eða eldri borgara, að því er fram kemur á vef Wall Street Journal.


 

Grænlenska stórfyrirtækið Royal Greenland hefur keypt kavíarverksmiðjuna Westfalia-Strentz í Cuxhaven af Icelandic Group og þar með yfirtekið bæði eignir og rekstur verksmiðjunnar.


 

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegsins jókst milli áranna 2007 og 2008. Í fiskveiðum og -vinnslu hækkaði þetta hlutfall (án milliviðskipta) úr 19½% í 27½%.


 

Það er ekki hlaupið að því að breyta fiskveiðireglum Evrópusambandsins ef upp koma óvænt atvik. Vegna óvenjulegrar kuldatíðar í Norður-Evrópu í vetur hefur óveður, frost og ís hamlað veiðum fiskimanna við Eystrasalt.


 

Tískuveitingastaður í Kaliforníu, sem sektaður hefur verið fyrir að bera hvalkjöt á borð, hefur beðist opinberlega afsökunar á framferði sínu. Í yfirlýsingu veitingastaðarins segir að hann hafi brugðist skyldu sinni gagnvart tegundum sem eru í útrýmingarhættu.


 

Norsk skip sem lönduðu loðnu til hrognavinnslu á Fáskrúðsfirði í vikunni fengu 2,80 krónur norskar fyrir kílóið, eða rúmar 60 krónur íslenskar, að því er fram kemur á vef norskra útvegsmanna.


 

Síldin sem nú hefur vetursetu í Grundarfirði er um 330 þúsund tonn samkvæmt nýjustu mælingum Hafrannsóknastofnunar, að því er fram kemur í Fiskifréttum. Þetta er næstum helmingi minna magn en árið 2007 þegar síldin þjappaði sig saman í firðinum í fyrsta sinn, en þá mældust rúm 600 þúsund tonn þar.


 

  Þorskur með rafeindamerki sem merktur hafði verið við Austur-Grænland 2008 veiddist úti fyrir Vestfjörðum nú í janúar, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Samkomulag náðist ekki á samningafundi um stjórn makrílveiða sem lauk í Álasundi í Noregi í dag. Enn ber mikið í milli aðila. Viðræðum verði haldið áfram í Reykjavík dagana 19. og 20. apríl næstkomandi.


 

Mokveiði hefur verið á miðum báta frá Snæfellsnesi að undanförnu. Flestir bátanna eru við það að klára kvótann þótt vertíðin hafi ekki náð hámarki ennþá.


 

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru seld tæp 17.000 tonn af fiski á íslensku fiskmörkuðunum samanborið við tæp 20.000 tonn í sömu mánuðum í fyrra. Samdrátturinn nemur 15%.


 

Nú liggja fyrir tölur Hagstofu Íslands um aflaverðmæti íslenskra skipa á árinu 2009. Það nam alls rúmum 115 milljörðum króna samanborið við 99 milljarða yfir árið 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 16 milljarða eða 16% á milli ára.


 

,,Núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, brýtur blað í sögu fiskveiðistjórnunar á Íslandi með því að óska eftir lagaheimild frá Alþingi til þess að fá að ofveiða tiltekinn fiskistofn, skötusel, sem nemur 80% umfram ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar," segir í athugasemd LÍÚ vegna fréttatilkynningar ráðherrans fyrr í dag.


 

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni greinar sem Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur LÍÚ skrifaði í Fiskifréttir í síðustu viku um skötuselsfrumvarp ráðherrans og birtist einnig á vef LÍÚ. Ráðherrann segir að ekki standi til að ganga lengra í aukningu skötuselskvótans en forverar hans hafi gert og heildarveiði undanfarinna ára segi til um.


 

Þrjú skip HB Granda eru farin til kolmunnaveiða og verður ekki annað sagt en að vertíðin fari vel af stað, að því er fram kemur áheimasíðu útgerðarinnar.  Ingunn AK var fyrst á miðin og er skipið nú á heimleið með um 1.900 tonna afla eftir tvo sólarhringa á veiðum. Mikið er reyndar haft fyrir veiðunum því miðin eru undan vesturströnd Írlands eða hátt í 700 sjómílna fjarlægð frá Íslandi.


 

Deila Norðmanna og Evrópusambandsins um fiskveiðimál fer harðnandi. Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að frá og með miðnætti næstkomandi megi bresk skip ekki lengur veiða í norskri lögsögu í Norðursjó.


 

Botnfiskafli dróst saman um tæp 1.800 tonn frá febrúar 2009 og nam 41.400 tonnum.  Þar af nam þorskaflinn rúmum 20.500 tonnum, sem er aukning um 1.100 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam tæpum 6.600 tonnum sem er um 2.400 tonnum minni afli en í febrúar 2009.


 

Að undanförnu hafa staðið yfir veiðar á kræklingi í Hvalfirði með sérhönnuðum kræklingaplóg. Aflinn er fluttur norður til Hríseyjar þar sem kræklingurinn er ræktaður áfram þar til hann er söluhæfur á Evrópumarkað.


 

Loðnuvertíðinni er lokið. Júpíter ÞH var síðastur til þess að taka loðnukvóta sinn á þessari vertíð ef marka má færslu á bloggsíðu skipsins í dag.,


 

Fiskifræðingar frá Náttúrustofnun Grænlands hafa birt lista yfir 269 fisktegundir sem vitað er um að hafast við í grænlenskri lögsögu, þar af hafa verið uppgötvaðar 57 áður óþekktar tegundir frá árinu 1992 þegar hliðstæður listi var síðast birtur.


 

Háfur sem merktur var við austurströnd Bandaríkjanna árið 2005 veiddist við Ísland rúmum fjórum árum síðar. Vísindamenn segja þetta merkilega vísbendingu um tengsl þessara tveggja hafsvæða, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Stuttri og snarpri loðnuvertíð er að ljúka og má ætla að útflutningsverðmæti loðnuafurðanna sé í kringum 11 milljarðar króna, að því er Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Bleikjan er verðmætasti eldisfiskur Íslendinga. Á síðasta ári var útflutningur eldisbleikju um 3.000 tonn og söluverðmætið um tveir milljarðar króna. Það er um 70% af heildarútflutningsverðmætum eldisfisks.


 

Fiskmarkaðir á Íslandi hafa skorað á sjávarútvegsráðherra að auka aflaheimildir í þorski, ýsu, ufsa,karfa, keilu og löngu.


 

Norskir eldisfyrirtæki töpuðu meira en einum milljarði norskra króna á þorskeldi á árunum 2005-2008 og mörg fyrirtækjanna hafa lagt upp laupana, að því er norska útvarpið skýrir frá. Það jafngildir 22 milljörðum íslenskra króna.


 

Hollenski risatogarinn Maartje Theadora leggur af stað frá heimalandi sínu í þessari viku áleiðis yfir Atlantshafið og hyggst skipstjórinn nota 160 fermetra stórt segl til þess að hjálpa til við að knýja skipið áfram.


 

Unnt væri að vinna mjög verðmætar afurðir úr þeim fiski sem kastað er fyrir borð á evrópskum fiskiskipum. Hér er alls um eina milljón tonna af fiski að ræða. Meðal annars væri hægt að búa til fyrsta flokks dýrafóður, að því er Skotinn Struan Stevenson, þingmaður á Evrópuþinginu, segir. 


 

Loðnuveiðum skipa HB Granda á vertíðinni er að öllu óbreyttu lokið. Skip félagsins luku veiðunum í gær með samtals um 4.900 tonna afla en þar af fara 3.100 tonn til hrognatöku og vinnslu á Akranesi og 1.800 tonn fara til sams konar vinnslu á Vopnafirði, að því er fram kemur áheimasíðu fyrirtækisins.


 

Í dag verður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi slitið í 12. sinn. Þessu sinni útskrifast 18 nemendur frá 14 löndum, átta konur og tíu karlar. Hafa þeir dvalið á Íslandi undanfarna sex mánuði og stundað sérnám á sviðum fiskistofnfræði, veiðistjórnunar, fiskeldis og gæðastjórnunar í fiskiðnaði.


 

Loðnuveiðar Norðmanna í Barentshafi eru vel á veg komnar en veiðin hefur þó verið misjöfn. Í lok síðustu viku höfðu þeir veitt ríflega helming kvóta síns.


 

,,Það hefur verið fínasta veiði hér í Faxaflóanum síðan í gærkvöldi. Hér eru átta skip að veiðum og nokkur til viðbótar eru á siglingu með afla til löndunar,” sagði Hörður Már Guðmundsson skipstjóri á Þorsteini ÞH þegar Fiskifréttir náðu tali af honum fyrir hádegi í dag en skipið er gert út af Ísfélagi Vestmannaeyja.


 

„Ég tel að næsta skref sé að hugleiða hvort ekki sé rétt að setja fiskveiðistjórnunarmálið næst í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, í viðtali við Fréttablaðið í dag.


 

Útflutningur sjávarafurða frá Noregi hefur aukist um 12% á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2010 miðað við sama tíma í fyrra. Aukninguna má aðallega rekja til þess að meira er flutt út af laxi en áður og betra verð fæst fyrir laxinn. Verðmæti afurða úr makríl og síld lækkaði en jókst í skreið, saltfiski og ferskum þorski.


 

Eyða þarf því óvissuástandi sem ríkir um framtíðarskipan í íslenskum sjávarútvegi svo fyrirtækin þori að fjárfesta í nýjum veiði- og vinnslugreinum, segir framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.


 

Á síldarárunum hér áður fyrr var norsk-íslensk síld helsta hráefnið sem fiskmjölsverksmiðjur hér á landi tóku til vinnslu, allt þar til veiðarnar hrundu 1968. Á síðasta ári náði norsk-íslenska síldin svo sínum fyrra sessi í mjöl- og lýsisiðnaðinum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur keypt frystitogarann Rex HF til veiða og vinnslu á uppsjávarfiski. Skipið hefur hlotið nafnið Gandí VE-171.


 

Enn eru óveidd um 5.500 tonn af loðnukvóta ársins hjá skipum HB Granda en það aflamagn samsvarar því að skipin fjögur eigi eftir að fara eina veiðiferð hvert, að því er fram kemur áheimasíðu fyrirtækisins.Horfur eru því góðar á því að hægt verði að nýta allan loðnukvótann að þessu sinni til hrognatöku fyrir markaði í Japan og Austur-Evrópu.


 

Móttaka hráefnis hjá fiskmjölsverksmiðjum á Íslandi hefur dregist saman um tæp 70% frá árinu 2002 og hefur hún ekki verið minni í áratugi. Þrír stærstu aðilar í greininni tóku til vinnslu um 63% af öllum uppsjávarfiski sem fór til bræðslu á síðasta ári að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

  Í lagafrumvarpi sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi er bannað að selja aflaheimildir úr þrotabúum burt frá einstökum sveitarfélögum ef um er að ræða a.m.k. fimmtung eða meira af kvóta viðkomandi byggðarlags.


 

Makrílveiðar á handfæri eru á byrjunarstigi hér við land en þær hafa alla burði til þess að geta orðið góður kostur fyrir smábáta að mati vinnuhóps um makrílveiðar sem sjávarútvegsráðherra skipaði og skilaði skýrslu sinni í síðustu viku.


 

Fiskurinn verður stressaður þegar hljóðbylgjur frá olíuleitarskipum streyma um sjóinn en bylgjurnar skaða hann ekki, samkvæmt rannsóknum norskra vísindamanna sem kynntar voru í vikunni, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins.


 

Frystitogarinn Kleifarberg ÓF sem er í eigu Brims hf. landaði í gær afla úr Barentshafi að verðmæti um þrjú hundruð miljónir króna. Afli skipsins nam um eitt þúsund tonnum miðað við fisk upp úr sjó.


 

Frystitogarinn Arnar HU-1 frá Skagaströnd kom á dögunum í land með verðmætasta farm sinn frá upphafi, eftir sautján daga veiðar í Barentshafi. Aflinn var að þessu sinni um 900 tonn; 720 tonn af þorski og um 180 Frystitogarinn Arnar HU-1 frá Skagaströnd kom á dögunum í land með verðmætasta farm sinn frá upphafi, eftir sautján daga veiðar í Barentshafi. Aflinn var að þessu sinni um 900 tonn; 720 tonn af þorski og um 180 tonn af öðrum tegundum. Heildarverðmæti aflans er um 260 milljónir króna.


 

Færeyska útgerðin JFK Trol telur sig hafa orðið fyrir tjóni upp á jafnvirði 350 milljóna íslenskra króna vegna afleiðinga þess að Rússar tóku togarann Skálabergs í lögsögu sinni. Útgerðin segir færeysk stjórnvöld bera ábyrgð á því hvernig fór og krefjast bóta.


 

Verkefnið Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, eða svokallað vorrall, hófst síðustu helgina í febrúar og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fimm skip taka þátt í verkefninu; togararnir Bjartur, Ljósafell og Jón Vídalín og rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson.


 

Loðnuveiðar Norðmanna eru komnar vel á veg en veiðum á norsk-íslensku síldinni er að ljúka.


 

Beluga-styrjan í Kaspíahafi, sem gefur frá sér hrognin í hinn eina sanna svarta kavíar, hefur verið svo gróflega ofveidd síðustu áratugina að stofninn eru nú aðeins 10% af því sem hann áður var.


 

Í lok árs 2009 voru 1.582 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fjölgað um 53 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var alls 768 og samanlögð stærð þeirra 86.769 brúttótonn. Vélskipum fækkaði um 1 skip á milli ára en flotinn stækkaði um 379 brúttótonn.
SKIPASKRÁ /